Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 18
18 10. október 2009 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Boðskapur fjármálaráð-herra við heimkomuna frá ársfundi Alþjóðagjald-eyrissjóðsins í Istanbul
var einfaldlega sá að á þeim vett-
vangi biðu menn nú góðra frétta
frá Íslandi. Með öðrum orðum kom
ráðherrann tómhentur heim.
Á meðan á för ráðherrans stóð
tókst Ögmundi Jónassyni hins
vegar að breyta pólitískri stöðu
mála hér heima. Fjölmiðlar fluttu
af því fréttir að meirihluti Alþingis
vildi nú segja upp samningnum
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða
endurskoða innihald hans.
Á uppsögn og endurskoðun er að
sönnu grundvallarmunur. Alltaf
hefur legið fyrir að meta yrði eftir
framvindu mála hvort allar lána-
heimildir yrðu
nýttar. Spurning
dagsins snýst
hins vegar ekki
um þetta, held-
ur hitt, hvort við
eigum nokkurn
kost á lánafyrir-
greiðslu.
Fyrri ríkis-
stjórn ákvað að
endurreisn efnahagslífsins skyldi
grundvölluð á sameiginlegri efna-
hagsáætlun með Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Frá pólitísku sjónarhorni
var það merkilegast við myndun
núverandi ríkisstjórnar í febrúar að
hún ákvað að þessu leyti að byggja
á sama grunni og stjórnin sem hún
velti úr sessi.
Engin ríkisstjórn hefur verið
jafn langt til vinstri frá miðjunni
eins og sú sem nú situr. En þessi
ákvörðun að byggja endurreisnina
á grundvelli fyrri stjórnar hefur
rétt þá slagsíðu talsvert. Aldrei
hefur verið talið ráðlegt að snúa
hesti í miðju straumvatni. Við ríkj-
andi aðstæður væri það beinlínis
háskalegt.
Tengingin við lausn Icesave-
hneykslisins hefur verið ljós frá
upphafi. Ríkisstjórninni hafa verið
mislagðar hendur við lausn á því
máli. Þau alvarlegu mistök mega
hins vegar ekki verða til þess að
einangrunaröflin lengst til vinstri
í VG nái algjörum undirtökum í
landsstjórninni. Lýðskrumið hnígur
í þá átt. Það er hættan.
Hættan
Frá því í október í fyrra hefur verið málefna-kreppa á Alþingi. Þáver-andi stjórnarflokkar komu
sér ekki saman um grundvallar-
atriði. Framtíðarstefnan í pen-
ingamálum og Evrópusambands-
aðildin voru meginorsök þeirrar
kreppu. Að vísu benti flest til að
sú málefnakreppa væri að leysast
þegar Samfylkingin rauf stjórnar-
samstarfið og atburðarásin tók
nýja stefnu.
Þessi málefnakreppa var
ekki leyst við myndun núver-
andi stjórnar. Að flestu leyti
snýst hún um sömu mál. Meðferð
ríkisstjórnar innar á Icesave-
hneykslinu og brottför Ögmundar
Jónassonar úr ríkisstjórn hefur
síðan orðið til þess að kreppan er
ekki lengur bundin við málefni.
Hún tekur einnig til valdanna.
Þingræðið byggist á því að
ríkis stjórn á hverjum tíma sé
einhuga um helstu málefni og hafi
meirihluta vald til að fylgja þeim
eftir. Ríkisstjórnir geta þrifist
þrátt fyrir málefnaágreining ef
þær hafa þingstyrk til að koma
þeim málum fram sem þær telja
mikilvægust. Hafi þær heldur ekki
vald á því er stjórnarkreppa.
Eins og sakir standa er því ekki
bara málefnakreppa á Alþingi.
Þar er stjórnarkreppa. Vel má
vera að hún leysist að óbreyttri
ríkisstjórn. En eftir stendur að
málefnakreppan hefur dýpkað.
Stjórnarkreppa
Til að friða vinstri arm VG þarf væntanlega að slaka á markmiðum í ríkisfjár-málum. Velja þarf hag-
vaxtarletjandi skatta í ríkari mæli
en áformað er. Draga verður meir
úr orkunýtingu til hagvaxtarörvun-
ar en nú er ráðgert. Loks er líklegt
að finna verði tafaleiki í viðræðum
um ESB-aðild þannig að ekki dragi
til úrslita fyrr en eftir næstu kosn-
ingar. Það þýðir að ákvarðanir um
langtíma stefnu í peningamálum
verða ekki teknar á kjörtímabilinu.
Spurningin er svo hvort bilið milli
Samfylkingarinnar og stjórnarand-
stöðuflokkanna er minna en gagn-
vart VG. Flest bendir til að svo sé
í ríkisfjármálum, skattamálum og
orkunýtingarmálum. Af flokks-
þings- og landsfundaryfirlýsingum
stjórnarandstöðuflokkanna að
dæma standa þeir efnislega nær
Samfylkingunni en VG í peninga-
og Evrópumálum. Málflutningur
þeirra er þó tvíræðari en svo að
unnt sé að fullyrða að svo sé í raun.
