Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Side 25

Fálkinn - 20.06.1966, Side 25
FURDU- GÁFA STÖLK- UNNAR FRÁ TIFLIS VIÐ grípuni bók a£ handahófi og les- um fyrstu málsgreinina, sem við rekum augun í: „En ekki kom til mála að fara aftur til Moskvu. Tatiana af- réð með sjálfri sér að halda skemmtan- ir í sjúkrahúsum, sem voru allmörg í borginni; hún sefaðist og henni fór jafn- vel að geðjast betur að borginni ...“ „Eitt hundrað sextíu og fimm stafir.“ Stúlkan, sem er svarteygð og dökk á brún og brá, klædd skólabúningi, svarar á augabragði og umhugsunar- laust. Eftir nokkurt hlé, sem við not- um til að telja stafina hvað eftir annað, leiðrétta og bera útkomur okkar saman, komumst við að þeirri niðurstöðu, að svar stúlkunnar sé hárrétt: í ofanrit- aðri málsgrein eru nákvæmlega 165 stafir. Síðan höldum við áfram að skyndiprófa hana: „Hve margir stafir eru i orðinu ’Al- |iýðubandalag‘?“ „Fjórtán.“ „Hydrocortizon?“ — „í»rettán.“ „Ríkisstarfsmaður?“ „Sextán.“ Við höldum áfram prófinu og tökum hinar og þessar bækur, lesum hvcr sinn kafla og hættum snögglega við og við á óvæntum stöðum. Síðan réttum við stúlkunni lesmál og segjum henni að finna sextugasta og sjöunda stafinn í setningu eða málsgrcin, síðan þann hundraðasta og þrettánda eða' sjötug- asta og fjórða. Engin villa á sér stað: „rafeindaheilinn“ er óbrigðull innan stafafjölda, sem takmarkast af hér um bil 250 stöfum. Stúlkan sem hér um ræðir, er Leila Janjgava, fimmtán ára gömul skóla- stúlka frá Tiflis í Georgíu. Hún er venjuleg stúlka og er jafnvel ekki á meðal duglegustu nemenda í sínum bekk í skólanum. Leila getur ekki stát- að af háum cinkunnum í reikningi, þær eru viðunandi, jafnvel lélegar endrum og eins. Hana dreymir um að verða blaðakona. Hvernig er hægt að skýra hina at- hyglisverðu tölvísi Leilu? Gæti hún hafa erft hana frá foreldrum sínum, sem bæði eru bókhaldarar? Þegar þau voru spurð álits sögðu þau: „Þessi hæfileiki yngri dóttur okk- ar kom okkur mjög á óvart. Við erum hvorugt gædd neinum sérgáfum af þessu tagi.“ Frá því Leila var lítil telpa og lærði að lesa og telja, þótti henni gaman að leika sér í „upphæða“-leik, þar sem einn leikmaðurinn gaf upp eitthvert orða- samband eða stutta setningu og hinir áttu umsvifalaust að gizka á fjölda'staf*-'1 anna í henni. Við þessa ómeðvituðu þjálfun hinnar eðlilegu talnagáfu, fór Leilu svo fram, að brátt gat hún sagt um stafafjöldann í löngum setningum og hciluin málsgreinum. Er tímar liðu fram, gleymdi Leila þessum barnalega leik, en hann hlýtur að hafa orðið eftir í undirvitund hennar. Fyrir um það bil tveim árum var svo Leila að hjálpa vinkonu sinni með krossgátu í blaðinu „Pionerskaya Pravda“, og endurheimti hún þá skyndilega hina ó- venjulegu gáfu sína. Er Tamara Lashk- arashvili, sem er menntamálaráðherra Georgíu, frétti af hinuin undraverðu talnahæfilcikum Leilu, fór hún fram á það við vísindamenn í sálfræðideild vís- indaakademíunnar í Georgíu, að þcir prófuðu stúlkuna. Að beiðni okkar gerði prófessor Alexander Prangishvili, sem er forseti deildarinnar, þessar athugasemdir við hæfileika Leilu: , , „Vísindunum er kunnugt um ýmis undra-reiknihöfuð, sem á augabragði geta margfaldað saman í huganum fjögurra stafa tölur, eða sagt hve marg- ar eldspýtur séu í stórri hrúgu af eld- spýtum, eða skilað öðrUm álíka flókn- Framh. á bls. 40. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.