Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 88
60 10. október 2009 LAUGARDAGUR
KÖRFUBOLTI Það vakti talsverða
athygli þegar Valur Ingimundar-
son hætti snögglega með Njarð-
víkurliðið og það aðeins ári eftir
að hann tók við stjórnartaumunum
hjá liðinu á nýjan leik.
„Ég sá mér leik á borði þegar það
var laus hæfur þjálfari. Mér fannst
þetta vera orðið gott hjá mér. Ég
kom að hluta til aftur þar sem það
vantaði þjálfara hjá liðinu í fyrra.
Mér fannst ég hafa gert það sem
ég ætlaði að gera. Mannskapurinn
var kominn heim, mikil stemning
hjá félaginu og frábær andi í hópn-
um,“ sagði Valur sem er búinn að
fá nóg af þjálfun í bili.
„Ég er búinn að vera of lengi í
þessu og hef ekki hungrið lengur.
Þegar ég hætti sem þjálfari í Borg-
arnesi var ég búinn á því sem þjálf-
ari. Ég hef mikinn metnað og vil
gefa 110 prósent í hlutina. Ég held
að minn tími sem körfuboltaþjálf-
ari sé liðinn,“ sagði Valur sem sér
þó ekki eftir síðasta vetri í Njarð-
vík sem hann segir hafa verið afar
skemmtilegan.
„Í dag er komið mikið öflugra lið
og þetta lið á að hafa þjálfara sem
hungrar í titla. Sá maður er ekki ég
enda hungrar mig ekki í titla. Mér
finnst gaman að kenna körfubolta
en hef ekki lengur þetta hungur til
að vinna titla. Ég er búinn að vera
of lengi í þessu og er í raun brunn-
inn upp. Í bili að minnsta kosti. Ég
þjálfa ekki körfubolta næstu tvö
árin hið minnsta,“ sagði Valur sem
á glæstan feril að baki, bæði sem
leikmaður og þjálfari.
Valur var staddur í Svíþjóð hjá
bróður sínum Sigurði þegar Sig-
urður hætti einnig óvænt sem
þjálfari Solna í Svíþjóð. Vildu
margir meina að þeir bræður hefðu
skipulagt þjálfaraskiptin ytra. Það
segir Valur ekki vera satt.
„Ég fór út til þess að ná mér í
smá andagift. Hann hætti svo
bara daginn eftir. Þá sá ég mér
leik á borði að hætta fyrst það var
hæfur þjálfari á lausu. Ég ber hag
Njarðvíkur fyrir brjósti og vil
félaginu allt hið besta. Það á skilið
metnaðarfullan þjálfara og Siggi
er maðurinn í það. Ef þetta hefði
ekki komið upp þá hefði ég klárað
veturinn með Njarðvík og lagt
mig allan í verkefnið,“ sagði Valur
sem hefur samt ekki sagt skilið við
körfuna.
„Ég kem til með að horfa á Njarð-
vík og fylgjast með syni mínum.
Það var líka ekki gott að þjálfa son
sinn. Ég vil frekar vera faðir en
þjálfari.“ henry@frettabladid.is
Hungrið er horfið og ég
er í raun brunninn upp
Valur Ingimundarson hætti mjög óvænt sem þjálfari Njarðvíkur á dögunum
og tók bróðir hans, Sigurður, við starfinu. Valur segist vera brunninn upp sem
þjálfari og býst ekki við að þjálfa körfuboltalið á nýjan leik.
KOMINN MEÐ NÓG AF ÞJÁLFUN Valur Ingimundarson skilur Njarðvíkurliðið eftir í
höndunum á bróður sínum sem hefur meiri hungur í titla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI „Það hefur alltaf legið
ljóst fyrir af hálfu mín og Hafn-
arfjarðarbæjar að það yrði sam-
komulag á milli félaganna FH og
Hauka að spila
sína leiki í Hafn-
arfirði,“ segir
Lúðvík Geirs-
son, bæjar-
stjóri í Hafnar-
firði, í viðtali
við Fréttablað-
ið. Lúðvík vísar
á bug ásökun-
um Hauka um
að bæjaryfir-
völd í Hafnar-
firði hafi dregið lappirnar varð-
andi lausn á vallarmálum en
Haukar sömdu sem kunnugt er
nýlega við Valsmenn um að spila
einhverja af leikjum sínum á
Vodafonevellinum.
„Ég lagði sjálfur til á fundi með
formönnum Hafnarfjarðarfélag-
anna að einhverjir valdir leikir
Hauka yrðu spilaðir í Krikanum
til þess að þetta gæti gengið upp
varðandi álag á vellinum og ráðist
yrði jafnframt í framkvæmdir
að Ásvöllum til þess að koma upp
þeirri aðstöðu sem þarf að vera
til staðar þar. Ég óskaði eftir því
að félögin myndu í framhaldinu
ræða þessi mál og ef til þyrfti
einhverja aðkomu frá bæjaryfir-
völdum þá yrðum við kallaðir til.
Ég veit síðan ekkert um þetta mál
fyrr en ég sé það staðfest í gær að
Haukar hafi náð samkomulagi við
Valsmenn. Fulltrúar bæjarins voru
aldrei kallaðir til í þessari umræðu
og því út í hött að halda því fram að
vilji bæjarins hafi ekki verið fyrir
hendi,“ segir Lúðvík og bætir við:
„Það er annars alfarið Haukanna
að ákveða hvaða leiðir þeir vilja
fara og þeir ákváðu að gera samn-
ing við systurfélag sitt Val.“ - óþ
Lúðvík Geirsson:
Lagði til að liðin
deildu Krikanum
LÚÐVÍK GEIRSSON
FÓTBOLTI Litlar breytingar verða
á leikmannahópi Fylkis á næsta
tímabili. Þórður Gíslason, for-
maður meistaraflokksráðs
karla, sagði við Fréttablaðið að
félagið væri á góðri leið með að
framlengja samninga sína við
þá Halldór Arnar Hilmisson,
Einar Pétursson, Kjartan Andra
Baldvinsson og Daníel Karls-
son. Fyrir hafði Fjalar Þorgeirs-
son markvörður framlengt sinn
samning.
Þórður sagði einnig að félagið
hefði hug á að styrkja sig á miðj-
unni eftir að Ólafur Ingi Stígsson
hefði ákveðið að hætta. Eini leik-
maðurinn sem Þórður hefur rætt
við hingað til er Skagamaðurinn
Jón Vilhelm Ákason en hann
ákvað að ganga í raðir Vals. - esá
Leikmannamál Fylkis:
Litlar breytingar
HALLDÓR ARNAR Verður líklega áfram í
Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Albert Sævarsson mun
áfram verja mark ÍBV á næsta
ári en samningur hans við félag-
ið var framlengdur á dögunum.
Þetta staðfesti Sigursveinn Þórð-
arson í samtali við Fréttablaðið.
ÍBV hefur einnig framlengt
samning sinn við Þórarin Inga
Valdimarsson og vonast til að
halda þeim Andra Ólafssyni,
Yngva Borgþórssyni og Bjarna
Rúnari Einarssyni. - esá
Albert Sævarsson:
Áfram í Eyjum