Fálkinn - 20.06.1966, Page 23
FRAMHALDSSAGA
eftir ERIK HORIANDER
ekki. Síðustu fjóra sólarhringa
hafði gestgjafinn aðeins svarað
honum með undanbrögðum, er
hann hringdi frá Milano. „Ung-
frú Rosenberg er ekki viðlátin
sem stendur." Það virtist eins og
samsæri milli Grete og gestgjaf-
ans og var honum með öllu ó-
skiljanlegt. Lars reyndi að æsa
upp í sér gremju en honum
tókst það ekki. Hið eina sem
hann fann var nagandi angist.
Gestgjafinn tók á móti honum
og virtist miður sín yfir þeim
skilaboðum, sem honum var gert
að flytja. Lars lét ferðatöskuna
detta á gólfið svo glumdi í. Svo
leit hann ögrandi á gestgjafann.
— Tveggja manna herbergið
er til reiðu fyrir yður, herra
Stenfeldt.
— Fjandinn hirði herbergið,
sagði hann æstur. Ég vil fá að
vita hvað orðið er af ungfrú
Rosenberg.
— Hún er farin aftur til
Stokkhólms.
— Hvers vegna gátuð þér ekki
sagt mér frá því í símanum?
Hvers vegna allt þetta leyni-
makk?
— Það var ungfrú Rosenberg,
sem vildi hafa það þannig.
Hérna...
Hann tók upp umslag og fékk
Lars Stenfeldt það. Á umslagið
hafði hún skrifað:
Lars, lestu þessar línur i ein-
rúmi og þegar þú ert rólegur.
Grete.
— Get ég fengið lykilinn að
herberginu, sagði hann þreyttur.
Síðan gekk hann upp stigann,
fór inn í herbergið og læsti hurð-
inni á eftir sér. Hendur hans
skulfu þegar hann reif upp um-
slagið.
Það var bréfsefni og umslag
hótelsins, sem Lars Stenfeldt
hélt á í hendinni. Ólistrænt
verzlunarbréfsefni, ópersónulegt.
Bréfið var tvibrotið og límt
saman með límbandsræmu. Hon-
um rann kait vatn milli skinns
og hörunds, og hann leit aftur
í umslagið:
Lars, léstu þessar linur í ein-
rúmi og þegar þú ert rólegur:
Grete.
Nei, honum var sannarlega
ekki rótt. Hann tók símann og
bað um að sér yrði sent kaffi
upp á herbergið. Síðan lagði
hann bréfið frá sér á borðið og
gekk út að glugganum. Húmið
var að byrja að draga slæðu sína
yfir dalinn. Smátt og smátt
kviknaði á fjarlægum götuljós-
um sem bar við himininn eins
og fölar stjörnur, úti var logn
og frost, og andardráttur hans
varð að móðu á gluggarúðunni.
Sorg og vonbrigði blönduðust
saman í huga hans eins og byrj-
andi sjúkdómur.
Var það honum að kenna, að
Grete hafði farið svo skyndilega?
Hafði hún orðið vonsvikin vegna
þess að hann hafði ekki getað
komið því við að hringja eitt
kvöldið? Víst hafði hún getað
orðið leið yfir þvi að eitt símtal
fórst fyrir — en ekki svo leið,
að hún þyrfti þess vegna að
setja heilmikinn leik á svið.
Þegar hann hringdi til Nieder-
joch daginn eftir var honum
sagt að ungfrú Rosenberg hefði
farið til Chur og væri ekki kom-
in aftur. Það hljómaði ekki ó-
sennilega — Grete hafði auð-
vitað leiðzt og langað til að líta í
verzlanir — ef til vill í bíó.
En síðan hafði hann fengið
sömu heimskulegu skilaboðin
hjá húsverðinum þrjá daga í
röð: ungfrú Rosenberg væri þvi
miður ekki viðlátin. Nú vissi
hann að þessi undanbrögð voru
að ósk hennar sjálfrar. Eitthvað
hlaut að hafa lcomið fyrir, sem
hún vildi ekki segja honum
frá...
Ein þjónustustúlkan úr mat-
salnum kom upp með kaffið til
hans og gestgjafinn hafði óbeð-
inn látið glas af koniaki á bakk-
ann. Lars Stenfeldt drakk í
skyndi einn bolla af kaffi og
dreypti á koníakinu. Hann tók
bréfið upp hikandi og reif lím-
bandið af.
„Miðvikudagskvöld.
Elsku Lars.
Það er nótt og alger kyrrð
rikir i gistihúsinu. Úti fellur
snjórinn hljóðlega til jarðar, og
ég ætla nú að reyna að útskýra
fyrir þér hvers vegna ég verð
ekki hér þegar þú kemur aftur
frá Milano. Er þú lest þetta
verða hundrað og fimmtíu míl-
ur á milli okkar. Það virðist
óendanlega langt.
Lars, hefurðu leitt hugann að
því, að við höfum aldrei notað
orðið elska okkar í milli? Ekki
fyrr en ég nota það nú í upp-
hafi þessa bréfs ...
Ég held að ég hafi elskað þig
allt tið síðan septemberkvöldið
í fyrra, þegar við vorum í fyrsta
skipti tvö ein. Hvort þú elskar
mig einnig eða hvort þér er að-
eins hlýtt til mín eins og góðs
vinar, það þori ég ekki að geta
mér til um. En þessi varfærnis-
lega hófsemi, sem ríkt hefur á
milli okkar frá því við kynnt-
umst fyrst, er það yndislegasta
sem fyrir mig hefur borið. Fyrir
mér hefur það verið sjálf ham-
ingjan að fá að elska þig í
kyrrþey án þess að þurfa að
staðfesta það með orðum.
