Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 26
26 \ ^ÁLKiNN LEYNDARMAL FÓLKIÐ, sem sá um ræstinguna í hinum stóru skrifstofu- byggingum í miðri Los Angeles-borg, kallaði Rose Willi- ams „litlu, gömlu, rauðklæddu konuna“ vegna þess að hún gekk ávallt rauðklædd frá hvirfli til ilja. Þvottakonurnar vissu, að Rose Williams var ensk að upp- runa, því að þrátt fyrir að hún hafði unnið við skrifstofu- ræstingar í Los Angeles lengur en nokkur gat munað, þá hafði hún ekki lagt niður enska framburðinn og kunni enn að meta góðan tebolla. Rósa bjó einsömul í smáíbúð á þriðju hæð í ömurlegum leigukumbalda. Húsgögnin voru rúm, hrörlegur klæðaskáp- ur og þvottaskál í grind og mynztrið í gólfdúknum var löngu máð af. Hún fór sjaldan út — nema endrum og eins til almenn- ingsgarðsins í grenndinni til þess að gefa fuglunum þar. Þeir litu á hana sem vin og flögruðu upp á axlir hennar og handleggi og tíndu kornið úr rauðum, vinnulúnum hönd- um hennar. Hún lifði í fátækt, því þótt kaupið væri rúmar þúsund krónur á viku, þá kostaði íbúðin nærri fimm hundruð og hún'borðaði á ódýrustu matsölustöðunum. Föt hennar voru gömul og slitin, en hrein. Enginn gat lengur munað hvenær Rósa hefði síðast fengið sér nýjan kjól og kápan hennar var áreiðanlega frá því fyrir stríð. Það eina, sem hún keypti sér voru skór, en þá notaði hún líka þangað til ekk- ert var orðið eftir af þeim, og betur borgaði sig að kaupa nýja, en að láta gera við þá gömlu. Nafn hennar, Rose Williams, minnti engan á neitt sér- stakt, þetta var ósköp venjulegt nafn. En í Englandi bjó kona, sem þekkti leyndarmál Rose, Williams, kona. sem einu sinni á ári innti af hendi hátíðlegt skyldustarf, með því að heimsækja lítinn kirkjugarð í Cornwall og leggja þar krans á leiðið, sem annars var öllum gleymt. Legsteinninn var látlaus og á hann var aðeins letrað þetta: John Williams, fæddur 11. desember 1883, dáinn 2. júlí 1930. R. I. P. Engir aðrir en þessi einmana, svartklædda kona, sem heimsótti gröfina einu sinni á ári vissu, að John Williams hafði verið kvæntur Rose Williams — og aðeins hún vissi, að á legsteininum hefði getað staðið: „Myi’tur af Rose Willi- ams“. Litla, rauðklædda konan hafði óskað eftir því, að þessi orð yrðu letruð á steininn, en það vildu yfirvöldin ekki leyfa, — ekki sízt vegna þess, að þau voru ósammála frú Williams í þessu efni. Rose Williams giftist John Williams þegar hún var 17 ára og hann 18 ára. Það var í Devon árið 1901. Þau voru mjög hamingjusöm og eignuðust tvö börn, dreng og stúlku. Drengurinn dó úr heilahimnubólgu mjög ungur og foreldr- arnir beindu allri ást sinni og umhyggju að dótturinni, sem þau höfðu skírt eftir Ruth Biblíunnar. Ruth giftist árið 1921, nítján ára gömul. hún fluttist til Norður-Englands ásamt manni sínum og næstu sjö ár sáu Rose og John dótturina og barnabörnin þrjú aðeins einu sinni á ári. John, sem var afgreiðslumaður og hafði litlar tekjur, dreymdi sífellt um að verða ríkur með árunum en Rose var ánægð með að sýsla um hann í litla húsinu þeirra í grennd við Plymouth, meðan John sinnti störfum sínum í herrafataverzluninni. Launin voru lág, en nóg til þess að þau gátu spjarað sig. Ef þau áttu shilling afgangs, veðjaði John honum á hest eða keypti miða í happdrætti í von um að hreppa stóra vinninginn einn góðan veðurdag.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.