Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 28
28 10. október 2009 LAUGARDAGUR
Þekktust þið eitthvað áður en þið hittust hér í
dag? Eigið þið einhverjar sérstakar minningar
hvort um annað?
Jóhannes: „Ég veit að þú ert skörungur í
háskólanum og ég hef heyrt þig láta til þín
taka í málefnum kvenna. Svo hitti ég þig í
mýflugumynd á ráðstefnu um styrk smá-
ríkja, árið 2007. Þá var allt í gangi. Manstu
eftir því?“
Silja Bára: „Já, ég man eftir því. Þetta var ein
af þessum uppgangsráðstefnum. Landsbank-
inn gaf okkur pening til að halda hana. Ég man
aðallega eftir þér úr einu Idol-syrpunni sem
ég hef fylgst með, þegar Lísa var að keppa, því
hún er frá Ólafsfirði eins og ég. Annars hafði
ég alltaf heyrt þetta „Jói og Simmi“ eftir að
ég flutti heim frá Bandaríkjunum, án þess að
vita hvað var eiginlega á bak við það. Hvað
eruð þið búnir að vera lengi saman?“
„Tíu ár. Við erum búnir að gera ýmislegt
misgott. Ég er ekki viss um að þér myndi líka
það allt. Við skulum segja að við höfum ekki
verið mjög pólitískt rétthugsandi í Sjötíu mín-
útum á PoppTíví. Ég þori varla að segja frá
því en við vorum til dæmis með dagskrárlið
sem var með veðurfréttakonu sem fækkaði
fötum.“
Sjáið myndirnar!
Silja Bára: „Jáááá … hmmm. Æsispennandi!
Það hefur fallið vel í kramið hjá táningsstrák-
unum sem horfðu á ykkur?“
Jóhannes: „Já … en kannski ekki hjá Femín-
istafélaginu!“
Silja Bára: „Nei, varla. En ég skil vel tilhneig-
inguna til að ögra og ég held að það sé rosa-
lega mikilvægt að ögra viðmiðum og normum
í samfélaginu. Það er einmitt það sem femín-
isminn gerir. En um leið og einhver er farinn
að græða á nekt annarra, er ég farin að setja
spurningarmerki við hana. Það er þessi hlut-
gerving kvenna sem ég sætti mig ekki við. Ég
á til dæmis rosalega erfitt með fréttavefinn
Vísi.is.“
Jóhannes: Meinarðu út af „Sjáiði myndirn-
ar!“?
Silja Bára: „Einmitt það. Bakspik Jessicu
Simpson stal senunni – myndir. Æi, þetta er
svo þreytandi. Ef konur komast ekki í fjölmiðla
án þess að vera leikföng eða „með bakspik“
hvernig á þá konan sem er forsætisráðherra
að ná upp trúverðugleika.“
Nú er friðarsúlan hennar Yoko farin að
tendra upp himininn yfir Reykjavík. Hvað
finnst ykkur um hana og tilurð hennar?
Jóhannes: „Mér finnst þetta ömurlegt fram-
tak. Ég vil þetta burt! Neiii … Mér finnst þetta
voðalega fallegt.“
Silja Bára: „Mér finnst þetta mjög skemmti-
legt. Mér finnst gott að leyfa henni að lýsa upp
þessa dimma mánuði, svona þegar snjórinn er
ekki kominn.”
Jóhannes: „Ég fékk samt ekki boðskort þegar
hún var vígð. Ég var pínu sár. En ég hefði
samt grenjað mig inn ef Paul McCartney hefði
komið. Það er bara ekki alveg eins að hitta
Ringo. Annars finnst mér Viðey vannýtt nátt-
úruauðlind. Það er meira að segja hægt að tína
kúmen þarna!“
Silja Bára: „Já, það er hægt að fara í skipu-
lagðar kúmengöngur þangað. Hefurðu gert
það?“
Jóhannes: „Nei, reyndar ekki. Ég kann ekki
að nota kúmen.“
Silja Bára: „Ég nota það bara í laufabrauðið.“
Eldamennska framar þrifum
Jóhannes: „Já, bakar þú alltaf laufabrauð? Nú
bara verð ég að fara að læra að baka!“
Silja Bára: „Ertu ekki duglegur við það?“
Jóhannes: „Nei, alls ekki. En ég elda reyndar
mjög oft. Við erum með mjög fína verkaskipt-
ingu á heimilinu. Ég elda og hún þrífur. Ég er
ofalinn hvað þrifin varðar.“
Silja Bára: „Þrif eru nú ekki heldur mitt
helsta áhugasvið. Það gerði útslagið hjá mér
þegar pabbi sagði við mig einn daginn: „Silja
mín, þér er svo margt betur til lista lagt en að
þrífa.“ Þá fór ég og réði mér manneskju í það.
