Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 41
800 krónur £ veröl* AF Það voru geysimargir þátttakendur í 1. umferð, og við urðum að draga um verðlaunin, því að svo margir voru með sama stigafjölda. Þeir sem búa í Reykjavík eru vin- samlega beðnir að sækja verðlaun sín á afgreiðslu Fálkans, Grettisgötu 8, en hinir að auðsýna þolinmæði ef þeir þurfa að bíða lengi eftir póstsendum verðlaunum (það er verið að senda þau út um allt land núna). Kæri H. E., við erum þér hjartanlega sammála um, að „ukkar“ fyrir „ykkar“ sé ljótt, en orðið er gefið athuga- semdalaust í Orðabók Menningarsjóðs, og auk þess ráð- færðum við okkur við hálærðan norrænufræðing sem valdi úr lausnunum. Verðlaunin: 1. verðlaun, kr. 500.00, hlýtur Guðlaug Marteinsdóttir, Rauðalæk 51, Reykjavík, 578 stig. Lausn: leitanna —- eitlanna —- innmatar — talinnar — aleinnar — reitanna — manntali — aleinnar — natnari — natnari. 2. verðlaun, 200,00, hlýtur Helga Laxdal, Túnsbergi, Svalbarðsströnd, S-Þingeyjarsýslu, 577 stig. Lausnin: leitanna — eitlanna — innmatar — talarinn — aleinnar — rimlanna — manntali — aleinnar — neinnar — neinnar. 3. verðlaun, kr. 100,00, hlýtur Davíð Haraldsson, Glerár- eyrar 14, Akureyri, 576 stig. Lausnin: leitanna — eitlanna — innmatar — talinnar — aleinnar — reitanna — metranna — aleinnar — natnari — natnari. t Næsta þraut Næsta lykilorð er SÖLUMAÐUR. Nýjum þátttakendum skal bent á að aðalreglan er sú að aðeins má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. sawt. V n V \ 'X \s V N \ \J N X X N Samtals: Nafn: ....... Heimilisfang: Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, enníremur heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi réttritunarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500,00, 200,00 og 100,00. Ef margir ná sama stigafjölda verður dregið um verðlaunin. Frestur til að skila lausnum er þrjár vikur. Merkið umslagið ORÐ AF ORÐI 4. Utanáskriftin er: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411. • Eg er saklaus Framh. af bls. 36. — Ne-ei, hvers vegna ætti mér að gera það? — Mér datt það bara í hug. Louise geðjaðist ekki að því. Ég held að henni hafi fundizt það á einhvern hátt niðurlægjandi. Hún hlýtur að hafa lagt bann við því, því nú kalla allir hana „frúna". Eins og það sé eitt- hvað skárra! Það hlýtur það nú að vera, hugsaði Marianne. Hafði hon- Um ekki skilist það?“ „Hún“ gat átt við hverja sem var, en „frúin“ þýddi það sama og hús- freyjan. Að líkindum gengu þeir út frá þvi sem gefnu að svo myndi verða. Og hún félli svo sem vel í hlutverkið. Nú hringdi matarbjallan uppi á þaki aðalhússins. Ulf stóð á fætur í skyndi. — Gott, nú fáum við hádegis- verð. Ég er banhungraður, sagði hann. Komdu, Tarzan! Scháferhundurinn brölti á fæt- ur og gekk til dyra. Þegar hann kom út á flötina, tók hann eftir- væntingarfullur á rás í átt að eldhúsdyrunum. — Jæja, hvernig hefur þér lið- ið í dag? Spurði Louise, þegar Marianne kom inn í borðstofuna. — Þökk fyrir, ágætlega. Ég er að byrja að átta mig á hlutun- um. — Marianne er bæði fljót og vandvirk, sagði Ulf og fletti sundur munnþurrkunni sinni. Louise Reiner lyfti örlítið brúnum, þegar hún heyrði Ulf kalla Marianne með fornafni. Skildi hann þá alls ekki, að hon- um bar að halda starfsfólkinu í hæfilegri fjarlægð? Louise ósk- aði að hún hefði getað aftrað honum frá því að leggja niður þéringarnar við einkaritara sinn. Einhvern tíma skyldi hún gera það... þegar hún væri gift Ulf, gæti hún gefið stefnuna ... Enn um sinn yrði hún að sætta sig við núverandi fyrirkomulag. Hún brosti við Marianne og rétti henni brauðkörfuna. — En hvað ég dáist að þér, Marianne, fyrir að þú skulir geta tileinkað þér þekkingu á jafn karlmannlegum störfum og skóg- rækt og viðarhöggi og hvað það nú heitir allt saman, sagði hún og andvarpaði í gamansömum uppgjafartón. Ég myndi ekki geta það. — Það gætirðu vel ef þú reyndir, svaraði Marianne. — Nei, ég veit, að það er von- laust. Auðvitað er það ágalli, að hafa svona einhliða áhuga á kvenlegum sýzlum. Aftur sá Mr.rianne þennan hlýja glampa í augum Ulfs. — En það er það, sem hæfir þér bezt, sagði hann. í rauninni ertu svo gegn-kveníeg, að ég gæti aldrei hugsað mér þig sitj- andi við ritvél. Marianne svelgdist nærri því á matnum. Eftir þessu var hún ekki kvenleg! Hún varð sér þess FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.