Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 25
GltiLIETTA GEMGUR AFTLR Hún lék í „La Stráda“ og heimurinn sóð á öndinni. Siðan hefur verið undarlega hljótt um Giuliettu Masina, þangað til nú að hún er að leika í nýrri mynd undir stjórn eigin- manns síns, ítalans Fellini. Myndin heitir Giulietta og and- arnir og vonandi verður ekki margra ára bið á því að hinir stórhuga kvikmyndahúsaeigendur á íslandi fái hana til sýninga. Hér á myndinni er Fellini að leiðbeina konu sinni við töku nýju myndarinnar. ATÓIVIMJÓSMARI Dr. Klaus Fuchs, atómnjósnarinn frægi sem dæmdur var til ævilangrar fangelsisvistar í Bretlandi fyrir einum 10—15 árum, er nú orðinn valdamikill maður í A-Þýzkalandi, en Fuchs var á sínum tíma látinn laus í skiptum fyrir annan njósnara. Fuchs hefur nú verið settur yfir eldflaugastöð í DDR, í Rossendorf. í fangelsinu hélt hann þekkingu sinni við, með því að lesa fagblöð, sem vinir hans smygluðu til hans og eftir að hann var látinn laus fundust hlaðar af klósettpappír þéttskrifaðir útreikningum. Fuchs var sem sé ákveðinn í að dragast ekki aftur úr kollegum sínum utan fangelsisveggjanna. Á myndunum er hann framan við eldflaugastöðina í Rossendorf og á skrifstofu sinni með mynd af Lenin á bak við sig upp á vegg. Lancaster iuvenil skin crem er notað sem dag- krein fyrir viðkvæma húð og húð, sem hætt er við ofnæmi. Það styrkir húðina og gerir hana heil- brigða. Tilhneiging til ofnæmis minnkar eða hverf- ur og brátt fær húðin á sig blæ æsku heil- brigðis. Biðjið um prufu á útsölustöðum. Útsölustaðir í Reykjavík: Tíbrá Gjafa- og snyrtivörubúðin, Mirra. Orion, Skemmuglugginn. Holts Apotek, Tjarnarhárgreiðslustofan. Verzl. Snýrtiáhöld — Grensásvegi. Akureyri: Drífa. Keflavík: Verzl Ása. PatreksfjÖrður: Verzl Ó. Jóhannesson. UMBOÐ: 0. Valdimarsson h.f. Skúlagötu 26, Reykiavík. Sími 21670. ‘fálkinn 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.