Komið hefur fyrir að ríkisstjórnir
hafa boðið stjórnarandstöðu til við-
ræðna til að breikka pólitískt bak-
land við erfiðar aðstæður. Það gerði
Bjarni Benediktsson til að mynda í
kreppunni 1968, þó að ekkert kæmi
út úr því. Stjórnarandstöðuflokkar
hafa ekki gert ríkisstjórn málefna-
leg tilboð af þessu tagi. Tilboð um
að skipta völdum án málefnalausna
eru þekkt en sjaldnast mikils virði.
Fróðlegt væri hins vegar að sjá
stjórnarandstöðuflokkana, annan
hvorn eða báða saman, gera ríkis-
stjórninni tilboð um samvinnu með
nýjum málefnagrundvelli. Það væri
að sönnu nýmæli í stjórnmálum, en
gæti verið tilraunarinnar virði.
Slíkt frumkvæði gæti sýnt með
óyggjandi hætti hvort stjórnarand-
stöðuflokkarnir eru færir um pólit-
íska brúargerð. Viðbrögð stjórnar-
flokkanna myndu á hinn bóginn
sýna hvort þeir meta meir samstöðu
um málefni eða völd.
Síðustu kosningar snerust um
uppskiptingu valda en ekki mál-
efni. Vera má að rætur pólitísku
kreppunnar liggi einmitt í því. Erf-
itt yrði fyrir ríkisstjórnina að vísa
málefnalegu frumkvæði um nýjan
pólitískan grundvöll út í hafsauga.
Fyrst og fremst yrði það þó áskorun
á Samfylkinguna. Hinn kosturinn,
að bíða næstu kosninga, er líkleg-
astur en getur orðið dýrt spaug.
Er pólitíska kreppan leysanleg?
S
egja má að stormur hafi geisað á fjármálamörkuðum,
í stjórnmálum og á fleiri sviðum hér á landi undan-
farin misseri. Núna, þegar fyrsta alvöru haustlægðin
er að ganga yfir, kemur upp í hugann hve mikilvægt
er að leita að nýjum tækifærum, því storminn hlýtur
að lægja um síðir. Lykilatriðið við að ná árangri er að sjá
tækifæri og notfæra sér þau. Ekki horfa of mikið til baka
og detta í neikvæðan gír. Við eigum stórkostlega möguleika
á að byggja upp hefðbundnar og nýjar atvinnugreinar. Þess
vegna þurfum við að styðja við einstaklinga sem eru að gera
góða hluti og hvetja þá til að gera enn betur. Það kvað ein-
mitt við nýjan og jákvæðan tón hjá Steingrími J. Sigfússyni
fjármálaráðherra þegar hann hvatti til jákvæðni og bjart-
sýni í ávarpi á ráðstefnunni Seed Forum Iceland í gær.
Steingrímur nefndi það sérstaklega hve ánægjulegt væri að
koma í umhverfi þar sem bjartsýni og frumkvöðlastarf væri
leiðarljósið. Þarna kynntu fjölmörg lítil sprotafyrirtæki sínar
viðskipta hugmyndir.
Margir einstaklingar, hvort sem þeir eru rithöfundar,
blaðamenn, atvinnurekendur, stjórnmálamenn eða menn-
ingarfrömuðir, líða stundum fyrir sínar stjórnmálaskoðanir
eða sín störf í atvinnulífinu. Sumir hafa auðvitað gert mis-
tök, en ekki má dæma alla. Hugvit og atorka fjölmargra sem
hafa lent í erfiðleikum í kjölfar efnahagshrunsins getur eflt
íslenskt atvinnulíf. Nú er ekki tími fyrir galdrabrennur.
Að því kemur þó að ýmsir þurfa að axla ábyrgð og verða
dæmdir.
Jákvæðni er til góðs. Þeir sem eru jákvæðir eru yfir-
leitt hvetjandi og uppbyggilegir í sínu lífi. Fyrirgefningin
er einnig jákvæð og hjálpar okkur að losna við reiði og
ásakanir. Það er oft erfitt að fyrirgefa þegar hin innri rödd
og jafnvel staðreyndir segja okkur að refsa beri þeim sem
hafa sært okkur og gert eitthvað á okkar hlut. Þess vegna
byggir trúrækni á því að útrýma hatri og hefnd mannsins.
Friðar boðskapur John Lennon og Yoko Ono er okkur einnig
áminning um þetta.
Erfiðleikar lífsins og mistök verða ekki flúin. Besta
aðferðin til að standa af sér erfiðleika í lífinu kann að vera
sú að sýna umburðarlyndi og þolinmæði og takast á við málin
af þekkingu og æðruleysi. Sama gildir um fyrirtæki sem eru
að gera frábæra hluti. Þau kunna að vera umdeild, en við
þurfum að horfa á tækifærin og jákvæða hluti í þeirra starfi.
Ekki má afskrifa gömul og góð fyrirtæki eða verkefni af því
að þau urðu píslarvottar bankahrunsins.
Við verðum að nota kreppuna til að breyta og bæta okkar
þjóðfélag. Ekki horfa bara á neikvæðar hliðar kreppunnar
heldur ekki síður þær jákvæðu. Við þurfum öll, einstaklingar,
fyrirtæki og sveitarfélög, að nota þau tækifæri sem við
höfum til að gera betur. Stuðlum að jákvæðni, bjartsýni og
hamingju, en forðumst bölsýni, hefnd og hatur.
Horfum líka á hið jákvæða framundan.
Að loknu fárviðri
ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR