Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 10. október 2009 3
Kynningarplakatið fyrir tískusýningu de Castelbajacs lofaði
sjóræningjum, páfagaukum og paradís. Tískuhönnuðurinn stóð
sannar lega við orð sín og áhorfenda beið heil fjársjóðskista af lit-
ríkum fötum, hákarlabúningum og augnleppum sem soðin voru
saman með miklum húmor.
Sýningin fór fram í Carrousel du Louvre og var búið að koma
þar upp leikmynd með pálmatrjám, strákofum og risastórum
útskornum guðalíkneskjum.
Fötin báru öll keim af þemanu en fylgihlutirnir voru ekki
síður hluti af heildarmyndinni. Á skóhælum sáust hákarla tennur
og hálsmen voru gerð úr beinum.
Sýningin snerist því að stærstum hluta um að vekja athygli
og skemmta áhorfendum en ekki er ljóst hversu hentug fötin verði á
götum stórborganna. solveig@frettabladid.is
Mikilúðlegur
páfagaukur
prýðir þessa
sérstæðu
múnderingu.
Fylgihlutirnir skiptu miklu máli eins og
sést á þessum hákarlaskóm.
Hann er ekki frýnilegur að sjá
karlinn á kjólnum og myndi
vafalaust hafa skotið mörgum
sjóræningjanum skelk í bringu.
Skrautleg
fjársjóðskista
Sjóræningjar, páfagaukar og hákarlar komu við sögu á
tískusýningu Jean Charles de Castelbajac á tískuvikunni í París nýlega.
Húmorinn
var í fyrirrúmi
á tískusýningu
Castelbajacs.
Sjóliðar skreyta
þessi jakkaföt.
Íslandsdeild Amnesty International
stendur í dag fyrir táknrænni aðgerð
í Smáralind til stuðnings fólki sem
sætir þvinguðum brottflutningi víða
í Afríku. Ljósmyndir verða til sýnis,
aðgerðarkortum dreift, boðið upp á
heitt afrískt te og trumbuslátt frá Mið-
baugs-Gíneu. Þá verður undirskrift-
um safnað á „hús undirskriftanna“
auk þess sem reist verður hreysi sem
fólki er boðið inn í. Viðburðurinn er
liður í herferð samtakanna, Krefj-
umst virðingar: Mannréttindi gegn
fátækt. Vakin er athygli á að hundr-
uð þúsunda Afríkubúa um alla álfuna
missa húsnæði sitt á hverju ári þegar
þeir eru þvingaðir úr húsum sínum
af yfirvöldum. Oftast fer útburðurinn
fram án þess að farið sé að lögum og
reglum, án viðvarana, viðræðna og
skaðabóta. Í stað þess að bæta hús-
næðiskost fólks og lífsskilyrði, sér-
staklega þeirra sem búa við sárustu
fátæktina, hrekja margar ríkisstjórnir
fólk út í enn sárari fátækt.
Dagskráin hefst klukkan 13 í Dropan-
um á neðri hæð Smáralindar, rétt hjá
Hagkaupum.
Hreysi reist í
Smáralind
AMNESTY VEKUR ATHYGLI Á MANN-
RÉTTINDABROTUM
Hundruð þúsunda Afríkubúa missa
húsnæði sitt á hverju ári.