Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 22
18 KONUR 06 MAREAR MILJÓWIR MEÐAL hinna blásnauðu, þeldökku milljóna í Suður- Afríku er draga fram lífið að kalla má við vatn og bi auð lifir dularfullur maður, margmilljónari sem sjálfur veit ekki aura sinna tal þó að allir aðrir virðist vita það. Hann er sjálfsagt meðal hinna meiri auðjöfra í heim- inum. Khotson Sethuntsa er töfralæknir. Hann stundar störf sín úti um allt og á alls staðar ítök. Faðir hans var ekill hjá Paul Kruger forseta fyrir Búastríðið. Og þar af rís ein ráðgátan sem stendur í sambandi við þennan undarlega mann. Hefur honum tekist að krækja í verulegan hluta af Krugermilljónun- um svokölluðu, fjársjóði, afskaplega vermætum. sem talið er að hinn aldni Búaforseti hafi fcrlgið einhvers staðar? Þetta er álit sumra, því að fyrir utan stórt safn af demöntum sem Khotso hefur til sýnis í innganginum að höll sinni er oft talað um undarlega atburði í sam- bandi við flóð í Austur-Pondolandi fyrir nokkrum árum. Tíu innsiglaðir mjólkurbrúsar skoluðust á brott með flóðinu, og Khotso bauð 1000 sterlingspund í fundar- laun fyrir hvern þeirra er til hans yrði fluttur með órofið innsigli. Engum var skilað, og mikið var talað um innihald þeirra sem varla hefur verið mjólk. 1911 byrjaði Khotso að selja töfragripi, samtímis því sem hann hóf að festa nokkuð af fé sínu í bönkum, tryggingarfélögum, byggingarfyrirtækjum o. fl. Hann hefur engan ráðunaut. „Khotso veit allt,“ segir hann. 1920 var hann kominn í röð hæstu skattgreiðenda. Hann hefur um 200 sölumenn á ferðum til að selja töfragripi. Er bæði selt beint til neytenda og í verzlanir blökkumannanna. Slönguskinn, duft búið til úr ostru- eggjum, og töfrajurtir fást með afborgunum ef þarf, og verðið er alltaf frá 5 shillingum upp í 200 pund. Hann hefur einnig meðal til að vekja menn upp frá dauðum. Það kvað hafa bjargað honum sjálfum 1924. En enginn hefur keypt það. „Verðið er of hátt,“ segir hann í dag rekur Khotso 41 búgarð og græðir vel á þeim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.