Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 18
Katrín með japanska dúkku sem móðir hennar bjó til. Ema lærði japanskar blómaskreytingar í þrjú ár og ennfremur að kúa til dúkkur. ögn af honum. Matarskortur- inn hefur verið svo voðalegur hjá þeim og er raunar enn hjá mörgum, að þeir þola ekki, að nein fæða fari til spillis, og áður fyrr fékk mikill hluti þjóðarinnar ekkert að borða nema hrísgrjón þrisvar á dag. Nú er meira um kjöt, fisk og brauð og fæðið fjölbreytt- ara enda er unga kynslóðin miklu hávaxnari en sú eldri. Það er mikið borðað af hrá- um fiski, og viss tegund af þangi er ræktuð til matar, og soyabaunir eru undirstöðufæða hjá Japönum eins og hrísgrjón- in. Ég varð hissa að sjá harð- fisk borðaðan i Japan, og enn meira hissa varð fólkið, að mér útlendingnum, skyldi þykja hann góður. Hann er soðinn i súpur þar, en yfirleitt ekki borðaður hrár.“ „Varðstu vör við óvild í garð útlendinga?" „Nei, — þ. e. a. s. aðeins tvisvar kom það fyrir á þremur og hálfu ári, svo að það er ekki teljandi. Japönum er mikið áhugamál, að útlendingar hugsi ekki illa um landið þeirra, og fyrir Olympiuleikana var ham- azt við að byggja og byggja, ryðja burt því sem þótti til óprýði og gera allt fínt. — — Heyrðu annars, ég frétti, að það hefði verið sagt í íslenzku blaði, að eina þjóðin sem ekki heilsaði Japanskeisara við lokaathöfn Olympíuleikanna hefði verið íslendingar. Þetta er alrangt; ég var sjálf við> stödd og horfði á íslenzku íþróttamennina okkar heilsa keisaranum af mikilli kurteisi. Ég vildi gjarnan koma þeirri leiðréttingu á framfæri.“ Margs að sakna „Heldurðu, að þú munir sakna Japans?“ „Já, áreiðanlega oft. Það er eitthvað við land og þjóð sem heillar mann ósegjanlega, og stundum þegar ég sit hérna heima reikar hugurinn ósjálf- rátt til Japans og vina minna þar. Þá sakna ég svo margs —- þessa ljúfa fallega landslags þar sem hver blettur er rækt* aður, hver fjallshlíð þakin gróðri, japönsku þjóðlaganna sem fyrst verkuðu á mig eins og versta kattarvæl, en fengu smám saman sína töfra, fóiks- ins sem að sumu leyti er svo líkt okkur en að öðru leyti gagnólíkt, óútreiknanlegt eina mínútuna og barnalegt þá næstu, það hefur sjarma sem erfitt er að skilgreina, og mað- ur verður einkennilega tengd- ur því. Mig langar ekki að vera í Japan alla mína ævi, en ég vona, að við eigum eftir að koma þangað aftur, og ég veit, að hluti af hjarta mínu mun ávallt tilheyra þessum fjarlægu eyjum og fólkinu á þeim.“ ★ ★ 18 Tvær af japönsku vinkonunum sem Erna umgekkst mest. Hún talaði ensku við þær, en að skilnaði sögðu þær alltaf „bless“ og hún „sayonara". FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.