Ég get aðeins lýst tilfinning-
um mínum á einn hátt. Mig hef-
ur dreymt um það — og dreym-
ir ef til vill framvegis enda þótt
vonin sé lítil — að ég beri blóm-
krónu í lófunum. Hún er galla-
laus, á henni eru engin visnuð
blöð eða önnur lýti. Og þessa
blómkrónu hefði ég viljað færa
þér sem hina stærstu og einustu
gjöf sem ég get gefið þeim sem
ég elska.
Nú þori ég ekki lengur að
vona að þetta eigi eftir að verða.
Ég er engin blómkróna heldur
aðeins niðurbrotin jurt. Ég gæti
gefið þér mig eins og ég er en
ræð ekki við hræðsluna um að
þú myndir taka við mér af vork-
unnsemi einni saman.
Eins og þú veizt, hef ég aldrei
verið sérlega opinská um sjálfa
mig eða fortíð mína. Mér hefði
ef til vill verið auðveldara að
tala ef þú hefðir ekki verið lækn-
ir, því ég hef aldrei viljað ger-
ast sjúklingur þinn. Ef ég á
nokkurn tíma eftir að eignast
vísan stað i lífi þínu, þá vil ég
fylla hann sem heilsteypt mann-
eskja en ekki koma þangað sem
beiningamaður. Það getur verið
að þetta virðist heimskulegt
stærilæti og er það ef til vill líka.
En ég get ekki að þvi gert. Ég
lít þannig á málið.
Ég verð að trúa þér fyrir þvi
að ég er ekki eins og þú hefur
ef til vill haldið. Ég er sjúk bæði
andlega og líkamlega. Ég kemst
i uppnám út af hlutum, sem
venjulegt fólk myndi hlæja að
eða i mesta lagi verða ofurlítið
hneykslað.
Eftir að þú fórst til Milano
áttu nokkur atvik sér stað, sem
ég ætla ekki að skýra fyrir þér
í smáatriðum, þar sem þau hafa
ef til vill enga þýðingu. En þau
komu illa við mig, og þegar
mitt innra öryggi brást mér
fremur venju, lét ég dragast inn
í röð smáatburða, sem að lokum
höfðu lamandi áhrif á viljastyrk
minn. Það sem mér i nótt finnst
ég eiga um að velja er annað
hvort að hverfa burt úr lífi þínu
áður en þú kemur aftur frá
Milano eða verða hér um kyrrt
eins og sálsjúkt rekald. Ég vel
þann kost að flýja og það er
ekki af hugleysi, Ég ætla að
gera úrslitatilraun til að lækna
sjálfa mig svo ég geti fengið
þér í hendur blómkrónu sem ég
þarf ekki að biðja afsökunar á.
Ég fer aftur til Stokkhólms.
Ég bið þig að þjóta ekki heim
með fyrstu flugferð til þess að
gefa eða heimta skýringar. Ef
ég finn aftur sjálfa mig og ef
mér finnst þá að ég geti upp-
fyllt þær kröfur sem hægt er að
gera til fullþroska konu —
leyfðu mér þá að eiga frum-
kvæðið og leita þig uppi. Ef þú
heyrir ekkert frá mér, þá leitaðu
ekki að mér, gerðu engar fyrir-
spurnir og bíddu mín ekki. Láttu
mig hverfa úr lífi þínu. Þannig
vil ég- hafa það. Ein get ég
verið niðurbrotin á sál og líkama
en hjá þér vil ég vera heilsteypt
og réttsköpuð — kona — eða
alls engin.
Grete."
Lars Stenfeldt braut hægt
saman bréfið og stakk því aftur
í umslagið. Hann drakk enn einn
bolla af svörtu kaffi og bragð-
aði á koníakinu. Hjónaherbergið
með rúmunum tveimur virtist
tómt og eyðilegt.
Hann reyndi að hrista af sér
lamandi fargið með þvi að ganga
út að glugganum. Úti var farið
að dimma, og andlit hans spegl-
aðist í dökkri gluggarúðunni.
Það, sem hann hafði ávallt
vikið frá sér, forðaðizt að glíma
við í alvöru, hafði skapað þetta
augnablik. Hann hafði verið hug-
laus og hirðulaus og leyft mál-
unum að þróast á örlagaríkan
hátt.
Grete vildi ekki vera sjúkling-
ur hans — en þá gat hann ekki
skilið: Ef hún hefði fengið flís
í fingurinn, myndi hún ekki hafa
hikað við að biðja hann að draga
hana út. Nú hafði hún ekki
leyst hreinskilnislega frá skjóð-
unni, en hann var samt að byrja
að skilja.
Honum höfðu borizt nægar
aðvaranir frá þeim degi fyrir
sex mánuðum þegar hann hafðí
orðið að hjálpa henni eftir að
hún hafði liðið í ómegin inni
á lækningastofu Hoffmanns:
fangabúðabrennimarkið, augljós
fjandsemi gagnvart henni, rönt-
genmyndirnar, sem Hoffmann
hafði komið undan og rannsókn-
in, sem Stenfeldt hefði átt að
neyða hana til að gangast undir,
en sem hann skaut í sífellu á
frest.
Hann reyndi að verja sig. Var
Allt í einu var sem einhver dulin spenna læsti sig um allt í móttökustofu yfirlæknisins. Læknirinn starSi eins og
steingervinguur á nokkra stafi sem voru tattóveraðir handlegg hinnar meSvitundarlausu stúlku. Hann hafði
komið frá Þýzkalandi rétt eftir stríðið og hann þekkti sjúklinginn. Hún hafði verið í fangbúðunum .....
FALKINN
23