Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Side 19

Fálkinn - 20.06.1966, Side 19
En hér var alls ekki ætlunin að ræða um Kópavogslækinn og hans aðskiljanlegu náttúr- ur og heldur þykir það vond latína að byrja grein á því að fara út fyrir efnið! Á striðsárunum komust menn að því að undir þunnu jarðvegslagi innarlega og sunn- an í dalnum var hreinasta gull- náma af fallegri sjávarmöl og sandi frá þeim tíma, þegar brimið hefur gnauðað við koll- ana á Vatnsenda og Rjúpna- hæð. Þarna komst á fót tals- vert malarnám á vegum her- námsliðsins og var mölin flutt á bílum að mulningsvélinni, sem enn stendur norðan í Öskjuhlíðinni. Síðar kom í ljós að innst í dalnum þurfti ekki ánnað en ryðja torfinu ofan af til að koma niður á fínasta sand, þykkt lag. Það eru liklega ekki nema svo sem tvö ár síðan Verk h.f. setti niður sjálfvirka steypu- stöð í sandnáminu og síðan þefur í sífellu sigið á ógæfu- hliðina með landslagið. Vissu- lega. má segja að við verðum áð fórna svo og svo miklu fyrir framfarirnar og náttúr- lega komi það engum við hvað menn gera við sitt eignarland. Fífuhvammur og landið þar í kring er nefnilega eignarland óg ekki á færi bæjarstjórnar- ínnar að hafa þar nein áhrif, hvorki til góðs eða ills. En ein- hvern veginn finnst n:anni, þegar maður ekur fram hjá öllu þessu umróti, sem nú nær yfir ógnarflæmi, að ekki hefði verið tiltökumál að slétta úr moldardyngjunum, sem ýtt hef- ur verið ofan af mölinni og kasta einhverju fræi í sárið. Hér er aðeins um að ræða sjálfsagða snyrtimennsku, fyrir utan það, að eigendur lands- ins hefðu af því tvöfalt nota- gildi. Fyrst selja þeir mölina og sandinn úr landinu og rækta það svo upp á eftir. Sé landið hins vegar leigt út til sand- náms, virðist ekki nema sann- gjarnt að leigutakinn taki á sig þá kvöð, að slétta jafnóð- um yfir fullnýttar námur. Okkur íslendingum hefur hvað eftir annað orðið hált á stríðsgróðasjónarmiðinu, sem því miður ræður enn allt of miklu í landinu. Sú kynslóð, sem nú stendur í stórræðum, ólst upp við stríðsgróðann og sumum hverjum virðist ekkert heilagt. nema fljótteknir pen- ingar. Einnig ræður oft sof- andaháttur og blinda fyrir nátt- úruverðmætum aðgerðum okk- ar. Um það eru Rauðhólarnir nævtækast dæmi. Þar var furðulega seint í rassinn gripið. Annað dæmið um óvarkárni okkar í umgengninni við móð- ur náttúru, er framkvæmda- semin og framfarirnar við Mý- vatn. Við erum að vísu full- vissuð um að fuglalífinu þar stafi engin hætta af kísilgúr- verksmiðju á vatnsbakkanum, vegna þess að fyllstu varkárni verði gætt. Hins vegar læðist að manni sá grunur, byggður á nokkurri reynslu, að íslend- ingum sé margt betur gefið en varkárni yfirleitt. Illa gekk að friða Surtsey fyrir ágangi alls konar ævin- týramanna, sem auðvitað hafa flutt með sér alls konar óæski- legar lífverur til þessa lands sem hefði átt að verða okkur kennslubók í eðlilegri sköpun- arsögu. Sú var líka ætlun vís- indamanna okkar í byrjun, en ekki gátu þeir ráðið við alla þá hjörð sjálfumglaðra víkinga, sem hættu lífi og limum til að geta sagt að þeir hefðu komið þar á land og trúlega hafa vísindamenn ekki oi'ðið yfir sig glaðir, þegar ítölskum kvikmyndaleiðangri var leyft að dvelja eftirlitslaust í eynni sólarhringum saman. Minkurinn er enn eitt dæm- ið. Þar réði í byrjun blint sjón- armið, án þess að nokkur hlið- sjón væri höfð af hættunni, sem hefði þó átt að liggja í augum uppi samkvæmt er- lendri reýnslu og þekkingu náttúrufræðinga á dýrinu. Ár- angurinn er öllum kunnur i dag. Svo eru til menn á íslandi, sem enn þann dag í dag dreym- ir um að gera minkaeldi að þjóðaríþrótt. Sú staðreynd rennir enn stoðpm undir þá skoðun mína að íslendingum sé flest betur gefið en varkárni yfirleitt. Arnarstofninn á landinu er í stórhættu vegna eitraðra hræja, sem dreift hefur ver- ið á afréttum til að vinna á ref og svartbak. Illa hefur geng- ið að fá bændur ofan af eitrun- inni og ekki er því að leyna að mörgum þeirra yrði ósárt um það að þeir fengju það eftir- mæli að hafa útrýmt konungi fuglanna, þrátt fyrir að nátt- úrufræðingar um allan heim hafi ýmugust á íslendingum fyrir drápið á síðasta geirfugl- inum. Auðvitað má með nokkrum sanni segja að landspjöílin í Fífuhvamminum séu ekki bein- línis sambærileg við framantal- in dæmi, þar sem sérstæð nátt- úrufyrirbrigði eru í veði. En varpa mætti fram þeirri frómu spurningu, hvort öll náttúra sé ekki að einhverju leyti sérstæð þegar hún er ósnortin. Og einn- ig hvort ekki sé sjálfsagt að ganga menningarlega um um- hvei'fi sitt, þó svo að nytjaðar séu þær auðlindir sem þar kunna að finnast, svo sem eins og möl og sandur. Mér er full- komlega ljóst að dæmið um Fífuhvamm er ekki í verka- hring Náttúi'uverndarráðs (sem til allrar bölvunar er aðeins ráðgefandi stofnun með tiltölu- lega þröngt verksvið). Og þó að Fífuhvammur sé tekinn hér Framh. á bls. 38. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.