En ég er mjög góður kokkur.“
Jóhannes: „Er það? Hver er þín sérdeild?“
Silja Bára: „Ég bý til besta lasanja í heimi.
Kreppan hefur reyndar haft svolítil áhrif á
það því ég nota ricotta-ost í það og hann hefur
ekki fengist á landinu lengi.“
Jóhannes: „Það er alveg með kjöti og öllu …
þetta er ekkert svona grænmetis?“
Silja Bára: „Nei, nei, nei, maður stendur ekki
í svoleiðis veseni. Svo geri ég brjálæðislega
góðan amerískan bröns. Pönnukökur, egg,
beikon, steiktar kartöflur …“
Jóhannes: „Mmm, hljómar vel. Ég elda hins
vegar mikið kjúkling. Og svo þykir mér voða
gaman að búa til mínar eigin pitsur. Ég er
búinn að mastera þennan botn.“
Nú hafið þið setið hér að spjalli í góðan
klukkutíma og ættuð að geta nefnt þrjú atriði
hvort um annað sem þið teljið vera sönn.
Jóhannes: „Ég held að þú vakir lengi.“
Silja Bára: „Já, góður! Það er alveg rétt hjá
þér. Ég er mikill nátthrafn. Er þá komið að
mér? Ég ætla að láta mér detta í hug að þú
dekrir dóttur þína. Er það ekki?“
Jóhannes: „Já, ég held það sé rétt hjá þér. Ann-
ars held ég að pabbar séu yfirhöfuð voðalega
veikir fyrir stelpunum sínum. Og ég er allur í
stelpunum, það er rétt rúmur mánuður í næstu
stelpu hjá mér. Átt þú einhver börn?“
Silja Bára: „Nei, ég er alveg laus við það. En
ég á fjögur guðbörn. Mig langar ekki til að
verða einstætt foreldri. Og mér hefur aldrei
dottið í hug að fara að stofna fjölskyldu með
einhverjum.“
Útvarpsræða á táknmáli
Jóhannes: „Ég get ímyndað mér að þú hlustir
lítið á Bylgjuna.“
Silja Bára: „Já! Það er alveg rétt hjá þér. Ég
hlusta lítið á útvarp, eiginlega bara á Rás 1.
Stundum gef ég Morgunvaktinni á Rás 2 séns
en yfirleitt er þar aðeins of mikill hressleiki
fyrir mig á morgnana.“
Jóhannes: „Já, hann getur verið svolítið pirr-
andi. Ef hann er ekki ekta.“
Silja Bára: „Ert þú ekki annars með einhvern
útvarpsþátt?“
Jóhannes: „Jú, á laugardagsmorgnum klukkan
níu.“
Silja Bára: „Á hvaða stöð?“
Jóhannes: „Á Bylgjunni!“
Silja Bára: „Úbs … Heyrðu! Getur verið að þið
hafið verið með í fyrsta skipti í útvarpi ræðu á
táknmáli? Hennar Svandísar Svavarsdóttur?
Jóhannes: „Já! Það vorum við.“
Silja Bára: „Sko, ég heyrði það. Það var ógeðs-
lega fyndið.“
Jóhannes: „Þetta var einmitt það þriðja sem
ég ætlaði að nefna. Að þú værir með Svandísi
í símaskránni.“
Silja Bára: „Já reyndar …“
Jóhannes: „Nei, ég var að djóka!“
Silja Bára: „Ég á tvö eftir. Ég ætla að giska á
að þú hafir ekki mætt á marga mótmælafundi
síðasta vetur.
Jóhannes: „Það er alveg laukrétt! Ég var samt
í næsta húsi. Inni í höfuðstöðvum Landsbank-
ans. Þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara út úr
húsi. Fórst þú?”
Silja Bára: „Já, ég fór nokkuð oft. Ég var ein-
mitt að stytta mér leið yfir Austurvöllinn
þegar táragasinu var beitt þarna í janúar.
Ég slapp nú samt við að fá táragas í augun en
hljóp inn í 10/11 og keypti lauk sem ég tróð
upp í fólkið.“
Líkamsárás í Ameríku
Jóhannes: „Ég held þú eigir kött.“
Silja Bára: „Já! Meira að segja tvær kisur.
