Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 14
« Margt er sameiginlegt með Japúnum og íslendingum Samtal við frú Ernu Ounnarsdóttur Myndir frá Japan: ERNA GUNNARSDÓTTIR. Texti: STEINUNN S. BRIEM. Heimilið er skemmtilegt sambland af austri og vestri, japanskir húsmun- ir og ýmsir fagrir gripir frá austurlöndum fjœr fara mœtavel við vest- rœna tilhögun að öðru leyti. Börnin tala jap- önsku betur en íslenzku og ensku bezt af öllu, en það er ekki dropi af japönsku blóði í œðum þeirra, heldur eru þau íslenzk í móðurœtt og vestur-íslenzk í föðurœtt. Fjölskyldan kom heim til íslands sl. ágúst eftir nœstum þriggja og hálfs árs dvöl í Tókíó, en til allrar hamingju er hús- freyjan samt ekki orðin svo japönsk í sér, að hún láti gestina krjúpa á hnjánum á þunnum gólf- púðum í stað þess að sitja í stólum á vestrœna vísu. FRÚ Erna Gunnarsdóttir er hávaxin kona og björt yfir- litum, hressileg í viðmóti og óþviriguð. Hún er dóttir frú Jónínu Jónsdóttur og Gunn- ars Einarssonar forstjóra bóka- útgáfunnar Leifturs, og það er eitthvað í ákveðnum svip henn- ar og glaðlegri framkomunni sem minnir ótvírætt á pabbann. Eiginmaður hennar, Franklin John Ásmundsson, er frá Lang- don í Norður-Dakota, Banda- ríkjunum, fæddur í Kanada, en alíslenzkur í báðar ættir. Þau hafa verið erlendis um tíu ára skeið og eru nú komin heim aftur ásamt fjórum börn- um, sennilega alkomin. Kynntust í síma „Hvernig kynntuzt þið upp- haflega?“ „Ja, ég kynntist honum þegar ég var tæp tvö ár í Bandaríkj- unum og bjó hjá íslenzkum hjónum skammt fyrir utan Chicago, þ. e. a. s. ég hitti hann aldrei, en við töluðumst stund- um við í síma. Svo kom hann hingað árið 1950, og ég var í boði hjá bandaríska sendiráð- inu þegar mér var sagt, að hér væri maður sem langaði að heilsa upp á mig. Það var þá Franklin, en við þekktumst ekki í sjón, þó að við værum beztu kunningjar eftir síma- samtölin okkar. Við giftum okkur árið 1951, og hann hef- ur verið á íslandi i fjögur og hálft ár og kann vel við sig hérna.“ „Hefur hann farið víða um landið?" 14 FÁLKINN Hér er Erna að sýna stöngina sem hún studdi sig við þegar hún gekk upp á fjallið Fuji. Flaggið er hin rís- andi sól.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.