Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 41
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN verður um Listasafn
Íslands á sunnudaginn klukkan 14. Sigríður Melrós
Ólafsdóttir sýningarstjóri beinir sjónum að textílverk-
um, sérstaklega verkunum Fiskikonur eftir Hildi Hákon-
ardóttur og Punt eftir Hildi Bjarnadóttur. Höfundar
verkanna taka þátt í leiðsögninni. www.listasafn.is
„Fyrri hluta helgarinnar verður
mikið til varið niðri í Íslensku óper-
unni. Ég er varasöngvari í hlut-
verki Góðhjartar í Ástardrykknum
eftir Donizetti sem verður frum-
sýndur þann 25. þessa mánað-
ar. Sem slíkur verð ég að fylgjast
með öllum æfingum og vera með
allt á hreinu ef eitthvað skyldi fara
úrskeiðis,“ segir Jón Svavar Jós-
efsson, söngvari, leikskólastarfs-
maður og hestajárningamaður.
Sökum anna við æfingar hefur
Jón Svavar lofað sjálfum sér
að gera eitthvað uppbyggilegt
fyrir líkama og sál síðari hluta
laugardags.
„Fjallganga er eitthvað sem ég
gæti vel hugsað mér. Ég veit svo
sem ekki nákvæmlega hvaða fjalli
ég ætti að sigrast á en Öskjuhlíðin
kemur sterklega til greina, og þá
jafnvel á hjóli,“ segir söngvarinn
og glottir.
Að útivist lokinni er ekki loku
fyrir það skotið að Jón Svavar
skelli sér í sund til að hvíla lúin
bein. „Þá er manni reyndar ekk-
ert að vanbúnaði að skella sér eitt-
hvert út að borða, núðlusúpa væri
tilvalin.
Í beinu framhaldi er svo kjörið
að renna á knæpu og kanna orðróm
götunnar. Hvernig hljómar eitt
blint stefnumót? Ölstofan á mið-
nætti?“ býður Jón Svavar.
Hlé verður gert á æfingum Ást-
ardrykkjarins sunnudag og Jón
gælir við að leggja land undir fót.
„Ég hygg á heimsókn til úrvals-
hjónanna ömmu og afa frá Torfu-
felli sem dvelja nú á Heilsuhóteli
í Hveragerði. Í leiðinni er aldrei
að vita nema ég fjárfesti í hvera-
rúgbrauði og kannski sunnlensku
grænmeti. Þá er skylda að renna
niður einum ís í kaupstað íssins.
Svo er bara að njóta landslagsins
og hveraskýjanna á heimleiðinni.“
Segir óperusöngvarinn Jón Svavar
Jósefsson. kjartan@frettabladid.is
Heimsækir afa og ömmu
Söngvarinn Jón Svavar Jósefsson verður upptekinn við æfingar fyrri hluta helgarinnar. Hann hefur því
lofað sjálfum sér einhverju uppbyggilegu þegar æfingum lýkur, eins og til dæmis fjallgöngu í Öskjuhlíð.
Jón Svavar ætlar að njóta alls þess sem Hveragerði býður upp á til hins ýtrasta um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
s
g Mjódd
UPPLÝSINGAR O
Nýtt námskeið
hefst 16. október n.k.