Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Page 33

Fálkinn - 20.06.1966, Page 33
„Áttu við lögregluliðið? Sei, sei, já! Þeif sitja á skottinu eins og vonsviknir veiðihundar hin- um megin við landamærin. Þeir bíða eftir að eitthvað gerist.“ „Ef til vill biða þeir eftir því að við ungfrú Kolin komum í Ijós. Hvað nú ef ameriska ræðis- manninum verður gert viðvart og kvörtun verður send til Bel- grad. Það setur ykkur i tölu- Verðan vanda, er það ekki?“ „Þú verður kominn aftur áður en þeir verða ásáttir um hvað gera eigi. Og þegar þú kemur aftur, þá ferðu að brjóta heil- ann um alla rekistefnuna, sem fyrirtækið þitt gerir út af lið- þjálfanum. Þú finnur fljótlega að bezt sé að segja að þetta haíi allt verið misskilningur!" „Þið hafið sannarlega séð fyr- ir öllu. Ég sé ekki hvers vegna þú þarft að vera að æsa þig þetta upp.“ „Ekki það? 1 fyrsta lagi hafa þeir tekið fastan kariaumingj- ann, sem ók fyrir ykkur. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt, er það?“ „Hvaðan veiztu það?“ „Við fengum fréttir frá Flor- ina í morgun." „Hvernig?" „Spurðu ekki svona mikið, þá verður engu logið 'að ‘ þér. En ég skal segjá þér undan og öfan af; comitadjis IMRO hafa haldið til hérna í fjöllunum sið- ústu fimmtiu árin eða meira. Hér er allt hægt að gera, þegar rnaður þekkir til. Gleymdu ekki að það eru Makedóníumenn báðum megin við landamærin! Þégar um er að ræða smáaðgerð- ir eins og þessa, hafa menn Chrysantos enga möguleika!" 1 „Hvað verður um bílstjór- anna?“ 1 „Það veltur á ýmsu. Hann er gárhall comitadji, svo hann segir ekkerf, um hvaðan hann fékk skipanirnar, sama hvað gert verður við hann. En það er eitt- hvað dularfullt við þetta. Hann er ekki sá eini í Florina. Gamla frú Vassiotis, til dæmis. Þeir gætu lika tekíð upp á að gera eitthvað við hana. Ef liðþjálfinn héíði ékki haft éndaskipti á hlut- unum þá hefði ég mestu löngun til að fara út núna og gefa þess- ari frauku þinni einn vel útilát- ihn frá mér!“ „Ef ég segði nú Chrysantos að ég hefði tekið vagninn á leigu og gefið bílstjóranum upp heim- ilisfangið?" „Tja — kannski. En hvaðan ættir þú að vita hvert þú ættir að fara?“ „Ég gæti sagt, að þú hefðir sagt mér það?“ Arthur hló ánægður. „Svona eru þessir lögfræðing- ar!“ „Myndi það gera þér nokkuð til?“ „Ekki hið minnsta." „Jæja þá.“ „Arthur sat og hreinsaði byss- una sína. George horfði á hann um stund án þess að segja neitt. Loks sagði hann: „Ef nú ekki hefði komið til mála, að liðþjálfinn færi til Ame- ríku, mynduð þið þá hafa haldið áfram við iðju ykkar hérna?" Arthur leit upp og hristi höfuðíð. „Nei — ég held að við séum búnir að fá nóg.“ „Fyrst ykkur heppnaðist þetta stóra fyrirtæki?" „Kannski. Það var hvort eð er kominn tími til að skipta um stað.“ Hann laut aftur yfir byss- una. „Hefurðu lagt mikia peninga íyrir?" spurði George skömmu seinna. Arthur leit upp undr- andi. „Ég hef aldrei hitt neinn með svo hræðilega mannasiði!" „Vertu nú ekki að þessú, Arthur." En Arthur var raun- verulega hneykslaður. „Hvað myndir þú segja, ef ég spyrði hvað þú ættir mikla þen- inga í bankanum?" spurði hann hvefsinn. „Allt I lagi. Segðu mér þá annað. Hvernig byrjaði þetfa allt? Liðjþjálfinn 'vptj? ekki marg-| orður um það. Hvað varð um þessa herdeild Markos, sem þið tveir stjórnuðuð?" Arthúr hristi höfuðið uppgefinn. „Alltaf skal hann koma með nærgöngular spurningar! Þetta fylgir þvi líklega að vera lög- fræðingur." „Mér þætti bara gaman að vita það." „Með nefið niðri 1 öllu, sem ekki kemur honum við, myndi mamma mín hafa sagt!" „Nú gleymist þér vist að ég er lögfræðilegur ráðunautur lið- þjálfans. Það eiga ekki að vera nein leyndarmál milli manns og lögfræðings hans.“ Arthur sagði eitthvert rudda- legt orð & mállýzku héraðsins og einbeitti sér að vinnunni. En um kvöldið bryddaði hann sjálfur upp á efninu. George hafði enn ekkert séð til liðþjálf- ans og ungfrú Kolin, , og hann var farið að gruna margt. Hann fór aftur að spyrja. „Klukkan hvað kemur liðþjálf- inn aftur í dag?