Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 38
KYENÞJOBIN lllTSTJÓltl: KRISTJANA STEHVGRÍMSDÓTTIR FLJÓTBÖKLÐ EPLAKAKA 150 g hveiti 4-5 epli 100 g smjör 4 msk. sykur 50 g sykur 3 msk. bráðið smjör 1 eggjarauða Venjulegt mördeig búið til, varist að hnoða það lengi. Geymt á köldum stað. Flatt út, tertumót þakið að innan með deiginu (sjá mynd), fyllið mótið með þunnum eplabátum (bezt að nota dálítið súr epli), stráið sykri yfir og bræddu smjöri. Kakan bökuð við 225° í 30—40 mínútur. Borin fram volg með dálitlu ribsberjahlaupi og þeyttum rjóma. EPLAPYRAIUIDI Kakan: 60 g smjörlíki 60 g flórsykur 1 egg 60 g hveiti 1/2 tsk. lyftiduft 5-6 epli 3 dl vatn 2 msk. sykur Safi úr y2 sítrónu Marengs: 2 eggjahvítur 6 msk. flórsykur. Deigið: Smjörlíki, sykur og egg hrært létt og ljóst, hveiti og lyftidufti sáldrað saman við. Bakað í vel smurðu móti við 200° í 25—30 mínútur. Eplin: Á meðan eru eplin flysjuð, núin með sítrónu, skorin í tvennt, kjarnahúsin tekin úr. Vatn, sykur og sítrónusafi soðið saman, eplin hálfsoðin þar í, þess gætt vel, að þau fari ekki í sundur. Hvolft á disk. Kakan sett á eldfast fat, eplunum raðað ofan á í topp. Eggjahvíturnar stífþeyttar, flórsykri blandað saman við. Sett í sprautupoka, eggjahy^tunum sprautað utan á eplin. Fatið sett inn í 150° heitan ofn, þar til eggjahvítan er fallega gulbrún. Borið fram strax. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.