Fálkinn - 20.06.1966, Síða 36
Nei, mér var aldrei kalt á höfðinu í vetur. Hvað er maðurinn að ana með vélina
upp á miðjan hnakka.
b::::dikt viggósson skrifar fyrir unga fólkid *
Klukkan er um hálfþrjú á
mánudegi. Starfsmenn Rakara-
stofu Austurbæjar hafa loksins
fengið smá pásu eftir stanzlausá
ös frá því um morguninn, en brátt
er friðurinn úti, því rétt í þessu
kemur nýr viðskiptavinur inn.
Þetta er ungur piltur með hár
niður á herðar. Einp bítillinn enn,
hugsar hárskerinn og lítur hlakk-
andi á hið síða hár. þegár piltur-
inn lýsir því yfir, að það eigi
að burstaklippa sig. Vélklippan er
sett í gang og hárskerinn skóflar
miskunnarlaust hárinu í burtu.
4f nógu er að taka.
Hann kveðst heita Jón Gíslason
frá Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi
og síðast fór hann til hárskera
fyrir rúmiega hálfu ári. Ég kann
vel við að hafa svona mikið hár,
segir Jón, en foreldrarnir voru
aiveg æfir út af þessu. Ég geri
betta bara til að þóknast þeim.
Hins vegar er vafasamt, hvort
bau þekkja mig aftur.
Hefurðu gaman af ,,beat“-
músík?
Já mjög og ég held mikið upp
á Hljóma Hins vegar er ég ekki
að taka þá neitt sérstaklega til
fyrirmyndar, hvað hárið snertir.
Mér finnst bara einfaid'ega þægi-
legt að hafa mikíð A ''“turna.
Ég hefði kannski ekki átt að biðja um
búrstaklippingu.
Burstinn fer mér bara vel, en skyldi
mamma þekkja mig, þegar ég kem heim.
36
FALK.INN