Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 22
22 10. október 2009 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Haraldur L. Har- aldsson skrifar um greiðsluverkfall Nýjustu upplýsing-ar um erlendar skuldir bankanna eru frá 30. september 2008. Þá voru þær 10.317 ma.kr. Þar af voru 7.412 ma.kr. í erlendum kröf- um, útlánum og eignum erlend- is. Þannig voru erlendar skuldir banka nettó gagnvart útlöndum í september 2008 2.905 ma.kr., sem er þá væntanlega sá gjaldeyr- ir sem bankarnir tóku að láni og komu með til Íslands. Þegar rætt er um að erlendar skuldir þjóð- arbúsins séu 240% af landsfram- leiðslu eru þessar skuldir ekki með taldar. Þannig má ætla, miðað við það sem AGS hefur sagt, um þol- mörk þjóðarbúsins til greiðslugetu á erlendum skuldum að þessar skuldir verða ekki greiddar. Skipting útlána innlánsstofnana Þegar rýnt er í skiptingu útlána innlánsstofnana á milli lána í krón- um og gengistryggðra lána kemur í ljós að erlendar skuldir innláns- stofnana nettó samsvara nokkurn veginn gengistryggðum útlánum þeirra. Þannig má ætla að geng- istryggð lán hafi verið fjármögn- uð með þessum erlendu lántökum og verða ekki greidd nema þá að hluta með skuldabréfum í íslensk- um krónum eða þá með yfirtöku erlendra kröfuhafa á bönkunum. Gengistryggð lán innlánsstofn- ana voru um 61% af útlánum þeirra miðað við stöðuna í sept- ember 2008. Það er mikil áhætta fyrir nýju bankana að vera með svo hátt hlutfall af útlánasafni í gengistryggðum lánum, mikil gengisáhætta. Að sjálfsögðu skipt- ir máli hvernig þessi útlánasöfn verða tekin yfir, þ.e.a.s. með hvað miklum afföllum nýju bankarnir taka þessi útlán yfir. Þannig gæti hlutfallið raskast. Engu að síður er áhætta bankanna mikil ef hátt hlutfall af útlánasafni þeirra er í gengistryggðum lánum. Það eru miklir hagsmunir fyrir bankana að breyta gengistryggðum útlánum í krónulán. Hagsmunirnir eru ekki síðri fyrir bankana eins og fyrir lántakendur. Gengið er út frá því að ekki hafi verið mikið um ný gengistryggð lán eftir desember 2007. Ef það er rétt skýrist hækkun á gengistryggðum útlánum innlánsstofnana frá 31. des. 2007 úr 1.558 ma.kr. í 2.963 ma.kr. 30. sept. 2008 eða um 1.405 ma.kr. af fallandi gengi krónunnar. Hvaða fyrirtæki og heim- ili geta tekið á sig slíka hækkun lána, eða um 90%? Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankan- um voru gengistryggð lán heim- ila í árslok 2008 315,4 ma.kr. eða 10,6% af öllum gengistryggðum útlánum banka í september 2008. Sömuleiðis nema gengistryggð lán heimila ekki nema 22,4% af þeirri hækkun sem varð á geng- istryggðum lánum frá árslokum 2007 til september 2008, sem staf- aði svo til eingöngu af falli krón- unnar. Hver er í raun vandinn við að leysa þennan skuldahluta heim- ilanna? Af framanrituðu má ljóst vera að nýju bankarnir hljóta að þurfa að knýja á um að gengis- tryggðum lánum verði breytt í krónulán. Þannig eru hagsmunir þeirra ekki síðri en heimilanna og þar af leiðandi á að semja um það á milli kröfueigandans og skuld- arans hvernig með þessi mál verði farið. Bankarnir geta ekki gert þetta einhliða. Því ítreka Hags- munasamtök heimilanna tilboð sitt til sáttar um að gengistryggð- um lánum verði breytt í krónulán. Þessi leiðrétting greiðist ekki úr ríkissjóði, þar sem lántökur bank- anna, sem standa á bak við geng- istryggð útlán þeirra, verða ekki greiddar nema þá að litlum hluta. Hvað varð af þeim gjaldeyri sem stóð á bak við þessi útlán, þ.e.a.s. erlendar skuldir innláns- stofnana nettó gagnvart útlöndum. Stór hluti gengistryggðra lána var ekki greiddur út í erlendri mynt heldur krónum. Hér hefur skap- ast tækifæri fyrir ákveðna aðila með gjaldeyri. Er mögulegt t.d. að eigendur bankanna hafi fengið arð greiddan með erlendum gjald- eyri, m.