“ „Hef ekki hugmynd um það, kunningi, Hann kemur þegar hann kemur." .■- .r -fmijfc: . -- " - -|f v>; ■>■■- lu'-, Arthur sat og las i grisku blaði, sem hafði komið þangað um daginn á dularfullan hátt. Nú fleygði hann því frá sér og sýndi öll merki viðbjóðs. „En það bölvað bull í þessu blaði! Hefurðu nokkurn tíma lesið News of the World? Það er Lundúnadagblað." „Nei, ég hef aldrei séð það. Er liðþjálfinn í Grikklandi eða Albaníu i dag?“ „Albaníu?" Arthur hló hrossa- hlátri, en þegar George ætlaði að spyrja hann aftur, sagði hann: „Þú spurðir, hvað hefði orðið af okkur, þegar við lögð- um upp laupana. Við vorum í nánd við albönsku landamærin þegar það var.“ „Jæja?" Arthur kinkaði kolli, niðursokkinn í minningarnar. „Þú ættir að sjá Grammos- fjail einhvern tíma, ef þú færð tækifæri til þess. Þar er dásam- legt landslag!" Grammosfjall hafði verið eitt af fyrstu yfirráðasvæðum her- deilda Markos. Það hafði einnig verið eitt hinna síðustu. í margar vikur hafði staða herdeildarinnar í héraðinu orðið stöðugt veikari. Æ fleiri gerðust liðhlaupar og að þeim degi kom í októbermánuði, að raunhæfar ákvarðanir yrði að taká. Liðþjálfinn hafði verið á fótum í 14 stundir og hann verkjaði í mjöðmina, þegar hann loks gaf skipun um að reisa tjaldbúð- ir fyrir hóttina. Síðar voru tveir iiðhlaupar úr annarri sveit gripn- ir af liðsforingja þeim, sem var á verði, og sendir til aðalbæki- stöðva herdeildarinnar. Liðþjálfinn horfði íhugandi á mennina tvo, en skipaði síðan að iífláta þá. Þegar þeir höfðu verið leiddir burt, hellti hann víni I glas og rétti Arthur flöskuna. Þeir drukku þegjandi. Liðþjálf- inn hellti í aftur. „Hefurðu hugleitt það, undir- liðþjálfi, að þessir náungar tveir hafa á vissan hátt gefið her- deildarforingja sinum og undir- foringja hans gott fordæmi?" Arthur kinkaði kolli. „Mér datt það í hug fyrir mörgum dögum, liðþjálfi. Við getum ekki gert okkur neinar vonir.“ „Nei, við getum í bezta lagi vonazt eftir að þeir láti sér nægja að svelta okkur inni." . ■ „ -■■ tí--' . “ „Þeir eru þegar á góðri leið með það." „Ég er ekkert óðfús að gerast píslarvottur fyrir byitinguna." „Sama hér! Við höfum gert okkar bezta, liðþjálfi. Og vel það. Og við höfum haldið trúnni! Það er meira en hægt er að segja um þessa legáta á toppn- um!“ „Settu ekki traust þitt á höfð- ingjana. Það skrifaði ég bak við eyrað, undirliðþjálfi. Ég held, að tími sé kominn til þess að við gerumst óháðir." „Hvenær?" „Aðra nótt getur varla verið of snemmt." „Þegar þeir komast að því að við erum horfnir, forða þeir sér aliir hver sem betur getur! Það væri gaman að vita hve margir þeirra komast undan ...“ „Þeir, sem alitaf komast und- an, — comitadji-gerðirnar. Þeir fela sig í fjöllunum eins og þeih hafa áður gert. Þar finnum við þá, þegar við þurfum á þeim að halda." Arthur leit á hann forviða. „Þurfum við á þeim að halda? Ég hélt mig heyra þig segja eitthvað um að vera óháðir?" Liðþjálfinn fyllti glösin aftur áður en hann svaraði. „Ég hef hugleitt það, undir- liðþjálfi, og ég hef gert áætlun. Stjórnmáiamennirnir hafa hag- nýtt okkur. Nú skulum við hag- nýta okkur þá!“ Hann stóð á fætur og haltraði að bakpoka sínum. Arthur horíði á eftir honum með hlýju og ástúð vígbróðurins. Hann bar djúpa virðingu fyrir hæfileikum vinar síns. „Hagnýta okkur þá hvernig?" „Ég fékk hugmyndina fyrir mörgum vikum," sagði liðþjálf- inn. „Ég var að hugsa um flokksí- söguna, sem við vorum einU sinni neyddir til að lesa. Manstu eftir henni?“ „Það er nú líkast til. Ég las mína án þess að skera bókina upp!“ Liðþjálfinn brosti. „Þú hefur misst af mikils- verðum atriðum, undirliðþjá’fi. Nú skaltu sjá mitt eintak." Hann kveikti sér í vindli. „Ég held að innan skamms munum við geta breytzt frá þvi að vera aðeins hermenn, í það að vera efnaðir hermenn!" „Það var alveg ótrúlega ein- falt,“ sagði Arthur. „Liðþjálf- FALKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.