Fréttablaðið

Dato
  • forrige månedoktober 2009næste måned
    mationtofr
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 05.10.2009, Side 11

Fréttablaðið - 05.10.2009, Side 11
MÁNUDAGUR 5. október 2009 11 AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Þú færð meira fyrir Aukakrónur Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar A-kortið þitt og fyrir þær getur þú keypt allt mögulegt sem þig vantar eða langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á aukakronur.is A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 2 8 3 * Á m yn d un um s ér ð u hv að þ ú g æ ti r k ey p t h já s am st ar fs að ilu m A uk ak ró na m .v . 1 5 0 þ ús un d k r. in nl en d a ve rs lu n á m án uð i, þ .a . 1 /3 h já s am st ar fs að ilu m . S já n án ar á a uk ak ro nu r.i s. LÖGREGLUMÁL Talsvert blóð fannst á vettvangi inn- brots í Garði, þar sem þrír piltar eru grunaðir um að hafa verið að verki. Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú til rannsóknar þrjú innbrot á svæðinu, sem öll voru framin í síðustu viku. Um er að ræða innbrot í Gerðaskóla síðastliðna nótt og einnig tvö innbrot í veitingastaðinn Flösina við Garðskagavita. Hinir óboðnu gestir höfðu flat- skjá upp úr krafsinu, svo og áfengi, sem þeir stálu af veitingastaðnum. Við rannsókn málanna hefur lögregla leitað í sex húsum og rætt við fjölda vitna. Leit að þýfinu hefur engan árangur borið. Í einu málanna er til upptaka þar sem sést til þriggja pilta en þeirra er nú leitað. Í því sama máli fannst blóð á vettvangi, eins og fyrr getur um, sem bendir til þess að viðkomandi hafi skorið sig tals- vert við að fara inn í húsið. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsing- ar um þessi mál að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800. - jss Lögreglan á Suðurnesjum leitar þriggja pilta vegna innbrotahrinu: Blóð á vettvangi innbrots FLATSKJÁR Þjófarnir stálu meðal annars flatskjá. VIÐSKIPTI VBS fjárfestingarbanki ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag. Breski við- skiptajöfurinn Kevin Stanford og fjárfestingarsjóðurinn Kcaj voru sýknaðir af 1,1 milljarðs króna kröfu VBS. Fjárfestingar- bankinn taldi að Stanford og Kcaj hefðu gengist undir sjálfskuldar- ábyrgð á 5 milljóna punda láni til breska félagsins Ghost fyrir tveimur árum, eða um einn millj- arð króna. Ghost varð gjaldþrota og Stanford og Kcaj neituðu að greiða lánið. Í dómi héraðsdóms kom fram að með undirritun sinni á lána- skjölin hefðu Stanford og Kcaj aðeins samþykkt skilmála láns- ins en ekki tekist á hendur sjálf- skuldarábyrgð. Þessu hefur fjár- festingarbankinn nú áfrýjað. - ghh VBS leitar réttar síns: Áfrýjar til Hæstaréttar vegna Stanford NÝSKÖPUN Svana Helen Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Stika, og Vilborg Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mentors, munu hitta Viktoríu krónprinsessu Sví- þjóðar í viðhafnarkvöldverði í dag. Stöllurnar hafa verið valdar fulltrúar íslenskra kvenfrum- kvöðla í Evrópuverkefninu EU Network of Female Entrepren- eurship Ambassadors. Halla Tómasdóttir og Krist- ín Pétursdóttir frá Auði Capital voru einnig valdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. - kh Íslenskir frumkvöðlar: Hitta Viktoríu krónprinsessu ELDSUPPTÖK ÓLJÓS Húsbíllinn skemmdist mikið í brunanum. ELDSVOÐI Eldur kom upp í húsbíl á tjaldsvæðinu í Garði rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt sunnu- dags. Eigendur húsbílsins, maður og kona, voru í næsta húsbíl þegar eldurinn kom upp og náðu að slökkva eldinn. Maðurinn brenndist á höndum og konan fékk snert af reykeitr- un. Þau voru flutt á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja til aðhlynn- ingar. Húsbíllinn skemmdist mjög mikið. Allt sem var inni í honum brann, en ekkert er vitað um elds upptök. Lögreglan rannsakar nú málið. - afb Maður brenndist í Garði: Eldur kom upp í húsbíl JAPAN Shoichi Nakagawa, fyrrver- andi fjármálaráðherra Japans, fannst látinn á heimili sínu um helgina. Nakagawa, sem var 56 ára gamall, vakti heimsathygli á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Róm fyrr á árinu, þegar hann virtist vera ölvaður á blaða- mannafundi. Málið þótti afar vandræðalegt fyrir stjórnvöld í Japan og í kjölfarið missti hann sæti sitt í ríkisstjórn landsins. Eiginkona Nakagawa kom að honum þar sem hann lá á mag- anum í rúminu á heimili þeirra í Tókýó. Lögreglan rannsakar nú lát hans. - afb Fulli fjármálaráðherrann: Fannst látinn á heimili sínu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 235. tölublað (05.10.2009)
https://timarit.is/issue/295868

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

235. tölublað (05.10.2009)

Handlinger: