Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 12
KÓM WIÉSK BfÉTÍMASAGA FRÁ IIEKHAGAHBI 1 DÖLVM I SVÍÞJÓÐ r FYRSTI KAFLI. Næsta stöð er Ornas! hrópaði lestarstjórinn. Marianne gat ekki gert að sér £ð brosa. Hér átti hún sjálf að íara úr lestinni. Skyldi það verða Gustav Vasa, sem kæmi til móts Við hana? Hugsaði hún, og augnablik brá fyrir gamla lifs- fjörinu, sem hún hafði átt i svo ríkum mæli fyrir nokkrum ár- um. En brosið þurrkaðist strax burt af andlitinu og það varð Bftur eins og gríma. Sett, svip- breytingalaust og fölt undir rauð- brúnu hárinu. Hún tók töskuna sina og gekk fram að dyrunum. 1 spegli, sem hékk I ganginum, sá hún grannleitt andlit með há kinnbein og alltof stóran munn. Hún gekk nær. Var ekki augn- svipur hennar orðinn eitthvað einkennilegur? Setjum nú svo, að Stigman veiðistjóra grunaði að hún væri ekki með öllum mjalla! Þá myndi hann áreiðan- lega hliðra sér hjá að ráða hana til sin sem einkaritara. Hún horfði út um gluggann án þess að sjá eyðilegt landslagið, sem þaut framhjá henni. Henni duttu í hug línur úr bréfi Stig- mans veiðistjóra „ ... herragarð- urinn á Malingsfors iiggur mjög afskekkt...“ Óskandi væri að hann lægi nógu afskekkt. Átti hún að þora að vona, að þar myndi engan að finna, sem þekkti hana aftur í sjón eða myndi nafn hennar? Að visu voru nú nærri tvö ár síðan það gerðist — bilslysið, sem henni var kennt um — en blöðin höfðu verið full af því í lengri tima. Svartar, feitletraðar fyrirsagn- irnar ofsóttu hana enn. „Ofsaakstur nitján ára stúlku ,.. skildi slasaðan hjólreiðamann eftir... ók á tré nokkrum kíló- metrum fjær ... Marianne Berg- ström neitar allri sök... heldur því fram, að ókunnur maður hafi ekið bílnum ... Óhugsandi! segir lögreglan. Marianne sat í ökusæti hins skemmda bíls, þegar hann fannst. Hún hafði meira að segja hendurnar á stýrinu. Hinn ungi ökuníðingur er gallharður lygari. Ókunni maðurinn hefur aldrei fundizt." — Jú, ég sver...! Ef hún aðeins hefði verið kyrr í Gautaborg þennan dag í stað þess að setjast í bílinn og reyna að aka, þegar hún var svo illa á sig komin. Hún hafði ekki þolað deyfinguna hjá tannlækn- inum. Þess vegna hafði hún viljað komast heim, til þess að geta lagt sig. En það voru nokk- uð margar mílur. ... Hún ætl- aði að aka varlega, hafði hún hugsað sér. Hún ók mjög hægt, en líðan hennar versnaði stöð- ugt. Þegar hún nam staðar við gatnamótin hjá þjóðveginum, kom hún auga á mann, sem stóð við vegarbrúnina. Hann var ber- höfðaður, vel klæddur og hélt á skjalatösku í hendinni. Hann hraðaði sér í átt til hennar, en varð fyrir greinilegum vonbrigð- um, þegar hann uppgötvaði, að það var kona, sem ók bílnum. Hún þyrði sennilega ekki að taka ókunnuga menn upp í bíl- inn til sín. Hann hafði misst af lestinni og leigubílarnir tveir, sem fyrirfundust í þessu eymd- arbæli, sem hann hafði verið að heimsækja, voru báðir upp- teknir. Þess vegna hafði hann farið fótgangandi nokkra kíió- metra í von um að fá far með einkabíl. En enda þótt mikil um- ferð væri um þjóðveginn sem endranær, hafði enginn þeirra bíla, sem honum hafði tekizt að stöðva, verið á leið til Borsá, en það var næsta takmark hans. Marianne hafði virt hann fyrir sér eins vel og hún gat í grá- leitu rökkrinu. Hann var mjög snotur og venjulegur í útliti og hann kom satt að segja eins og af himnum sendur, þar eð hún treysti sér ekki til að aka lengra. Hún spurði hann hvort hann hefði ökuleyfi. Vissulega, það hafði hann! Hann tók upp seðla-' veski sitt til þess að aðgæta, hvort hann hefði ökuskírteiniði með sér. Seðlaveskið var ún dökkbrúnu krókódílaskinni. Það mundi hún. Hann hélt öku- skírteininu á lofti augnablik og stakk því síðan niður aftur. Þá flutti hún sig til í sætinu og hann settist undir stýri við hlið hennar. Hann myndi aka henni heim og hringja þaðan á leigu- bíl. — Nafn mitt er ... sagði hann, En hún hafði ekki haft áhuga á nafni hans. Hún hafði ekki heyrt, hvað hann sagði. Ekki kært sig um það. Þegar hann var kominn yfir þjóðveginn, jók hann ferðina. Hann ók óþægilega hratt, fannst henni. En ef til vill var hann að flýta sér til móts við einhverja lest. Og sjálf var hún sárfegin þvi, að vera brátt komin heim. Nokkrum mínútum seinna varð slysið. Aftur og aftur hafði hún endurlifað þessa stund á síðustu tveim árum. Hún hafði enn ekki náð sér til fulls eftir taugaáfall- ið. Andlit hennar varð ískalt og hana sundlaði. Fyrir hugskot- sjónum sínum sá hún dauft biik- ið af kattarauganu á reiðhjólinu, heyrði dynk, og hnykktist fram í sætinu vegna höggsins, sá lík- ama hjólreiðamannsins fljúga í boga gegnum loftið og liggja siðan hreyfingarlausan á vegin- um. Hún æpti til mannsins að stöðva bílinn, en það var eins og æði hefði gripið hann. Hann steig benzíngjöfina í botn og hélt áfram akstrinum, en nokkr- um kílómetrum lengra ók hann út í lausamöl við vegarbrúnina og bíllinn hentist út af veginum. í gulum geislanum af bílljós- unum sá Marianne tré koma þjótandi á móti þeim með ofsa- hraða. Hún heyrði hátt brak og brothljóð í gleri. Eitt augnablik fann hún til nístandi sársaukai Síðan var eins og hún félli niður í kolsvart, gínandi myrkur. Þegar komið var að Marianne i stórskemmdum bílnum, sat hún við stýrið og ókunni maðurimj var horfinn. Hún hafði ekki getað sannfært neinn um, að hann hefði verið til og að síðustu hafði hún sjálf farið að halda að það hefði verið draumur, þegar hún sá hann standa við vegar- brúnina, og að hann settist inn í bilinn til hennar og ók burt. Ef til vill var þetta óráðsdraum- ur, sprottinn úr undirvitund hennar sem eins konar verndar> ráðstöfun gegn því að hún missti vitið? Var það þrátt fyrir allt hún sjálf, sem hafði orðið drengnum á reiðhjólinu að bana? — Nei, það var ekki ég, sagði hún stundarhátt. Hún mundi greinilega eftir vangasvip mannsins, sem bar við bilgluggann. Það var ekkert séreinkenni við hann. Hann var mjög venjulegur og hversdags- legur í útliti. En hún myndi þekkja hann ef hún fengi að sjá 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.