ö.o. notað íslenska lántak- endur til að fjármagna arðgreiðsl- ur í erlendri mynt. Ef svo er hvar eru þeir peningar? Verðtrygging Það eru einkum tvær meginleið- ir til að afla tekna. Annars vegar með vinnu og þá sem launamað- ur og hins vegar „að láta peninga vinna fyrir sig“ eins og sagt er. Hvernig síðan peningarnir vinna getur verið á margvíslegan hátt. Ein leið getur verið að kaupa sér fasteign til að búa í og þá jafn- vel með lántöku. Ávinningurinn af því er að skapa sér eigið fé og hins vegar að hafa bústað til að búa í. Annað sparnaðarform getur verið að leggja peninga inn á verð- tryggða bankabók eða kaupa verð- tryggð skuldabréf o.s.frv. Nú þykir eðlilegt, í því ástandi sem er, að tekjur þeirra sem afla tekna með vinnu verði skertar. Hér er ekki verið að tala um stöðvun á hækk- un launa heldur beinlínis lækkun launa. Nýverið hafa verið sett lög um lækkun launa hjá hópi opin- berra starfsmanna. Allt vegna efnahagsástandsins. Á sama tíma sem þetta gerist er margur launa- maðurinn sem lagt hefur sinn sparnað í íbúðarhúsnæði búinn að tapa þeim sparnaði og gott betur. Auk þessa er fólk að missa vinn- una. Við þessa stöðu er það stefnan að hinn almenn launamaður skuli bera alla hækkun á lánum sem eru verðtryggð og/eða gengistryggð. Vísitala neysluverðs mælir ekki rétt neyslumynstur eins og það er. Vísitalan hefur hækkað að undan- förnu m.a. vegna gengisfalls krón- unnar. Á sama tíma dregst inn- flutningur saman og eftirspurn eftir innlendum vörum eykst. Hefur verið tekið tillit til þess við mælingu vísitölunnar? Sömu vörur eru ekki í innkaupakörfunni í dag og voru fyrir tveimur árum, sem ætti að hafa áhrif á vísitöluna. Einnig er ljóst að vísitala neyslu- verðs nú er að hækka m.a. vegna efnahagshruns á Íslandi, sem getur ekki réttlætt hækkun á höf- uðstól lána heimila og fyrirtækja. Er eðlilegt að þegar útsölur hætta þá leiðir það til hækkunar á verð- tryggðum lánum? Er eðlilegt að þegar ríkisstjórnin hækkar álög- ur þá hækki lán landsmanna? Það hlýtur að teljast eðlilegt að vísitala neysluverðs verði tekin til endur- skoðunar og hún leiðrétt eða jafn- vel tekin úr sambandi a.m.k. tíma- bundið. Ef slík ákvörðun verður tekin kemur það til með að virka bæði á innlán og útlán. Einnig á skuldabréf sem Íbúðalánasjóður hefur selt. Verði þessi leið farin lendir kostnaður ekki á ríkissjóði. Höfuðstóll innistæðueiganda minnkar ekki, heldur dregur úr ávöxtuninni. Á síðustu tólf mán- uðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11%, þar af leiðandi hafa verðtryggð lán hækkað sem því nemur. Á sama tíma hafa laun lækkað, kaupmáttur dregist saman og atvinnuleysi farið úr 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2008 í 9,1% í sama ársfjórðungi 2009. Tillaga Hagsmunasamtaka heimilanna til sáttar Hagsmunasamtök heimilanna ítreka tillögur sínar um að komið verð til móts við heimili og fyrir- tæki í landinu: 1. Gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð lán miðað við það gengi sem var þegar lán var tekið. 2. Vísitala neysluverðs verði leiðrétt. 3. Þak verði sett á verðtryggingu þar til varanleg lausn finnst í lána- málum landsmanna. Hér skiptir tíminn miklu máli. Höfundur er hagfræðingur. Af hverju greiðsluverkfall?Í tilefni afmælis UMRÆÐAN Ellert B. Schram skrifar Í dag, tíunda októ-ber, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjö- tugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekk- ert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvana- legt uppátæki að skrifa blaða- grein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningar- grein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessar- ar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjö- tíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásam- legur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættis- störfum, þingmennsku, stjórn- málaflokkunum, á golfvellin- um, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynn- ast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útval- inn og einstök guðs- gjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskj- urnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merki- lega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissöng- inn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gest- irnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það senni- lega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælis- dag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur. ELLERT B SCHRAM Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmti- legu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan HARALDUR LÍNDAL HARALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.