Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 10
 10. október 2009 LAUGARDAGUR F í t o n / S Í A Hver ætlar í nýju búðina í Kringlunni? 5 lög fylgja öllum tónlistarsímum Fullt verð: 14.900 kr. Nokia 2760 11.490 kr. Fullt verð: 19.900 kr. Sony Ericsson W205 16.900 kr. Ertu ekki að froska í mér? Froskaðu upp símann þinn Fást aðeins í Kringlunni 2.490 kr. Glæsilegir Essasú Dogma bolir Takmarkað magn DÓMSMÁL Kaupás kannar nú hugs- anlegan skaðabótarétt sinn gegn Högum vegna brota síðarnefnda félagsins á samkeppnislögum. Matsmenn, sem meta eiga hugs- anlegt tjón Kaupáss vegna brot- anna, voru kvaddir til í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Samkeppniseftirlitið sektaði í desember síðastliðnum Haga um 315 milljónir króna vegna alvar- legra brota á samkeppnislögum. Brotin áttu sér stað í verðstríði lágvöruverðsverslana árið 2005, þegar Bónusverslanirnar, í eigu Haga, buðu meðal annars mjólk og mjólkurvörur nánast ókeypis í verslunum sínum til að laða að við- skiptavini. Þetta taldi Samkeppnis- eftirlitið alvarlega ólögmæta und- irverðlagningu, til þess fallna að veikja stöðu samkeppnisaðilanna og valda almenningi miklu tjóni. Finnur Árnason, forstjóri Haga, kom fram í fjölmiðlum á sínum tíma og sagði að tap Bónuss af verðstríðinu væri um 700 millj- ónir króna. Sektin sem lögð var á Haga er sú hæsta sem nokkru sinni hefur verið lögð á fyrirtæki fyrir brot gegn ákvæði samkeppn- islaga um misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Málinu var skotið til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn í mars. - sh Vilja skaðabætur vegna alvarlegra brota Haga á samkeppnislögum: Kaupás kannar bótarétt sinn VERÐSTRÍÐ Í verðstríðinu árið 2005 fékkst mjólk nánast gefins í Bónus. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Fjármálaráðherra kynnti í gær stjórnarfrumvarp fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Gangi það í gegn geta fyrirtæk- in fengið fimmtung rannsókna- og þróunarkostnaðar endurgreidd- an og fjárfestar fengið ívilnanir vegna kaupa á hlutafé. „Þetta er æðislegt. Við höfum beðið eftir þessu í mörg, mörg ár,“ segir Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP, sem þróar og rekur fjölþátttökuleikinn EVE Online um stjórnarfrumvarp sem er á lokastigum hjá fjármála- og iðn- aðarráðuneyti undir forystu for- sætisráðuneytis. Það kann að verða lagt fyrir Alþingi á næstu dögum Frumvarpið er tvíþætt og kveð- ur á um að nýsköpunar- og sprota- fyrirtæki geta sótt um endur- greiðslu á allt að tuttugu pró- sentum af rann- sókna- og þró- unarkostnaði auk skattalegra ívilnana fyrir fjárfesta sem kaupa hluta- bréf nýsköpun- ar- og sprota- fyrirtækja. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kynnti frumvarp- ið á fjárfestaþingi Seed Forum Iceland í gær. Það er sniðið að norskri fyrirmynd en varð þar að lögum fyrir um sjö árum. Álíka fyrirkomulag er þekkt víða um heim. „Þetta eru bestu aðgerðirnar sem geta stutt við nýsköpun og komið okkur út úr kreppunni,“ segir Davíð Lúðvíksson hjá Sam- tökum iðnaðarins, Davíð segir samtökin hafa kynnt leiðir sem þessar fyrir nokkrum árum en þær haft til- hneigingu til að daga uppi á borði fjármálaráðherra fyrri ríkis- stjórnar þrátt fyrir að þær kunni að auka atvinnuþátttöku og skila hærri tekjuskatti í ríkiskassann. Hann bendir á að Ísland hafi verið aftarlega á merinni í þessum málum og sé með frumvarpinu verið að jafna hlut íslenskra fyrir- tækja, sem sum hver hafi flutt til útlanda í leit að betra umhverfi. Skemmst er að minnast þess er Hilmar hjá CCP sagði, í samtali við tímaritið Tölvuheim árið 2005, fyrirtækið íhuga að flytja úr landi og fara þangað sem sambærileg- ar ívilnanir væru í boði og eru nú í smíðum hér. Ekkert varð úr flutningum. jonab@frettabladid.is DAVÍÐ LÚÐVÍKSSON Sprotafrumvarp loksins fyrir Alþingi Ríkisstjórnin mun á næstu dögum leggja fram frumvarp um endurgreiðslu á hluta rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja og aðrar ívilnanir. Málið kom margsinnis á borð fyrri ríkisstjórnar en strandaði hjá fjármálaráðherra. FJÁRMÁLARÁÐHERRANN Steingrímur J. Sigfússon kynnti í gær tvíþætt stjórnarfrum- varp sem felur í sér endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði og skattafrádrátt vegna fjárfestinga í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var tólf ára. Maðurinn var ákærður fyrir að strjúka stúlkunni innan klæða. Jafnframt að hafa sett sig í sam- band við hana á MSN-internet- samskiptum og hvatt hana með lostugum og ósiðlegum hætti til að sýna sig fyrir honum fáklædda og nakta að hluta í vefmyndavél. Einnig leitaðist hann við að hitta hana í kynferðislegum tilgangi. Maðurinn neitaði fyrir dómi að hafa strokið stúlkunni. Hann játaði hins vegar MSN-samskipt- in en kvaðst ekki hafa vitað um aldur stúlkunnar. Hann er ellefu árumn eldri en hún. Stúlkan var haldin mikilli vanlíðan eftir athæfi mannsins. Í vottorði sálfræðings sem hún gekk til segir að hún hafi skömm á sér eftir það, sem meðal ann- ars hafi leitt til þess að hún hafi skömm á líkama sínum. Komið hafi tímabil þar sem hún sé enda- laust í sturtu og kasti upp mat. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Jafnframt þarf hann að greiða allan máls- kostnað, sem nemur ríflega hálfri milljón króna. - jss LÖGBROT Misnotkun á netinu varðar við lög. Barnaníðingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi: Lostafullt athæfi og vefupp- tökur af 12 ára stúlkubarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.