Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 07.02.1966, Blaðsíða 30
Hér kemur fljót- virkasti ,ofna- hreinsari* sem völ er HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 CÖNSIIL (OICTIKA bílaleiga ma^mísar skipliwKi 21 símar: 2IIÍI0-2IISJ Uaukur (juimuwdAAcw HEIMASÍMI 21037. sent á eftir honum. Chiang vannst ekki tími til að lesa þau. Hann fékk undirskrift deildar- stjórans og lagði síðan öll skil- ríki sín inn hjá ráðgjafarskrif- stofunni. Það var enn snemmt þegar ráðningu hans var lokið. Hann hafði ekki borðað neitt frá því kvöldið áður, en hann var ekki svangur. Hann ákvað að fá sér kaffibolla og kökusneið úti á höfðanum og ók eftir Lighthouse breiðgötunni til Pacific Grove. Vetrardagurinn var heiðskír og fagur, hafið djúpblátt og stillt eins og daginn, sem hann fór burt fyrir ári síðan. Hann stöðv- aði bílinn úti á Höfðanum og horfði út yfir hafið nokkra stund. Nú voru þar tveir hrað- bátar í stað eins og andahópur- inn virtist hafa margfaldast; þær létu öldurnar fleyta sér og köf- uðu við og við eftir fæðu eins og þær voru vanar. Selirnir frá Selshöfða syntu þarna sem fyrr og klufu öldurnar með yndis- þokka, ungt fólk klifraði þarna I klettunum, hló og elti hvort annað I hvarf. Allt þetta minnti Chiang á liðið ár og hann sakn- aði þess. Fyrir ári siðan hafði hann lifað fáeina hamingjudaga, nú fann hann til tómleika í huga sér, tómleika, sem orsakaðist af fjarveru Aiku. Hann tók upp bréfin af bíl- sætinu og leit á þau. Eitt þeirra var frá herra Yee. Chiang reif það upp í snatri. Þetta var nokk- uð langt bréf, skrifað með stór- gerðri og ójafnri rithönd herra Yee. Kæri Chiang! Ég þarf að biðja þig afsök- unar á framferði mínu. Ég var ekki með sjálfum mér í dag og hegðaði mér heimsku- lega. Þegar ég var orðinn alsgáður, nokkrum klukku- stundum eftir að þú fórst, hélt ég til sjúkrahússins til þess að jafna málin við Aiku. Ég gat ekki fleygt henni út á gaddinn alslausri. Ég hef komið illa fram við hana en hún vildi ekki heyra á það minnst og ásakaði sjálfa sig um að hafa eyði- lagt sitt eigið líf. Hún spurði eftir þér og þegar ég sagði henni að þú værir farinn frá San Francisco, fór hún að gráta eins og þú værir dauð- ur eða eitthvað þaðan af verra. Þú hefur líklega verið henni mjög góður. Hún spurði mig hvar þú værir og sagðist skulda þér peninga, sem hún ætlaði að senda þér strax og hún gæti. Það eru víst peningar, sem þú lánaðir henni til að greiða fyrir umsjá barnanna. Ég fékk hana til að taka við þeim frá mér og lét hana hafa heimilisfang þitt í Monterey. Þinn einlægur Lawrence Yee. Chiang fleygði bréfinu á sætið aftur. Hann hafði alveg verið búinn að gleyma þessum pening- um en nú minntu þeir hann á daginn, sem hann hafði ekið Aiku til Santa Cruz í heimsókn til barnanna. Hún hafði verið brjóstumkennanleg í áköfum til- raunum sinum til að vinna hylli barnanna, sem varla þekktu hana. Á leiðinni til San Fran- cisco aftur hafði hann beðið hennar á ný. Hann braut heil- ann um það hvers vegna hann bæri svo mikla umhyggju fyrir henni og hefði margsinnis lagt sig í líma við að hjálpa henni úr kröggum, þessari konu, sem var honum eilíf ráðgáta og kvaldi hann, konu með fjárhags- byrði og vafasama fortíð. Hvers vegna þráði hann hana heitar en allt annað? Var hann ef til vill í eðli sinu sú manntegund, sem hefur ánægju af að láta kvelja sig? Hann hugleiddi þetta og hjá honum vaknaði sá grunur, að ást hans á Aiku væri ef til vill ekki eðlileg. Hún var vissulega ótrúleg og óraunsæ, svo ekki væri meira sagt. Ef til vill var hún sprottin af einmanakennd hans — hinni óbærilegu ein- manakennd útlagans, sem hafði misst heimili sitt og föðurland og eiginkonan hafði svikið í tryggðum; einmanaleik Kínverj- ans, sem ekki gat fest rætur í hinu nýja landi og ekki tilheyrði neinu samfélagi, jafnvel ekki samfélagi Kínverja, þar sem flestir Kínverjar í Ameríku eru frá Kanton-Kína. Hann var þeim jafn framandi og þeir voru hon- um; þeir urðu jafnvel að flýja á náðir enskunnar til þess að skilja hvor annan. Já, ef til vill « var það þessi einmanakennd, sem gert hafði hann auðveldari bráð hinnar fjöllyndu ófreskju, sem kölluð var ást. Chiang ræsti bílinn. Hann ætl- aði að koma við í einhverjum söluskála og skrifa póstkort til herra Yee og segja honum, að hann myndi ekki taka við pen- ingunum hans. XIV. Chiang virtist ekki skólinn eins leiðinlegur eftir lausa- mennskuna síðastliðið ár. Hann tók fegins hugar við reglubundn- um vinnutímanum, bjölluhring- ingunni, staglinu í kennslu- stundunum og stöku kátbros- legum atvikum eins og þeg- ar umsjónarmaður bekkjarins þurfti að vekja gamlan liðþjálfa í miðjum tíma. Reglulegar mál- tíðir, vikulegar kaupgreiðslur, vingjarnlegt andrúmsloftið, fél- agsskapurinn við samstarfs- mennina og mahjong-leikurinn á kvöldin; ekkert af þessu hafði hann áður kunnað að meta að verðleikum. Hann hafði tekið það allt sem sjálfsagðan hlut, eins og sköllóttur maður, sem hugar ekki að hári sínu fyrr en hann hefur misst það. Framh. í næsta blaði. 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.