Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 44

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 44
-------------------------------------------------------------------------------^ VÍ SIIM D AM AÐ U RIINIINI í þýðingu Hjarfar Halidórssonar menntaskólakennara er FIMMTA bókin í Alfroeðasafni AB. Formóla rifar Guðmundur Arnlaugsson, rektor. Bókin Vísindamaðurinn gefur yður innsýn í heim vísindanna. Þér fylgist með baróttu vísindamanna og sigrum þeirra á heillandi viðfangsefnum. VÍSINDAMAÐURINN lýsir á einfaldan hótt helztu greinum vísindanna, vísindastofnunum, öflun fjór til visindastarfsemi - og þeirri undraverðu þróun, sem ótt hefur sér stað ó vísinda- sviðinu. [ bókarlok er yfirlit yfir alla, sem hlotið hafa Nobels- verðlaun i raunvísindum - og afrek þeirra. VÍSINDAMAÐURINN varpar hulunni af heimi vísindamanns- ins og þér kynnist starfi þeirra manna, sem helga lif sitt þvi göfuga hlutverki að skapa mannkyninu betri lifsskilyrði - starfi þeirra manna, sem standa að baki hinum sfórkosf- legu framförum tœknialdarinnar. ALFRÆÐASAFIM AB • Brennimerkt Framh af bls 42 einn af verðlaunabikurum Mey- ers og skoðaði áletrunina. Sá stœrsti var sá rétti. Garmisch 1937. 1. verðlaun. — Þér hafið verið iþróttamað- ur á yngri árum, sagði hann. — Við eigum allir okkar æsku- syndir, sem okkur er ljúft að minnast, svaraði Meyer rólega. Hvers vegna spyrjið þér? — Ég var staddur i Garmisch um vikutima siðastliðið haust, og af tilviljun komst ég þar yfir ljósmynd og gamla blaðaúr- klippu um yður. Það var heima hjá Gerhard Múller. Hann tal- aði mjög hlýlega og vingjarn- lega um yður. Augnaráð Meyers, sem fram að þessu hafði verið hlutlaust. sýndi nú greinilegan áhuga. Hann sneri sér við í stólnum og beindi augunum eins og leitar- ljósi á Stenfeldt. — Hversu mikið vitið þér, herra Stenfeldt, og hvers óskið þér frekar? — Um yðLtr veit ég aðeins það, að þér lifið hér undir fölsku flaggi. Það sem ég kysi að fá að vita umfram það, veltur á þvi hvers konar maður þér eruð. Getum við komizt að samkomu- lagi? Ef þér hafið falið yður hér vegna þess að þér eigið naz- istiska fortíð að baki, þá dreg ég mig til baka. En séuð þér í hjarta yðar sá starfsbróðir, og læknir, sem ég ímynda mér að hinn upprunalegi Heinrich Hoffmann hafi verið — þá get- ið þér gert mér ómetanlegan greiða. Meyer virtist íhuga orð hans 44 vandlega. Eftir langa þögn sagði hann loks: — Ég þori ekki að halda því fram, að ég sé heiðar- legur maður. 1 allra mesta lagi er það leynileg ósk mín að verða það. Ég þekki yður ekki og allt bendir til þess að sá greiði, sem þér viljið að ég geri yður, muni steypa einhverjum öðrum í glöt- un. Hvers vegna ætti ég að eiga þátt í því? Ég hef séð allt of margt til þess að afbrot og refs- ing geti vakið áhuga minn á annan hátt en sem heimspeki- leg vandamál. — Þér viðurkennið að minnsta kosti, að þér séuð Heinrich Hoff- mann? — Þar sem þér virðist þegar sannfærður um það, held ég að þér ættuð að halda áfram að trúa því. — En þér gætuð ekki hugsað yður að viðurkenna opinberlega að hafa villt á yður heimildir? Meyer reis upp úr stólnum og gekk út að glugganum: — Það er fagurt hérna, sagði hann. Jafnfagurt og í Bayern. Mér líð- ur vel hér. Fólkið niðri í daln- um á ekkert illt orð um herra Meyer, sem læknar það af kvefi og kveisustingjum og gefur því sulfa og penicillin við igerðum. Ég vonast eftir að mega deyja hérna og vera grafinn niðri hjá kirkjunni sem Martin Meyer. Hvers vegna ættuð þér ekki að geta unnt hiér svo friðsamlegra endaloka á erfiðu lífi? Stenfeldt var á báðum áttum. Hann vildi ekki verða valdur að neinni ógæfu. Hann vildi aðeins varpa Ijósi yfir óskýra mynd. En ef til vill yrði skýring þeirrar myndar örlagarík fyrir fleira fólk. Yrði hún keypt of dýru verði? Hann fann tíl óvissu. Meyer gekk aftur frá glugg- anum og settist á skrifborðs- brúnina. — Herra Steníeldt, vilj- ið þér ekki greina mér frá á- stæðunni til þess