Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 21
rafsegulöldur frá hinu óþekkta voru í móttakaranum og að sending að handan var í gangi. Því miður voru upptökurnar truflaðar hvað eftir annað af miklum hávaða frá bílum og það tók mig kluklcustundir og jafnvel marga daga að greina, jafnvel stuttar orðsendingar. Þegar ég hafði fengið mér heyrnartæki varð þetta auð- veldara, þrátt fyrir að enn út- heimtist gífurleg þolinmæði og einbeiting. Við svipaðar kringumstæður í júní, sýndi Carino þess greini- leg merki, að hann sæi hvaðan raddirnar komu og þá var það líka, sem ég komst að þeirri niðurstöðu að andarnir væru aðeins að gera grín að mér og ég móðgaðist við þá. Ég hét því að hafa engin frekari samskipti við þá, flutti úr sumarhúsinu í Nysund og í íbúðina mína i Gamla Stan, þar sem ég skúbb- aði segulbandstækinu undir borð staðráðinn í að gefa þeim ekki frekar færi á mér. En þá létu þeir í sér heyra í regndrop- um, sem féllu, í dropum úr lei> um krana í pappír, sem ríslaði: „Friedrich, haltu sambandinu áfram. Vertu svo vænn. Hafðu samband við okkur með tækj- unum Friedrich,“ nauðuðu raddirnar í sífellu. Faðir minn er læknir og þess vegna veit ég, að þegar maður fer að heyra raddir, er hætta á ferðum. Hefði ég ekki verið algerlega laus við öll önn- ur merki um geðveiki, hefði ég sjálfsagt átt heima í gúmí- klefa. Ég var hins vegar heil- brigður eins og bezt varð á kosið og hugarástand mitt var algerlega eðlilegt, nema þegar ég heyrði raddirnar. Engar skýringar, sem dultrúarmenn, spiritistar eða aðrir „istar“ höfðu á takteinum virtust geta gert fullnægjandi grein fyrir þessum fyrirbærum. Dag nokkurn, þegar ég lá í sófanum í vinnustofu minni og lagði hlutina niður fyrir mér, heyrði ég rödd, sem þrengdi sér alveg inn að eyranu á mér, þannig að ég stökk upp flemtr- aður og leit í kringum mig eftir þeim, sem talað hafði: — Hlustið á mig Friedrich. Takið þátt í tilraununum. Enginn var sjáanlegur, en •einhver stundi djúpt nokkrum sinnum. Ég ákvað að taka upp þráðinn á ný því að nú var ekki að vita, nema að lausnin væri á næsta leiti. Jiirgenson við upptöku á röddum fjórðu víddarinnar. upp fuglasöng, mestan part þrasta og finka, sem héldu sig í trjánum í nágrenninu. í miðri upptökunni heyrðist skyndilega undarlegur hvinur og fugla- söngurinn hljóðnaði. Aðvörun- arhljóð heyrðist og síðan komu fram fjöldinn allur af undar- legustu fuglaröddum og rödd, sem ræddi lágt um ýmiss kon- ar næturfugla. Röddin mælti á norsku. Strax og hún hljóðn- aði, hætti einnig hinn undar- legi hvinur og þrestir og fink- ur tóku til á ný. Tækin unnu 11.... aftur eins og þau áttu að sér! Frá þessari stundu kom ég hljóðnemanum oft og tíðum fyrir nálægt glugganum er kvölda tók í þeirri von að ná upp fleirum af þessum röddum frá Venusi, eða hvaðan, sem þær annars áttu uppruna sinn og hverjir sem það annars voru, sem skemmtu sér á þennan hátt við að komast í samband við mig. Þá vissi ég ekkert um hinn eiginlega uppruna radd- anna. Þegar stjórnljósið á tækj- unum vai'ð glóandi vissi ég að Um jólin 1959 hafði ég feng- ið svo mörg ný skilaboð, að ég ákvað að bjóða til mín dr. Björkhem, heimsþekktum guð- fræðingi og heimspekingi, sem hafði mikinn áhuga fyrir svo- kallaðri parasálarfræði (vís- indagrein sem fjallar um anda- trú og yfirnáttúruleg fyrir- bæri) og með honum tveim tæknimönnum frá sænska út- varpinu. Ég var ákaflega eftir- væntingarfullur, þegar segul- bandið var sett í samband í stofunni, því ég hafði ekki hug- mynd um hvort „kunningjar“ mínir myndu láta frá sér heyra. Við spjölluðum saman og hlóg- um allt kvöldið án þess að verða varir við nokkuð óvenju- legt. En þegar við spiluðum segulbandið kom í ljós að þar voru raddir og höfðu tekið þátt í samræðum okkar. Þessi upp- taka á „leyndardómsfullum röddum“ í viðurvist áreiðan- legra vitna og undir fullum ljósum, vakti mjög mikla at- hygli meðal vísindamanna og hennar var getið í sænska út- varpinu hjá fréttastofnunum blaða víðsvegar um heim, einn- ig í sjónvarpinu og brezka út- varpinu (BBC). Samband við draugana. Dag nokkurn fékk ég hug- mynd, að setja segulbandið í beint samband við útvarpstæk- ið og með hjálp heyrnartækja gat ég greint raddirnar gegnum venjulega útsendingu. Nú loks, eftir margar óskir þeirra um að hafa samband gegnum „apparatið“ hafði ég dottið ofan á hina réttu lausn og upp ■frá því gekk verkið miklu auð- veldar fyrir sig. — Þekktuð þér raddirnar? — í byrjun voru það aðeins ókunnar raddir, en einn góðan veðurdag kom auðþekkt rödd látins vinar míns inn á band- ið. Þá laust því niður í mig, að það væru ekki íbúar annarra hnatta, sem ég stóð í sambandi við. Á segulbandinu mínu voru óhrekjandi sannanir fyrir því, að vinur minn hafði sent mér kveðju sína handan yfir gröf og dauða, þrátt fyrir hjarta- slag og líkbrennslu. Var það þá eftir allt saman eitthvað meira en lítill öskuhaugur, sem var eftir af honum? Var dauð- inn þá ekki eins og draumlaus svefn? Þessi skyndilega vitn- eskja um hið gagnstæða fyllti Framh. á bls. 32. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.