Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Qupperneq 32

Fálkinn - 20.06.1966, Qupperneq 32
„Þetta verða aðeins tvær næt- ur, herra Carey,“ sagði Arthur — gestgjafinn, sem ber fram af- sakanir við hinn óvænta gest. „Þú munt finna að dýnan er til- tölulega hrein. Liðþjálfinn er strangur með hreinlætið." „Hvar er ungfrú Kolin?“ „í herberginu við hliðina. En þú skalt ekki vera að vorkenna henni. Herbergið hennar er betra en þetta.“ „Hvað á iiðþjálfinn við með því að ofurstinn muni koma sér illa hjá rikisstjórninni?“ „Ef hann reyridi að umkringja okkur? Jú, við erum sem sé nærri kílómetra utan við landa- mærin. Þú ert staddur á júgó- slavneskri jörð. Það hélt ég að þú hefðir þegar getið þér til um.“ George velti fyrir sér þéssari raunalegu frétt meðan Arthur skrúfaði kveikinn upp í lampan- um. „Hvað um landamæraverð- ina?“ Arthur hengdi lampann upp á nagla í veggnum. „Þú spyrð of mikið, góðurinn!" Hann gekk til dyra. „Það er enginn lás á hurðinni, en ef þú skyldir taka upp á að ganga í svefni, þá stendur glaðvakandi vörður við stigann og hann hef- ur stöðugan kláða í visifingrin- um. Þú skilur?" „Ég skil.“ „Ég kalla á þig, þegar morgun- verður er framreiddur. Dreymi þig vel!“ Um klukkustund var liðin, þegár George heyrði liðþjálfann koma upp stigann og segja eitt- hvað við varðmanninn. Hinn svaraði með fáum orðum. Andartaki síðar heyrði George að lykli var stungið í skrána á herberginu við hliðina á honum — herbergi þvi, sem Arthur hafði sagt að ungfrú Kolin svæfi í. George stóð í skyndi upp af dýnunni og gekk að dyrunum. Hann opnaði ekki alveg strax. Hann heyrði liðþjálfann og ung- frú Kolin tala saman. Skömmu seinna var dyrunum lokað inni hjá þeim. Lyklinum var snúið tvisvar í skránni. Á tímabili hélt hann að lið- þjálfinn hefði farið aftur. Svo heyrði hann rödd hans á ný og hennar sömuleiðis. Þau töluðu þýzku. Hann lagði eyrað að veggnum og hlustaði. Raddir þeirra voru furðu friðsamlegar. Honum fór að líða illa og hjarta hans barðist ört. Raddirnar heyrðust ekki leng- ur, en litlu síðar byrjuðu þær aftur — og nú voru þær lág- róma, eins og þau, sem töluðu óskuðu ekki eftir að neinn heyrði íil þeirra. Nú var hljótt Ianga stund. Hann lagðist til hvíldar á dýnuna. Mínúturnar liðu ... Svo heyrði hann hana allt i einu reka upp ákaft og ástríðu- fullt óp ... Hann hreyfði hvorki legg né lið. Að nokkrum tíma liðnum heyrðust lágværar raddirnar aft- ur. Og enn ekkert... Hann varð í fyrsta skipti var við hljóðið í skordýrunum úti i næturmyrkr- inu. Hann var loksins að byrjá að skilja ungfrú Kolin. Akvörðun SCHIRMERS. George var hafður í haldi í bækistöðvum liðþjálfans í tvo sólarhringa. Fyrsta daginn yfir- gaf liðþjálfinn húsið skömmu eftir sólarupprás og kom aftur þegar myrkt var orðið. George dvaldi í borðstofunni um daginn og snæddi máltíðir sínar ásamt Arthur. Hann sá ekkert til lið- þjálfans eða ungfrú Kolin. Eftir fyrstu nóttina var hún flutt út í viðbyggingu og einn varðmann- anna færði henni mat. Þegar George spurði, hvort hann gæti fengið að tala við hana, hristi Arthur höfuðið. „Þykir það leitt, kunningi. Það er ekki hægt.“ „Hvað hefur orðið að hénni?“ „Gettu þrisvar." „Ég vil fá að tala við hana.“ Arthur yppti öxlum. „Það gild- ir mig einu hvort þú talar við hana eða ekki, Hitt er annað mál, að hún vill ekki tala við þig.“ „Hvers vegna ekki?“ „Hún vill ekki sjá aðra en liðþjálfann." „Hvernig líður henni?-“ „Eins og blóma í eggi!“ Hann brosti gleitt. „Skráma'á vörinni, aufivitað. og fáeinar rispur her og þar, en hún ljómar eins, og brúður! Þú gætir varla þekkt hana aftur!“ . „Hve iengi á þetta að haldá áfram?“. „Spurðu mig ekki. Ég myn.di haida að það væri rétt að byrja,‘‘ „Eftir það sem gerðist, virðist ekki mikið vit í þessu.“ Arthur var auðsjáanlega skemmt yfir honum. u „Nei, þú hefur víst alizt upp við fullkomið öryggi! Ég sagði þér, að hún hefði sjálf orðið sér úti um það, var það ekki? Jæja, hún fékk það sem hún þur|ti og hún er hæstánægð! Ég hef aldrei séð liðþjálfann verða svo skotinn í neinni stúlku fyrr!“ „Skotinn?" George var að verða reiður. „Ég skyldi veðja um, að hún hefur verið jómfrú!" sagði hinn hugsandi, „eða því sem næstþ* „í guðanna bænura!" „Hvað amar að, góðurinn? Eru vinberin súr?“ „Við komumst liklega ekki langt með þessu tali. Hefur Chrysantos ofursti gert vart við sig?“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.