Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Qupperneq 37

Fálkinn - 20.06.1966, Qupperneq 37
 HVÍII Qfunnmólning FALKINN FJÓRAR ATHYGLISVERÐAR L. P. PLÖTUR KYNNTAR HERB AtBERTS BRENDA LEE PETER NERO ROBERTINO Herb Alberts heitir ungur Bandaríkjamaður og honum, er það til lista lagt að meðhöndla trompettinn sinn af - stakri snilli. Við höfUm kynnzt þessum eiginieikum hans lítillega, því það ei' Herb Alberts, sem flytur lagið Spanish I'I?a. sem nýtur hfiikilla vinsælda hiér á landi. Einnjg hafa L.P: . plötur með Herb s.eízt sérstaklega vel í H.- S. H. Vepturveri.., En ein sú beztá og vinsælasta er WHIPPED CREAM. Á þessári plötu eru mörg skemmtileg lög og ber þar hæst A taste. of honey, titillag plötunnar Whipped cream . og Lollipoþs and roses. Einnig er túlkun hans á lögunum Bitter swéet samba, Love portion no 9., Butter ball og Peanuts frábær. Að þessu öllu athuguðu er ekki nema eðlilegt að þetta sé metsölu L.P. plata í Bandaríkjunum og á íslandi hjá H. S. H. Þá kynnumst við öðrum ungum manni. Þessi heitir Peter Nero og er píanisti af guðs náð. Hann hefur nýlega leikið inn á L.P. hljómplötuna THE SCREEN SCENE, en hún hefur að geyma lög úr 12 kvikmyndum. En nú megið þið ekki halda, að hann hamri einn á píanóið. Nei, það er af og frá. Honum til aðstoðar er heljarstór hljómsveit og eru allar útsetningar á lögunum mjög góðar og nýstárlegar. Þarna má heyra lög eins og What’s new Pussycat?; sérstaklega fjölskrúðug útsetn- ing, sem örugglega mun vekja athygli áheyrenda, en falleg- asta lagið á plötunni er Ship of fools úr samnefndri kvikmynd. Ógleymanlegur er flutningur hans á laginu Chim chim cheree úr Mary Poppins. Þar fer saman stórkostleg útsetning á skemmtilegu lagi óg frábær flutningur Peter Nero og hljóm- sveitar. Þá er túlkun hans á öðru söngleikjalagi, My favorite things úr Sound- of Music, prýðisgóð. Nú er ég búinn að eyða svo miklu af lýsingaroi'ðum, að ég get vart lýst á prenti, hve góður flutningur Peter Nero’s er á lagi Beatles Help, en þetta er tvímælalaust eitt bezta lag plötunnar. Því segi ég: Hlustið og sannfærizt. BYE BYE BLUES heitir fyrirtaksgóð L.P. plata með Brendu Lee. Þar kennir margra grasa. en að öðrum ólöstuðum eru A taste of honey og Rusty bells lögin, sem halda plötunni uppi. Þetta eru mild og róleg lög, flutt á þann máta, sem Brendu einni er svo lagið. Þá er Flowers on the wall skemmti- lega útsett, hraðfjörugt lág, og Brenda stendur fyrir sínu. Softly, as I leáve you og Yesterday eru hvorttveggja vel unn- in lög, að ógleymdum September in the rain og What a difference a day. makes. Óskaplata aðdáenda Brendu Lee. THE BEST OF ROBERTINO heitir mjög vönduð L.P. plata með hinum italská Robertino. Öðrum megin á plötunni eru lög, sem gerðu ha.nn heimsfrægan, aðeins 12 ára gamlan. Sér- staklega vel.valin lög. Túlkun hans á Mamma, Romantica, O sole mio og Ave Maria er í fáhm orðum ságt einstaklega hríf- andi. Hinum megin eru lög.flutt af honum,. eins og hann er í dag og nú er það ekki lengur barnsröddin, heldur mótuð karlmannsrödd og er fróðlegt að heyra þær breytingar, sem hafa orðið á rödd undrabarnsins, en hann kann svo sannar- lega að fara rétt með sína náðargjöf, eins og heyra má af túlkun hans á Come prima. Þegar maður hefur hlustað á þessa plötu, þá undrar það mann ekki, að Robertino hefur verið nefndur hinn nýi Mario Lanza. Þessar úrvalsplötur fást allar hjá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri. REX UTIMÁLNING er sérstaklega œtluð á glugga og annað tréverk utan húss, Hún veðrast hœgt, en springur hvorki né flagnar. Notið Rex máfmngu^^^Kg til viðhalds B og fegrunar I FÁLJUUVIV FLÝGVR VT

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.