Fálkinn - 20.06.1966, Síða 50
HUSQVARNA 2000
Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval
mynztursauma er hægt að velja með einu hand-
taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt, '
í litum, á „saumveljara".
HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. íl.
eru þekkt hér á Iandi í yfir 60 ár. Hafa nafninu
hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir.
★ íslcnzkur lciðarvísir fylgir hverri saumavél.
★ Kennsla er innifalin í verðinu.
■A: Afsláttur vcittur gegn staðgrciðslu.
Á Ef'þcr komizt ekki til okkar til að kynna yður
vélina, munum vér senda sölumann til yðar
eftir lokun, ef þér búið í Reykjavík eða
nágrcnni.
Ar Umboðsmenn víða uin landið.
unna’i SfygeitMtm kf
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volver« - Sími 35200
Hreinsar
ioftið
á
svipstundu
Heildsölubirgðir
Kristján Ó. Skagfjörð
Sími 24120
PANTIÐ STIMPLANA HJÁ
FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHF
SPiTALASTIG 10 V.OÐINSTORG
SIMI 11640
sem ég ekki þekkti, og hann
staðfesti fyrirskipunina.
Mér fannst það vinarbragð af
félögum mínum að ætla að taka
mig af lífi með sprautu eða jafn-
vel að leyfa mér að sjá um þá
hlið málsins sjálfur. En í stað-
ínn íyrir aftöku skáluðum við í
spíritus. Síðan klæddu þeir mig.
Ég fékk aftur herskráningarbók
mina og nokkuð af peningum,
og höfuðsmaðurinn opnaði dyrn-
ar: — Farið, sagði hann. Ef
þér viljið halda lífi, þá er það
undir yður sjálfum komið.
Ég fór. f maí var ég kominn
til Vínar. Þar leitaði ég uppi
kunningja minn frá námsárun-
um í Munchen, og hann skaut
yfir mig skjólshúsi um tima.
Eins og þér vitið brutust banda-
menn gegnum Atlantshafslínuna
síðari hluta árs 1944 og hófu inn-
rás í Suður-Þýzkaland. Dagur-
inn fyrir bæði ragnarök og frelsi
nálgaðist, og mig fór aftur að
langa til að lifa. Ég reyndi að
gæta heilsu minnar og byrjaði
um leið að þoka mér vestur á
bóginn. Nákvæmlega ári eftir
réttarhöldin þegar ég var dæmd-
ur til dauða sat ég á kaffihúsi í
Miinchen. Þá gengu þar inn tveir
SS-menn og tóku mig fastan.
Þeir fluttu mig til skrauthýsis
spölkorn utan við borgina, og
þar beið Adolf Sternkopf.
Ég þekkti hann varla aftur.
Hann var borgaralega klæddur
og hafði fitnað töluvert síðan á
stúdentsárunum. Hann gerði mér
undarlegt tilboð. Hann vildi eign-
ast persónuskilríki mín.
Af heiðarleika sem hlýtur að
hafa virzt hlægilegur eins og á
stóð, sagði ég honum að þau
væru hættuleg. Ég væri dauða-
dæmdur og á flótta. Sternkopf
kvaðst vita það. Hann vissi
nærri allt, sem drifið hafði á
daga mína frá því að ég flýði.
Ég skil ekki hvers vegna þeir
skutu mig ekki og tóku skilríki
mín án þess að spyrja. En þeir
gerðu það ekki. Og ég seldi þeim
nafn mitt og fortíð fyrir þúsund
svissneska franka. Sjálfur fékk
ég annað nafn og fortíð. Ég varð
Martin Meyer, fæddur í Salzburg.
Ég geri ráð fyrir að Sternkopf
hafi vitað að hinn rétti Martin
Meyer var dauður. Ég veit það
ekki með vissu, en ég geri mér
í hugarlund að SS og Gestapo
hafi átt nákvæma spjaldskrá
yfir menn sem heppilegt yrði að
skipta um persónugervi við, ef
á móti blési.
Ég hafði enga ástæðu til að
sýna mótþróa. Ég var frá æsku
vanur fjallalandslagi og horfur
voru góðar á því að ég myndi
geta komizt til Sviss og fengið
þar inni á heilsuhæli. Allt fór að
vonum mínum. Nú er ég hér og
nú er það undir yður komið,
herra Stenfeldt, hvort ég fæ að
vera kyrr.
Meyer þagnaði. Stenfeldt gekk
nokkur spor fram og aftur um
gólfið, nam staðar og leit út
um gluggann. — Vitið þér nokk-
uð um það, hvers vegna það var
svo mikilvægt fyrir þennan
Sternkopf að leyna fortíð sinni?
spurði hann lágt.
— Þá vissi ég ekkert, svaraði
Meyer. Ég kærði mig heldur ekki
um að grennslast fyrir um það.
En við Nurnbergréttarhöldin var
sérstök nefnd skipuð til að gera
grein fyrir tilraunum þeim á lif-
andi fólki, sem framkvæmdar
voru eftir skipun Himmlers, eða
að minnsta kosti með samþykki
hans. Ég gat ekki að mér gert
að lesa úrdrátt úr skýrslunum.
— Og...? sagði Stenfeldt
spenntur.
— Sternkopf var, eins og ég
hef þegar minnzt á, duglegur
maður. Sennilega væri rangt að
skilgreina hann sem sadista.
Hann kann að hafa verið frem-
ur lélegur vísindamaður og von-
að að djarfar hugmyndir myndu
stytta leið að markinu þar sem
venjuleg rannsóknarstörf myndu
hafa kostað margra ára strit og
þreytandi tilraunavinnu. Stern-
kopf hafði unnið við Mauthausen
um tveggja ára skeið. Mauthaus-
en er í Austurríki, og það var
að nokkru leyti notað sem af-
tökustaður fyrir striðsfanga og
andspyrnumenn, og að nokkru
leyti sem vinnubúðir. En þar
var einnig hafður í haldi smá-
hópur pólitískra fanga, sem
fluttir höfðu verið þangað af
góðum og gildum ástæðum, á
meðal þeirra voru nokkur hundr-
uð konur og börn.
Sternkopf er sagður hafa átt
frumkvæðið að nokkrum vægast
sagt einkennilegum tilraunum,
sem varla gátu hafa átt upptök
sín í heila nokkurs vísindamanns
en hefðu aftur á móti vel get-
að verið hugarfóstur ofstækis-
fulls stjórnmálamanns. Þér þekk-
ið kenningar nazismans . um
hreinan arískan kynþátt, sem
átti að vera öllum öðrum kyn-
þáttum fremri — Guð einn veit
hvernig. Gyðingar og þeldökkt
fólk átti ekki að eiga neinn til-
verurétt, og jafnvel Slavar voru
álitnir óæðri verur. En þeir
myndu samt verða nauðsynlegur
vinnukraftur næstu áratugina,
þar sem það myndi taka að
minnsta kosti fjörutiu til fimm-
tiu ár að fylla allar valdastöður
Evrópu af arísku fólki. Það var
óhæfilega langur tími. Og þess
vegna dreymdi menn brjálæðis-
kennda drauma um skipulagðar
kynbætur á fólki. Og einhverju
fíflinu, ég veit ekki hverju, datt
í hug hvort ekki væri hægt aS
græða aríska eggjastokka í kon-
ur af vafasömum kynflokkum.
Framh. I næsta blaði.
50
FALKINN