að þér hófuð þessar mjög svo persónulegu eftirgrennslanir? Lars Stenfeldt fannst hann vera eins og aumasti viðvaning- ur, sem herra Meyer gæti beitt skylmingalist sinni við án þess að það þokaði honum hótinu nær takmarkinu. — Ef þér hafið þolinmæði til að hlusta, skal ég segja yður frá nokkrum stað- reyndum. Síðan getið þér svo sjálfur dæmt um, hvort þær eru næg ástæða fyrir yður til að hjálpa mér. — Ég skal hlusta, sagði Meyer með óbifanlegri ró. Stenfeldt gerði í skyndi grein fyrir hinum þremur mikilvægu staðreyndum. Heinrich Hoff- mann yfirlækni í Stokkhólmi, sjúklingnum Grete Rosenberg, Ijósmyndinni frá Garmisch, sem benti svo ákveðið til þess að Hoffmann væri ekki sá sem hann þóttist vera, enda þótt læknisfræðileg þekking hans yrði ekki fölsuð. Með hverri mín- útu sem leið varð áhuginn aug- Ijósari i andliti Meyers. — Og ungfrú Rosenberg er fædd í Austurríki? Stenfeldt hikaði augnablik. Síðan sagði hann: — Á fram- handlegg hennar er tattóveraður bókstafurinn M og tölustafirnir 224013. í fyrsta skipti varð nú vart snöggra viðbragða hjá Meyer. Hann hrökk við og Ieit með at- hygli á gest sinn. Síðan drakk hann það sem eftir var í koní- aksglasinu. Það var alger kyrrð I herberginu, og neðan úr daln- um heyrðust fjarlægar kirkju- klukkur hringja til messu. — Fáið yður aftur í glasið, sagði Meyer allt í einu. Ég skal segja yður allt sem ég veit, og siðan mun ég bíða átekta eftir að sjá liversu þér hyggizt not- færa yður upplýsingar mínar. Þetta verður erfið aðgerð. Hið minnsta skussastrik, og I stað þess að bjarga munuð þér deyða. En þér eruð ungur og hafið góð- ar taugar. Fyrst skuluð þér fá að heyra um stúdentana Heinrich Hoffmann og Adolf Sternkopf. Hoffmann er þá ég sjálfur og Sternkopf sá maður, sem þér þekkið undir nafninu Hoffmann í Stokkhólmi. Gætilega í fyrstu en siðan í hita af glóð endurminninganna, sagði Meyer frá lífi sínu á ár- unum fyrir styrjöldina. Hann hafði verið álitinn efnilegur, skólakennarinn hafði hvatt hann til frekara náms, foreldrar hans unnu og dreymdi um framtið hans. En á sama tíma gerði faðir hans honum erfitt fyrir með því að sýna opinberlega andúð sína á Hitlersstjórninni. Þegar gamli Hoffmann hvarf loksins, sem auðvitað þýddi að hann hefði verið fluttur í fanga- búðir, hafði sonurinn Heinrich lokið þriggja ára námi við há skólann í Múnchen. Það var ein- göngu skorturinn á læknum og hinar almennu herkvaðningar, auðsýnilega til þess gerðar að magna herstyrkinn fyrir styrj- öld, sem hindruðu hann i að hljóta sömu örlög og faðirinn. Hann fékk að halda áfram námi, hlaut miðlungseinkunnir og á hann var litið sem stórt núll. Hann átti ekkert samneyti við Adolf Sternkopf. Sternkopf var fáeinum árum eldri, og þeir höfðu aldrei hitzt fyrr en á sjúkrahúsinu. En Sternkopf var einn eldlegur áhugi á hinu nýja Þýzkalandi, og hann tók prófin með stuttu millibili og háum einkunnum, sem ekki voru með öllu ranglátar, en litaðar af póli- tík er til lengdar lét. Sagt var að hann hefði látið innrita sig I SS strax og hann hafði tekið embættispróf sitt. Eftir það hvarf hann frá Múnchen. Hoffmann sjálfur bjó ekki yfir hinum réttu eiginleikum, hvorki frá eigin sjónarmiði séð né flokksins. Hann tók að drekka nokkuð stinrít, en það var ekki miklum erfiðleikum bundið fyr- ir þá sem áttu greiðan aðgang að lyfjaspíritus. Ást hans á tveimur árum yngri stúlku við háskólann rétti hann við um tíma, og hann fór að dreyma um framtíð, sem yrði þess virði að lifa hana. Það varð honum því reiðarslag, þegar Gestapo fletti ofan. af mótspyrnuhreyf ingu meðal stúdentanna og unnusta hans var ein þeirra sex, sem tekin voru af lífi. Sjálfur sat hann í fangelsi í fjóra mánuðl en var látinn laus þar eð engar sannanir komu fram um það að hann hefði vitað um mótspyrnu- hreyfinguna. Þá stóð styrjöldin sem hæst og þýzkar hersveitir voru komnar langt inn í Rúss- Framh. á bls. 49. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.