Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 34
Draugar Framh. af bls. 32. Litla sagan Framh. af bls. 11. minn, sem þú rakst hornin í núna? Guð minn góður! Síðan ég fékk persneska pelsinn hef ég hvort eð er aldrei farið í hann. — Áttu við með þessu, að þú hafir gefið henni hann? Maríanna kinkaði kolli. Undir þessum kringumstæð- FÁLKINN FLÝKIJK (ít um gat ég ekki gert nema eitt. Ég reis upp úr stólnum og striksaði út úr stofunni og skellti hurðinni á eftir mér. Og enn liðu nokkrar vikur, þangað til kvöld nokkurt að ég kom að Maríönnu yfir þvottabalanum í eldhúsinu og hún var ákaflega einkennileg á svipinn. — Hvað hefur komið fyrir? Hefur einhver dáið og verið grafinn? Spurði ég eftirvænt- ingarfullur. — Það er Anna, snökti hún. — Hún er búin að segja upp og farin og þú veizt hvað það er vonlaust að ná í nýja stúlku. — Farin! Hvað í ósköpunum áttu við? Maríanna þurrkaði nokkur greinileg tár úr augnakrókun- um með svuntuhorninu. — Hún hefur fengið stöðu í snyrtistofu. Hún segir að síðan hún eignaðist öll þessi fallegu föt, geti hún ekki látið sjá sig á átthagadansleikjunum með þessar grófu bvnttahendur! ^ Willy Breinholst. Undarlegar og oftast, að því er virðist meiningarlausar setn- ingar, berast í gegnum tómið í hrærigraut af sænsku, ensku, þýzku, hebresku og arabísku .. — Hvers vegna í ósköpun- um þessi hrærigrautur? — í fyrsta lagi nota þeir fjöltungutækni, þ. e. a. s. nota mörg tungumál í einni og sömu setningunni, til þess að ljóst megi vera að hér er ekki um venjulega útvarpssendingu að ræða. Ef þeir notuðu ekki svo vísindalega varfærni, hefði sænska öryggisþjónustan nóg að starfa við að sanna að sam- band mitt væri við einhverja fimmtu herdeild, en ekki fjórðu víddina! í öðru lagi hafa and- arnir annan skilning en við. Það sem getur virzt þýðingar- laust í okkar eyrum, hefur djúpa þýðingu fyrir þá. Þeir tala oft til undirmeðvitundar- innar. Þar að auki nota þeir oft á tíðum orð, sem geta þýtt eitt á einu tungumáli og annað Eg er saklaus Framh. af bls. 13. Andlit hennar, ómálað og grann- leitt, hafði komið honum úr jafn- vægi sem snöggvast. 1 augum hennar var einhver örvæntingar kjarkur... eins og hún hefði einbeitt öllum þeim þráa, sem hún ætti, til þess að verja sig gegn einhverju! Reyndar hafði hún einkennileg augu. Aflöng og eilitið skásett. Þar sem hún sat með bakið að glugganum, gat hann ekki séð, hvort þau voru græn, brún eða svört. Hún var að minnsta kosti ekki snoppu- frið. Það var þó alltaf bót í máli! Hún minnti nærri þvi á dreng, með þetta eirrauða, stuttklippta hár, grannvaxinn líkamann og langa fótleggi. Þó var hún auð- vitað heldur mögur og alltof föl- leit og tekin í andlitinu. — Ég vona, að mér hafi tek- izt að gera grein fyrir í bréfi mínu, í hverju starfið er fólgið, sagði hann, þegar hann hafði lokið við að troða í pipuna. — Já ... þökk fyrir. Ég skildi það í flestum atriðum. — Eftir prófskírteinum yðar að dæma, eruð þér of vel að yður til að setjast að hér og skrifa birgðalista og vinnuskýrzl- ur og reikna út vinnulaun! sagði hann allt að því óþolinmóður. — Það skiptir engu máli. Ég veit að hverju ég geng. á öðru, þannig að hægt er að túlka mál þeirra á mismun- andi vegu. En það hefur ekk- ert að segja. Maður hefur ekki nema gott af því að vera neydd- ur til að hugsa. Maður á ekki að hafa patentlausnir á öllum hlutum. Það eru ekki nema nokkrar mínútur, þangað til bíllinn kemur að sækja mig. Jiirgen- son hallar sér fram í stólnum. Það er mikil alvara í andlits- dráttum hans og mjúkur og óræður hreimurinn verður framandi: — Ég kæri mig ekki um að verða nýr postuli, eða spámað- ur. Ég vona hins vegar að samband mitt við andana og árangur starfs míns geti haml- að gegn ótta fólks við hið óþekkta. Fólk er álíka öryggis- laust, hrætt og einmana og það var á morgni tilverunnar. Hvers vegna hópar það sig saman, verður geðveikt og fremur sjálfsmorð. Það er svo óendanlega mikil þjáning í heiminum, segir hann að lok- um með alvöruþunga. — En ef fólk fengi óræka sönnun þess að dauðinn er ekki til, yrði lífið því léttbærara. Úr norsku. — En hafið þér leitt hugann að því, hvernig það er að búa á svo afskekktum stað? þér getið ekki hlaupið í bíó þegar yður leiðist. Við erum ekki í daglegu sambandi við fjölda fólks. Það iíða gjarnan vikur, svo við sjáum engan mann, að * undanteknu fólkinu, sem býr hér í húsinu. Gætuð þér afborið það? — Það myndi henta mér prýðilega, svaraði Marianne. — Hve lengi? spurði hann efagjarn. — Eins lengi og verkast vill, sagði hún hljóðlega. Til eilífðar, hugsaði hún. Bara ef enginn þekkir mig aftur. Hann varð æ meira undrandi yfir henni. Það var eitthvað i rödd hennar, sem var í mótsögn við augnaráðið ... eins og niður- bælt óp í lágum, einhljóma mál- rómnum. — Þér fáið starfið, sagði hann snögglega. En þér megið sjálfri yður um kenna, ef yður leiðist. Getið þér byrjað fyrsta júní? — Já, vissulega. Það væri indælt. Augu hennar urðu tárvot. Hún ætlaði þó ekki að fara að skæla? En samtímis því var eins og hún brosti, enda þótt dráttur hreyfðist í andliti hennar. Ulí tottaði pípu sína með ákefð. — Þá er það afráðið. Launin eru ekki há, en þér hafið ókeypis húsnæði og borðið hjá okkur, því hér er enginn matsölustað- 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.