Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 36
LITAVER sf. auglýsir: Málningavörur i miklu úrvali: Gólfdúkur Gólfflísar Veggflísar Veggdúkur Amerískar KENTILE gólfflísar — GLÆSILEGIR LITIR — LITAVEK sf. Grensásvegi 22. Sími 30280 — 32202. Sendum heim. Sendum gegn póstkröfu um allt land. SEDRUS sf. tiittjtijsir: Einsmannssvefnsófi, stœrS 145 cm lengist upp í 185 cm meS púSunum, sœngurfata- geymsla undir. stólar fást í stíl vi3 sófann. Hverfisgötu 50 — Sími 18830 ið fyrir vonbrigðum vegna þess, að hann hafði hvorki augu né eyru fyrir neina aðra en Louise. En á hinn bóginn hafði hún rætt svo fjárhagslega um hann, að það var erfitt að ímynda sér, að hún væri ástfangin af hon- um eða hefði orðið vonsvikin hans vegna. Hvers konar aðvör- un var það, sem hún hafði ver- ið í þann veginn að gefa Mari- anne? Það fékk hún aldrei að vita, því að þegar hún fór frá Malingfors, fylgdi Louise Reiner henni út að bílnum, og þegar hún kom aftur til að hefja vinnu sína, var ungfrú Eliasson farin. ANNAR KAFLI. Skógarnir kringum Maling- fors voru myrkir og þöglir, en aldrei fengu þeir að vera i friði fyrir mönnunum. Á sumrin gekk skógarvörðurinn um þá nifeð merkjaöxina og hjó dauðadóm- inn í hávaxna trjástofnana. Á veturna voru hinir merktu trjá- bolir felldir og dregnir á timbur- sleðum niður á fljóts- eða vatns- bakkana. Lífið var erfitt í skóg- inum. Bæði menn og hestar streittust við í vetrarkuldanum. En á sumrin var það betra, þeg- ar þeir gátu fleytt trjánum nið- ur að sögunarmyilunum við vatn- ið, þar sem timbrið var sagað niður, og í trésmíðaverkstæðin, þar sem fjalir og borð voru felld saman í bekki, hurðir, skápa og margt fleira, sem þurfti til inn- réttinga í nýbyggð hús víðs veg- ar um landið. Dag og nótt heyrð- ust drunurnar í flutningabílum, sem voru á leið til eða frá verk- smiðjunum. Alls staðar úði og grúði af fólki, sem byggði af- komu sína á Malingfors og öll vinna hafnaði að lokum í líki þéttskrifaðra pappírsarka á borð- inu í skrifstofuálmunni. — Ég á sennilega ekki eftir að sjá eitt einasta eldhús fram- ar, án þess að mér detti í hug hvort innréttingin sé héðan kom- in, sagði Marianne. Axlirnar á Jansson bókhald- ara hristust og hrukkurnar kringum augun urðu dýpri. Þannig fór hann að því að hlæja. þar að auki átti hann stund- um til að segja „hrrm!" -— Það hefur að vísu verið mikil vinna hér á Malingfors nú seinni árin, en við erum að- eins dropi i hafinu. Sögunarmyll- ur og trésmiðaverkstæði skipta hundruðum í iandinu svo að lík- urnar eru ekki ýkja miklar til þess, að hún rekist á eldhús- innréttingu einmitt héðan, sagði hann. Það er Jansson líkt, að leggja hömlur á hugmyndaflug hennar! Hún ætlaði að minnsta kosti að ímynda sér, að öll hús, sem hún kæmi inn i, hefðu fengið innrétt- ingar sínar héðan, ef einhvern tima kæmi að þvi, að hún neydd- ist til að yfirgefa Malingfors. Hún hrökk saman við tilhugsun- ina eina. Þessi staður var svo yndislega róandi... og enn hafði hún ekki fundið ástæðu til að ætla, að neinn vissi hver hún væri. Á tæpri viku höfðu drætt- irnir í andliti hennar linast. Hún var að byrja að verða eins og hún átti að sér, áður en... — Nú vill veiðistjórinn fá bréfin til pappírsverksmiðjunn- ar. Er hún búin með þau? spurði Jansson og leit á Mari- anne yfir gleraugun. — Já, það er ég. Fyrir löngu siðan. Marianne hefði gjarnan viljað hætta þéringum við Jansson, en hún kom sér ekki að því. Eða voru þau hætt þeim? Án þess að vita gerla, hvernig það verk- aðist, hafði hún hætt að ávarpa hann „herra" og kallaði hann nú blátt áfram Jansson. Og Jansson sagði „hún“. Éf til vill var það eins konar þúun. Hún tók bréfin og gekk inn í.inhri skrifstofuna. Tarzan stóri scháferhundurinn, ‘barði rófúnni nokkrum sinnum í gólfið. Uif Stigman sat og teygði úr fótunum undir skrifborðinu. Reiðstígvélin stóðu útundan borðinu hinum megin. Hann var með skyrtuna fráhneppta í háls- inn. Marianne lagði bréfin fyrir framan hann. — Þakka yður fyrir. Þetta var rösklega af sér vikið. Hann leit á hana og pírði augun ofurlítið við pipureyknum. Hið indæla vorveður hafði gert andlit hans enn útiteknara. — Ungfrú Berg- ström! — Já. — Ef Ungfrú Bergström færi að þúa mig, mætti ég þá ef til vill þúa hana i staðinn? spurði hann með breiðu brosi og rétti fram höndina. Við getum varla haldið áfram að þéra hvort ann- að, þegar við eyðum öllum stund- úm í félagsskap hvors annars, jafnvel frístundunum. Það er of viðamikið, enda þúumst við öll hérna í Dölunum. Það hefurðu líklega heyrt? — Nei, í rauninni ekki. — Er þér alvara? Hefurðu ekki heldur heyrt söguna um krónprinsinn og Dalakarlinn? — Nei. — Er það ekki?, Jú, það var þegar Carl XV var á ferðalagi hérna i Dölunum sem krónprins- þá spurði hann gamlan bónda hvort það væri satt, að við þú- uðum alla. Já, sagði karlinn, við segjum þú við alla ... nema auðvitað við þig og pabba þinn. Marianne fór að hlæja — í fyrsta skipti í tvö ár hló hún glaðlega og óþvingað. Hann gat verið svo ómótstæðilega kátur og drengjalegur stundum. Hún dró að sér hendina. Þau urðu bæði ofurlítið vandræðaleg. Það voru takmörk fyrir því, hvað hægt var að láta handaband end- ast lengi. — Sagan er ekki sönn, sagði hún. Flestir Dalabændur segja „hún‘“ Ulf varð allt í einu alvöru- gefinn. — Fellur þér það illa? spurði hann. Framh.- á bls. 41. 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.