Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Qupperneq 24

Fálkinn - 20.06.1966, Qupperneq 24
BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT jiokkuð undarlegt við það þótt hann hikaði? Honum þótti mjög vœnt um hana, ekki á þann al- jnenna hátt, sem hann reyndi að gera sér að reglu við alla sjúkl- inga sína. Nei; það var heitari tilíinning, ástríða, sem með hverjum mánuði náði sterkari tökum á honum. Nú á eftir gat hann horft skýrari augum á mál- ið. Hafi hún ekki viljað vera sjúklingur hans, þá hafði hann, án þess að gera sér það ljóst, ékki viljað leika hlutverk iækn- isins heidur mannsins í lífi henn- ár. Það var heldur ekki óafsakan- legt. Én þá hefði hann átt að sjá til þess að hún leitáði ann- ars iæknis. • • • - Hann ýar reiðubúinn að virða ósk hennar . um að vera látin í friði þar til hún fyndi sjálf hvöt hjá sér til að endurnýja sam- fcand þeirra. Grete myndi geta séð fótum sínum forráð og leit- að uppi réttan lækni. í Hún myndi allavega ekki snúa sér aftur til Hoffmanns. En ein- hvern tíma myndi Stenfeldt reyna að kömast að því, hvaða þræðir lægju á milli Hoffmanns og Grete, sem auðsjáanlega höfðu valdið eigi alllitlum glund- roða. Hoffmann með hina skuggalegu fortíð sína og hinar upplognu persónuheimildir — hver var hann eiginlega? Hvern- ig hafði. honum verið mögulegt að sanna að hann væri Hoff- inann og sýna læknisfræðilega kunnáttu sína i verki? Evrópa ýar enn svo lítil í vísindalegum Skiiningi. ! Eða var það hann sjálfur, sem lét imyndunaraflið hlaupa með sig í gönur? Bar hann í brjósti dulda andúð á Hoffmann, sém sýndi rangláta og afskræmda mynd af yfirlækninum? Nei, Samvinnan við Hoffmann hafði gengið snurðulaust til þess dags, er Grete kom á lækningastofuna. Eða réttara sagt — þangað til Hoffmann varð ljóst að fyrsti áðstoðarlæknir hans og Grete Rosenberg höfðu náið samband sín á milli utan sjúkrahússins. i Hanii þurrkaði móðuna af gluggarúðunni. Hann sá dalinn gegnum spegilmynd sína í gler- inu. Tvö bílljós runnu eftir þjóð- ýeginum eins og hægfara eiding. Langt í fjarska bar flugeld við ávartan himininn. Hann fór að faka úr tösku, Sinni. Grete hafði ekkert skilið cftir í herberginu. Þegar hann hengdi föt sín inn í kiæðaskáp- inn, fannst honum hann hafa verið fluttur til annars hnattar. Hvað var hann að gera hér? Hvers vegna hringdi hann ekki heidur til Zúrich og pantaði flug- far heim? Svarið var einíait: ef hann færi heim núna myndi hann ekki geta að sér gert að leita Grete uppi. Og hún hafði beð- ið hann að gera það ekki. Að virða ekki ósk hennar myndi yera það sama og yfiriýsing um að hann tæki ekkert mark á því sem hún sagði. Grete hvorki tal- aði né skrifaði markleysu. Kvöldverðinn snæddi hann ein- samall við borð sitt. Það serh eftir var kvöldsins sat hann og horfði .& sjónyarp í samkomu- salnum; 'Þegar hann ætlaði upp á herbergi, sitt til að sofa, stóð ges'tgjaíinn í afgreiðslunni og sagði nokkur orð,: sem báru vott ,um skraíhreifni. Lars lét tilleið- ast. Heidur að masa stundarkoi n "um’ ekki' neitt-, viff þ'ennan vin- .gjar.nléga náunga en ' að sitja einn 'uppi á herbergi sínu og velta vöngum. Éftir nokkur inngangsorð um veðrið, sagði gestgjafinn allt í einu: • — Það væri annars fróðlegt að vita hvað gerðist uppi á fjall- inu. Ungfrú Rosenberg var ekki sjálfri sér lík eftir þann atburð. — Á fjallinu? Hyaða atburð? Maðurinn sagði honum í fáum dráttum frá því hvernig Grete hefði komið aftur og beðið um hjálp handa Senor Prochega, sem hafði fallið niður í gijúfrið og lærbrotnað. — Hún hefur ef til vill fengið taugaáfail, sagði. Stenfeldt sein- lega. Gestgjafinn studdi olnbogun- um fram á afgreiðsluborðið og talaði með munninn upp við eyra Stenfeldts.— Var yður ekk- ert kunnugt um þetta, herra Stenfeldt? Alls ekkert. Gestgjafinn fletti nokkrum blöðum í gestabók hótelsins. — Hérna sjáið þér — Manuel Proc- hega, verkfræðingur. Fæddur í Ungverjalandi en er nú argen- tínskur rikisborgari. — Flóttamaður, sagði Sten- feldt. Útlagi ef til vill. Gamall nazistaforsprakki, sem hefur eignazt nýtt föðurland, en getur ekki slitið sig frá Evrópu. — Nákvæmlega rétt, herra Stenféldt. Ég sá það ekki sjálf- ur, en vinnumennirnir, sem sóttu hann upp í gljúfrið, sögðu mér að hann hefði verið SS-tattóver- aður. Og þegar ungfrú Rosen- berg var í kjól með stuttum erm- um, gat hver maður séð, að hún hafði dvalið í þýzkum fanga- búðum. Mjög einkennileg til- viljun, finnst yður ekki? Böð- ullinn og fórnardýrið, vargurinn og lambið, sem hittast allt í einu uppi á íjallinu. Og ég haíði