Fréttablaðið - 05.10.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 05.10.2009, Síða 11
MÁNUDAGUR 5. október 2009 11 AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Þú færð meira fyrir Aukakrónur Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar A-kortið þitt og fyrir þær getur þú keypt allt mögulegt sem þig vantar eða langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á aukakronur.is A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 2 8 3 * Á m yn d un um s ér ð u hv að þ ú g æ ti r k ey p t h já s am st ar fs að ilu m A uk ak ró na m .v . 1 5 0 þ ús un d k r. in nl en d a ve rs lu n á m án uð i, þ .a . 1 /3 h já s am st ar fs að ilu m . S já n án ar á a uk ak ro nu r.i s. LÖGREGLUMÁL Talsvert blóð fannst á vettvangi inn- brots í Garði, þar sem þrír piltar eru grunaðir um að hafa verið að verki. Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú til rannsóknar þrjú innbrot á svæðinu, sem öll voru framin í síðustu viku. Um er að ræða innbrot í Gerðaskóla síðastliðna nótt og einnig tvö innbrot í veitingastaðinn Flösina við Garðskagavita. Hinir óboðnu gestir höfðu flat- skjá upp úr krafsinu, svo og áfengi, sem þeir stálu af veitingastaðnum. Við rannsókn málanna hefur lögregla leitað í sex húsum og rætt við fjölda vitna. Leit að þýfinu hefur engan árangur borið. Í einu málanna er til upptaka þar sem sést til þriggja pilta en þeirra er nú leitað. Í því sama máli fannst blóð á vettvangi, eins og fyrr getur um, sem bendir til þess að viðkomandi hafi skorið sig tals- vert við að fara inn í húsið. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsing- ar um þessi mál að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800. - jss Lögreglan á Suðurnesjum leitar þriggja pilta vegna innbrotahrinu: Blóð á vettvangi innbrots FLATSKJÁR Þjófarnir stálu meðal annars flatskjá. VIÐSKIPTI VBS fjárfestingarbanki ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag. Breski við- skiptajöfurinn Kevin Stanford og fjárfestingarsjóðurinn Kcaj voru sýknaðir af 1,1 milljarðs króna kröfu VBS. Fjárfestingar- bankinn taldi að Stanford og Kcaj hefðu gengist undir sjálfskuldar- ábyrgð á 5 milljóna punda láni til breska félagsins Ghost fyrir tveimur árum, eða um einn millj- arð króna. Ghost varð gjaldþrota og Stanford og Kcaj neituðu að greiða lánið. Í dómi héraðsdóms kom fram að með undirritun sinni á lána- skjölin hefðu Stanford og Kcaj aðeins samþykkt skilmála láns- ins en ekki tekist á hendur sjálf- skuldarábyrgð. Þessu hefur fjár- festingarbankinn nú áfrýjað. - ghh VBS leitar réttar síns: Áfrýjar til Hæstaréttar vegna Stanford NÝSKÖPUN Svana Helen Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Stika, og Vilborg Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mentors, munu hitta Viktoríu krónprinsessu Sví- þjóðar í viðhafnarkvöldverði í dag. Stöllurnar hafa verið valdar fulltrúar íslenskra kvenfrum- kvöðla í Evrópuverkefninu EU Network of Female Entrepren- eurship Ambassadors. Halla Tómasdóttir og Krist- ín Pétursdóttir frá Auði Capital voru einnig valdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. - kh Íslenskir frumkvöðlar: Hitta Viktoríu krónprinsessu ELDSUPPTÖK ÓLJÓS Húsbíllinn skemmdist mikið í brunanum. ELDSVOÐI Eldur kom upp í húsbíl á tjaldsvæðinu í Garði rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt sunnu- dags. Eigendur húsbílsins, maður og kona, voru í næsta húsbíl þegar eldurinn kom upp og náðu að slökkva eldinn. Maðurinn brenndist á höndum og konan fékk snert af reykeitr- un. Þau voru flutt á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja til aðhlynn- ingar. Húsbíllinn skemmdist mjög mikið. Allt sem var inni í honum brann, en ekkert er vitað um elds upptök. Lögreglan rannsakar nú málið. - afb Maður brenndist í Garði: Eldur kom upp í húsbíl JAPAN Shoichi Nakagawa, fyrrver- andi fjármálaráðherra Japans, fannst látinn á heimili sínu um helgina. Nakagawa, sem var 56 ára gamall, vakti heimsathygli á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Róm fyrr á árinu, þegar hann virtist vera ölvaður á blaða- mannafundi. Málið þótti afar vandræðalegt fyrir stjórnvöld í Japan og í kjölfarið missti hann sæti sitt í ríkisstjórn landsins. Eiginkona Nakagawa kom að honum þar sem hann lá á mag- anum í rúminu á heimili þeirra í Tókýó. Lögreglan rannsakar nú lát hans. - afb Fulli fjármálaráðherrann: Fannst látinn á heimili sínu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.