Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 38
Sígai'etturnar sem allir hafa beðið eftir
eru nú loksins á markaðnum.
Biðjum um BLACK & WHITE.
MARGOVITCH
PICCADILLY • LONDON
• Andlít 1966_____________
Framh. at bls. 13.
Karlmennirnir heimta að fá
að sjá kvenfólk, almennilegt
kvenfólk. I Daily Express, einu
stærsta enska dagblaðinu, er
skrifað um Belindu á þessa leið:
Hún yljar mönnum um hjarta-
ræturnar, þegar þeir hafa feng-
ið nóg af þessu kjánalega kven-
fólki með rjómakökuútlitið,
sem blasir við okkur af síðum
allra blaða, og nú langar menn
til að sjá stúlkur sem eru eins
og venjulegar stúlkur í útliti.
— Hverjar eru framtíðar-
áætlanir yðar? spurðum við
Belindu. í augnablikinu hugsið
þér aðeins um að öðlast sem
mesta frægð. En hvað verður
uppi á teningnum, þegar þér
einn góðan veðurdag verðið ást-
fangin og viljið gifta yður?
Hún svaraði án þess að hugsa
sig um: — Þá léti ég þetta
allt saman lönd og leið, ef það
ekki samræmdist hjónabandi
mínu. Það er ekki hægt að eyða
öllu lífi sínu í að dást að sjálfri
sér og láta dást að sér.
En við gerum okkur ekki
ánægða með þetta og spyrjum
enn. — Já, þér segið þetta
núna. En á þetta ekki eftir að
breytast, þegar tízkuheimurinn
hefur náð reglulegu tangar-
haldi á yður?
Hún svarar snögg upp á lag-
ið: — Ég vil vera eins og ég
er. Ef ég finn að þetta starf
breytir mér í þá átt, sem ég
felli mig ekki við, þá hætti ég
því og sný mér að einhverju
öðru.
Belinda lærði að sitja hest,
þegar hún var átta ára. Hún
ólst upp á sveitasetri föður
síns í Hertfordshire, Chantery
heitir það. Síðan hefur hún
lært ýmislegt, m. a. að leika
tennis, sem hún gerir mikið að,
standa á sjóskíðum, en mesta
yndi hennar er þó að fara í
langar gönguferðir, helzt í rign-
ingu og roki.
— Það er sjálfsagt líka mjög
gott fyrir húðina, skjótum við
inn í. Þá bregður fyrir gremju-
svip á andliti hennar. — Mér
finnst ég geta gert margt þarf-
ara en vera sífellt að hugsa
um hörund mitt eða vaxtarlag.
Ég á mitt einkalif og mín
áhugamál, sem ég vil hafa í
friði.
Fram að þessu hefur enginn
karlmaður verið í fastahlut-
verki í einkalífi hennar. En
hún á fjórar góðar vinkonur,
sem eiga það sameiginlegt með
Belindu, að þær hafa dálæti á
kvæðum Byrons, og kvikmynd-
um með Audrey Hepburn, en
gróðakaupmennska tízkunnar
fer í taugarnar á þeim. — Flík
gerð af Courréges er alveg
dýrleg. En þegar allar konurn-
ar sem ganga eftir Oxford
Street eru komnar í eftirlíking:
ar af henni, fer dýrðin heldur
að fara af henni. En hvað eigin
klæðaval snertir, heldur Be-
linda Willis sig að Courréges,
a. m. k. hvað stuttu pilsin snert-
ir. Faldurinn á pilsinu hennar
er nákvæmlega 10 sm fyrir
ofan hnéð.
Ég er hrifin af stuttum pils-
um. Fótleggir eru fallegir og
óþarfi að fela þá að mestu
leyti.
Miitkaeldi
Framh. af bls. 19.
sem einangrað dæmi, er það,
engan veginn einsdæmi. Um-
gengni eins og sú sem þar á
sér stað er því miður algild
regla hér á landi.
Það getur vel verið að þessi
grein særi einhverja þá, sem.
að framkvæmdum og framför-
um standa og telja sig vera að
vinna þjóðþrifastarf. Kannski
eru þeir að því í mörgum til-
fellum, en þeir verða að átta
sig á því að þeim ber einnig .
að vinna þrifastarf hver á sínu
sviði og greinin er aðeins lítil
tilraun til að opna augu þeirra
fyrir þessum málum, en ekki til
að særa þá eða aðra.
• Fóstureyðingar
Framh. af bls 21.
stigi sem er, til bjargar lífi
móðurinnar. Ekkert kaþólskt
sjúkrahús eða læknir má þess
vegna framkvæma fóstureyð-
ingu, hvað sem í húfi er. Aðrar
greinar kristinnar trúar eru
umburðarlyndari, og eru mót-
mælendur þeirra frjálslyndast-
ir.
Á nýlegri læknaráðstefnu í
Bandaríkjunum kváðust sjötíu
prósent aðspurðra lækna vera
fylgjandi rýmkun á fóstureyð-
ingalöggjöfinni, sem þeir töldu
ekki byggða á læknisfræðileg-
um rökum. En enda þótt sann-
að sé að þessi lög séu aðeins
í samræmi við skoðanir lítils
mjnni hluta þjóðarinnar og
víðast hvar ógerningur að fram-
fylgja þeim hefur áskorunum