Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 29
að sakast nema forlögin, og þau höfðu verið Aiku jafn miskunn- arlaus og karlmönnunum, sem orðið höfðu óhamingjusamir hennar vegna; ef til vill hafði hún þjáðst enn meir. Chiang færði sig til dyra; það væri að líkindum bezt að skilja herra Yee eftir einan. „Herra Yee,“ sagði hann,“ ég er á för- um aftur til Monterey. Ég vil að þú vitir að ég innleysti ekki ekki ávísunina frá þér.“ Herra Yee sat kyrr sem áður, með hendurnar fyrir andlitinu og mælti ekki orð af vörum, en hann var hættur að kjökra. Chi- ang flýtti sér út úr skrifstof- unni. Hann ákvað að yfirgefa borg- ina eins fljótt og mögulegt væri; hann gat varla hugsað til þess að dvelja í San Francisco jafn- vel eina nótt í viðbót. Þegar hann kom til gistihússins, hringdi hann til frú Wang og sagði henni, að hann þyrfti að fara úr borginni umsvifalaust. Til þess að forðast spurningar sagði hann, að sér hefðu borist fyrirmæli um að mæta til vinnu á mánudag í stað miðvikudags og bað hana um að senda sér öll bréf i skólann. Síðan sótti hann bílinn sinn, fór inn og lét niður í töskurnar og borgaði reikninginn. „Ertu að fara svona allt í einu?“ spurði ítalski ráðs- maðurinn undrandi. „Já,“ svaraði Chiang, og reyndi að vera glaðlegur. „En ég kem ef til vill aftur um helgar.“ „Það skaltu gera,“ sagði Burt. „Monterey er leiðinlegur bær á vetrum. Ég veit það. Ég hef verið þar. Komdu aftur, ég skal hafa laust gott herbergi handa þér.“ Chiang þakkaði honum fyrir og Burt hjálpaði honum að bera farangurinn út í bílinn. Hann vonaði að eiga aldrei eftir að stíga fæti í þetta litla gisti- hús; hann mundi reyna að forð- ast hvern þann stað, sem gæti minnt hann á fundi sína með Aiku. Hann yrði að reyna að gleyma henni algjörlega og byrja nýtt líf. Hann ók út á Van Ness breið- götuna og nam staðar við Shell- stöð. Meðan afgreiðslumaðurinn fyllti benzingeymi hans, reyndi hann að leggja niður fyrir sér hvert halda skyldi. Hann ætlaði að fara fyrst til Santa Cruz og vera þar um nóttina, liggja á ströndinni allan sunnudaginn og ^eggja af stað til Salinas á mánu- dag. Hann ætlaði að vera þriðju- daginn í Salinas en þaðan var aðeins klukkustundar akstur til Monterey. Hann gæti haft tím- ann fyrir sér á miðvikudag og mætt til vinnu fyrir klukkan tíu um morguninn. Hann valdi leið 101. Umferðin Var mikil á hinum breiða þjóð- vegi, en hann var sléttur og beinn. Umferðaljósin og bifreiða- ljósin voru eins og endalaus skrúðfylking. Hann hafði ekki ekið þjóðveginn langalengi og það greip hann einkennileg til- finning þegar hann steig á benz- ínið og ók með miklum hraða eftir innri akreininni. Það var eins og hraðinn vekti honum frelsiskennd og jafnframt spenn- ing vegna hættunnar. Hvers vegna þennan hraðakstur? Það hafði verið ætlun hans að fara hægt yfir. Var hann að flýja eitthvað án þess að vita af því? Var hann að flýja Aiku? Þegar hann var kominn fram- hjá hliðarveginum, sem lá til San José, sveigði hann út á ytri akreinina og hægði ferðina. fann til eins konar léttis, eins og flóttamaður, sem er kominn út af hættusvæði. Hann hafði farið hundrað kílómetra á einni klukkustund og var nærri upp- gefinn eftir taugaþensluna. Nú kveikti hann á útvarpinu, hall- aði sér aftur í sætinu og reyndi að slaka á. Hann yrði að njóta þessarar ferðar, hugsaði hann með sér. Hann mátti ekki láta neitt valda sér gremju. Djöfull- inn taki allar gamlar minningar. Fari fortíðin norður og niður ... Næstu fjóra daga fór allt sam- kvæmt áætlun, en minningarn- ar slepptu ekki af honum taki, hvort sem hann fór hratt yfir eða reyndi að slappa af. Á huga hans hvíldi þung byrði, sem hann gat ekki losnað við. Á miðviku- dag lagði hann snemma af stað til Monterey. Hann þráði að taka til starfa sem fýrst. Ef til vill gæti mikil vinna svæft til- finningar hans. - Aðalgatan í Monterey var skreytt mislitum ljósum og silf- urbjöllum. Það voru komin jól. Skreytingarnar voru þær sömu °g árið áður. Þegar hann ók niður götuna, fannst honum að árið hefði verið afar fljótt að líða og þó svo langt. Eins og ekki hefði liðið nema ein nótt, en sú nótt hefði verið ein löng martröð. 1 Monterey var allt óbreytt. Skólinn var sá sami; þar voru sömu andlitin, sömu bílunum var lagt fyrir framan sömu veðruðu byggingarnar. Sömu hljóðin og sami ilmurinn af grenitrjánum, sem blandaðist lykt af sardín- um og barst til hans með hægri sjávargolunni. Hann gekk fyrir hina ýmsu liðsforingja i skólan- um og fékk undirskriftir þeirra á skilríki sín. Sömu foringjarnir buðu hann velkominn; kunnug- leg andlit blöstu við honum hvar- vetna eins og hann hefði aldrei farið burt. Hann lagði leið sína í Mandarin deildina á hæðinni og þar biðu hans hlýjustu kveðj- urnar — handabönd, klapp á herðarnar, spurningar, trúnaðar- mál, kvöldverðarboð, skrítlur og hneykslissögur... Samkennarar hans töluðu við hann um heima og geima allt þar til bjallan hringdi. Mock liðþjálfi kom með einhverja fyndni á hermanna- máli sínu, sem Chiang skildi ekki alveg, og fékk honum nokk- ur bréf, sem frú Wang hafði dásamleg rm.öm v VELJID LENGD AUGNAHÁRANN/ EFTIR EIGIN GEÐÞÓTTA Ultra* Lash er fyrsti augnaháramassinn sem undra- mjúkt lengir augnahárin og gerir þau þykkari án þess a3 þau stífni. Þér eruð laus við öll óþœgindi — þurfið ekki að gera annað en smyrja Ultra* Lash á augna- hárin með hinum undraverða DUO-TAPER bursta, sem silkimjúkt lengir sérhvert augnahár og litar það óað- finnanlega um leið. Það er þœgilegt, vatnsekta og smitar ekki. Þér hreinsið hárin á augabragði með Maybelline Mascara Remover. Þér getið valið um þrjá töfrandi liti: VELVET BLACK (flauelssvart), SABLE BROWN (safalabrúnt) og MIDNIGHT BLUE (mið- nœturblátt). " FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.