varað þau bæði við gljúfrinu. Ég vara alla gesti mina við að ganga í þessa átt. Ég skil ekki, hvernig þáu hafa getað verið svo óvarkár. Svo framarlega sem... — Svo íramarlega sem — hvað? — Svo framarlega sem hvor- ugt þeirra reyndi af ásettu ráði að fá hitt til að aria beint í op- inn daúðann. — Þér eigið þó ekki við, að Grete — að ungfrú Rosenberg hafi reynt... — Það hef ég ekki sagt. Það gæti verið þveröfugt, enda þótt skaflinn yrði til þess að hún datt áður en það varð of seint og böðullirin hefði ekki athyglina hjá sér í nokkrar. sekúndur. Stenfeldt stóð íþögull stundar- korri. Svo 'sagði hann: — Gefið mér að minnsta' kbsti einhverja skynsamlega skýringu á því, að SS-maður, sem hlýtur að hafa verið fullórðinn þegar ungfrú Rosenberg Var enn barn að aldri, ætti að vilja géra henni mein? — Jafnvel þótt þér sjálfur haf- ið aðeins verið drengur á stríðs- árunum, herra Stenfeldt, þá hljótið þér að hafa lesið um, hvað SS var í Þýzkalandi á Hitlerstímabilinu. Tvíburabróðir og keppinaútur Gestapo. Þeir menn hafa mikið á samvizkunni. Að sínu leyti voru þeir vopna- bræður og ef til vill tryggari hvor öðrum en venjulegir skyldu- hermenn gátu nokkurn tíma orð- ið. Og mér verður stundum á að hugsá þanhig: Flestir þeirra eru enn á lífi hér í Evrópu, þótt þeir hafi reynt að afmá spor sín. En jörðin brennur undir fót- um þeirra. öðru hverju er ein- hverjum þeirra hætta búin. Hver veit þá hvort ekki er til lítill hópur gamalla vopnabræðra, sem myndi nokkurs konar líf- Vörð um þá, sem eru í hættu? Þurrka út spor og sannanir, sem skyndilega hafa komið í ljós. Koma hættulegum vitnum fyrir kattarnef... Lars Stenfeldt kveikti sér í sígarettu og sagði: — Varð ung- frú Roesnberg fyrir fleiri tauga- æsandi atburðum? — Ekki svo ég viti, sagði gestgjafinn. En morguninn eftir þetta atvik uppi í fjallinu var hún veiklulég að sjá. Konan mín togaði það út úr henni, að hún hefði verið veik um nóttina, og taldi hana á að heimsækja herra Meyer og fá hjá honum ejn- hver lyf. Hann er ekki raunveru- legur læknir, en hann er mjög lærður maður og veit heilmikið um mannslíkamann. Þar sem við höfum engan lækni i þorpinu, leitum við alltaf til herra Meyer, ef eitthvað amar að okkur. Hann hefur hjálpað mörgu illa höldnu fólki niðri i dalnum að losna við sjúkdóma, sem læknarnir bæði í Chur og Davos hafa gefizt upp við. 1 yðar augum er hann auð- vitað skottulæknir, en við berum mikla virðingu fyrir kunnáttu hans. — Hvað gerðist síðan — með ungfrú Rosenberg? — Þegar hún kom aftur frá hex-ra Meyer, lagði hún í skyndi af stað til Chur og kom ekki aftur um nóttina. Ég geri ráð fyrir að hún hafi gist á ein- hverju hóteli þar. Daginn eftir kom hún hingað og virtist þá vera i miklu úppnámi. Snemma næsta morgun'.lagði hún af stað til Zúrich. til þess að ná í flug- vél þaðari til Svíþjóðár. Ég varð ákaflega miður mín þegar þér hringduð frá Milano og ég varð að halda yður í óvissu. En ung-' frú Rosenberg óskaði eindregið eftir því, og ég vildi ékki svíkjá loforð rriitt. x - — Hvar býr doktor Meyer? — f guðs bænum kallið hann ekki doktor svo hann heyri! Hann býr spölkorn uppi í fjalls- hlíðinni hinum megin dalsins. Ég get beðið Aldos að aka yður þangað í snjósleðanum á morgun ef þér viljið. Strax klukkan tiu morguninn eftir stóð Lars Stenfeldt fyrir utan lágreista en laglega lúxus- bygginguna í bayerskum stií, þar sem náttúrulæknirinn átti heimili sitt. Mjó reykjarsúla lið- aðist upp úr reykháfnum, en engin manneskja virtist nálæg. Stenfeldt gekk að dyrunum og þrýsti á bjölluhnappinn. Að ■nokkrum sekúndum liðnurri dimmdi í litla útsýnisauganu á hurðinni, en síðan opnuðust dyrnar. — Herra Meyer? Má ég ónáða yður fáeinar minútur? Meyer hleypti honum inn og Stenfeldt heyrði að hann læsti hurðinni vandlega á eftir hori- um. Hann kom inn í stórt her- bergi, sem virtist eins og milli- liður milli móttökuherbergis og bókastofu. Veggirnir voru þaktir bókum og smekklegum lista- verkum. Meyer vísaði honum til sætis í móttökustólnum. Sjálf- ur settist hann við skrifborðið og leit spyrjandi á gestinn. — Get ég orðið yður að ein- hverju liði, herra ... — Stenfeldt. Já, ég vona að þér getið hjálpað mér. En þar sem ég vil ræða við yður i ein- lægni, tek ég þáð strax fram, að ég er læknir. Lyflækningar og kvensjúkdómafræði. Meyer virtist nánast skemmt við þessar upplýsingar. Hann horfði með athygli á gest sinn og brosti dauflega. Hann var mjög magur — rannsókn á likamá hans myndi sennilega leiða í Framh. á bls 42. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.