Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 26
»«'••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••>••••••••<•« UM UPPRUNA TUNGLGÍGA FIJR HIM SÍÐAN Galilei fyrstur manna varð til þess að virða fyrir sér tunglið í sjálfsmíðuðum sjónauka árið 1609, og komst að raun um, að á tunglinu væru fjöll „eins og á jörðunni“, hefur mönnum lærzt mikið um þennan fylgihnött jarðar fyrir tilkomu miklu fullkomnari sjónauka og visindalegrar tækni. Með því að mæla skugga þeirra höfum við komizt að raun um, að sum þeirra eru jafnvel hærri en hæstu fjöll jarðar. En þar sem ekkert haf er á tunglinu (vegna ónógs aðdráttarkrafts, fær tunglið hvorki haldið vatni né lofti) miðast hæðin við hinar miklu sléttur sem á milli eru. En frá fyrstu tíð hefur mönnum orðið starsýnt á hinar hringmynduðu fjallmyndanir sem svo mikið er af í hvers kon- ar stærðum. Lengi vel var það álitið engum vafa undirorpið, að þarna væri um útbrunnar eldstöðvar að ræða — annað gæt'i ekki komið til mála. Og nokkrir stjörnuskoðendur þóttust jafnvel hafa orðið varir breytinga á þessum gígum sumum, sem bentu til þess, að þeir væru enn ekki útbrunnir. ARIZOMACICHRIIMM EMM EN þá kom til skjalanna sú uppgötvun, að Barring-gígurinn í Arizona, sem fjallað var um í síðasta tölublaði Fálkans, hefði myndazt við loftsteinsfall, og að það fyrirbæri væri ekki neitt einsdæmi hér á jörðu. Fóru menn þá að gera saman- burð á jarðneskum loftsteinagígum og hinum hringlaga gíg- um tunglsins, og komust smám samari á þá skoðun, að lang- flestir tunglgíganna væru eftir loftsteina. Þó voru og eru enn, ýmsir fræðimenn. sem halda fast við þá skoðun, að Þar hafi verið um eldgos að ræða. Það eru þó mjög veigamikil rök, sem styðja loftsteinakenn- inguna. f fyrsta lagi niðurskipan gíganna. Þeir dreifast nokk- urn veginn jafnt um allt yfirborðið en safnast ekki á sérstök- um svæðum eins og jarðneskar eldstöðvar. Ennfremur er því svo undarlega farið um langflesta tunglgíga, að rúmtak þess efnis, sem hefur hrannazt upp í hring kringum gíginn, er hið sama og rúmtak þeirrar holu, sem niður úr yfirborð- inu gengur, og í útliti eru þeir nauðalikir jarðneskum gígum, svo sem Arizona-gígnum, sem enn hafa ekki eyðzt og veðrazt að ráði. Urii veðrun á tunglinu er að sjálfsögðu ekki að ræða. í þriðja lagi eru tunglgígarnir einmitt djúpar gryfjur méð flötum botni, gjörólíkar eldfjallagígum á jörðu. þar sem eld- fjallið hefur myndazt við upprás fljótandi steinefna. Þegar nú tunglið hefur um aldamilljónir orðið fyrir svo harðri loftsteinaskothríð, verður ekki komizt hjá að álykta, að jörðin hafi á umliðnum tíma fengið tilsvarandi skammt af tröllauknum loftsteinum. En þá vaknar þessi spurning: Hvað er orðið af öllum ummerkjum þeirra hér á jörðu? HIM OLIKA AÐSTAÐA TUM6LS OC JARÐAR ÞÁ verður að taka tímalengdina og hina jarðnesku viðburði hennar til athugunar. Jörðin hefur verið til sem sjálf- stæður hnöttur í a. m. k. 4—5 þúsund milljónir ára og ekk- ert er því til fyrirstöðu að tunglið sé jafngamalt. Þótt fram FALKINN HIIMIII llll H H .IIIIIIIIIIIIIIIIW ■ ■■»■111111 l| I HJDRTUR HALLDDRBSDN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.