„Kitchen og Closet. Þær eru amerískar, ég
kom með þær með mér heim frá Ameríku.“
Jóhannes: „Bjóstu lengi þar?“
Silja Bára: Já, í ellefu ár. Fyrst var ég au-
pair, svo í grunnámi, mastersnámi og endaði
í doktorsnámi. Ég lenti reyndar í líkamsárás
þegar ég var nýbyrjuð í doktorsnáminu ’99. Ég
var svo bara í skólanum að nafninu til á meðan
ég var að jafna mig, svo ég héldi sjúkratrygg-
ingunum og sama lækninum.“
Jóhannes: „Hvað ertu að segja?! Hvað kom
eiginlega fyrir?“
Silja Bára: „Sennilega var verið að reyna að
brjótast inn til mín. Ég kom heim eitt kvöldið
og þá var maður í glugganum hjá mér. Hann
grýtti í mig kantsteini. Ég hef haft skrautlega
sjúkrasögu eftir það.“
Jóhannes: „Þetta er skelfilegt að heyra. En ég
er glaður að þú komst vel frá þessu. Annars
sæti ég hér einn á rökstólum!“
Silja Bára: „Já, heyrðu þetta er kannski ágæt-
ur punktur. Ég ætla að giska á að þú hafir
aldrei þurft að leggja fram ofbeldiskæru.“
„Nei, nei. Eða heyrðu, jú! Það var bara í
Árbæjarskóla, fyrir langalöngu. Það var út
af einhverjum hrekkjusvínum í 10. bekk sem
tuskuðu mig til þegar ég var í 8. bekk.“
Á ársafmæli kreppunnar er ekki hægt
annað en að spyrja hvaða áhrif hún hefur haft
á líf rökstólaparsins.
Jóhannes: „Mér finnst margar góðar hliðar á
kreppunni, með fullri virðingu fyrir öllu því
erfiða sem fylgir henni fyrir marga. Ég hef
fundið það á eigin skinni að ég er útsjónar-
samari og nýtnari. Og ég held við höfum svona
hugarfarslega haft gott af því að springa í loft
upp. Við höfum verið dálítið ofalin.”
Silja Bára: „Ég er sammála þér í því að maður
er orðinn útsjónarsamari. Maður var farinn
að taka mörgum hlutum sem sjálfgefnum.
Mér fannst hið eðlilegasta mál að geta gert þá
kröfu að ég fengi avókadóolíu bara úti í Mela-
búð. Og hún var sko til þar!”
Jóhannes: „Melabúðin er markaðsundur!“
Silja Bára: „Já! Og félagsmiðstöð líka.“
Silja Bára: „En þótt ég sé sammála því að við
höfum haft gott af smá uppstokkun hefði ég
ekki viljað hafa þetta svona harkalegt. Það
var til dæmis fullt af fólki að vinna í bönkun-
um sem trúði á leiðsögn þeirra sem voru í for-
ystunni. Upplifun þessa fólks á svikum og því
að það geti ekki treyst sinni eigin dómgreind
þurftum við ekki á að halda.“
Jóhannes: „Ég starfaði í Landsbankanum í
fimm ár og þegar maður horfir til baka er
dálítið skrýtið að hafa verið í bankanum í heilt
ár eftir hrunið og upplifað þetta allt saman.
Það var til dæmis mjög sérstakt að lesa bók-
ina Hrunið, svolítið eins og að hafa leikið í
kvikmynd og lesið handritið eftir á.“
Útsjónarsamir sælkerar
Kvenskörungnum og femínistanum Silju Báru Ómarsdóttur myndi sjálfsagt ekki líka allt það sjónvarpsefni sem grallaraspóinn
Jóhannes Ásbjörnsson og vinir hans í Sjötíu mínútum létu frá sér fara í gamla daga. Það fór þó vel á með þeim Silju og Jóa, sem
hafa bæði ástríðu á eldamennsku og skiptust á uppskriftum á rökstólunum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fylgdist með.
Á RÖKSTÓLUM
SILJA BÁRA OG JÓHANNES Á meðan ljósmyndari Fréttablaðsins smellti nokkrum myndum af rökstólaparinu gaf Silja Jóhannesi uppskrift að dýrindis lambalæri.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Jóhannes
… er einbirni.
… hefur ekki bein í nefinu og getur
því flatt það alveg út með þuml-
inum.
… ólst upp í Árbænum og heldur
með Fylki.
… reyndi að komast inn í Leiklist-
arskólann eftir Versló en datt út á
lokasprettinum.
… spilar á gítar og er forfallinn
Bítlanörd.
Silja Bára
… fylgist með bandarískum háskólafótbolta og heldur
með USC Trojans.
… er svo trygg sínu liði að hún er með baráttusöng skól-
ans sem hringitón á gemsanum.
… æfði sund með Óðni og skíði með KR.
… var í stjórn MORFÍS í menntaskóla en þorði aldrei
að halda ræðu sjálf. Það hefur þroskast af henni með
árunum.
… er stofnfélagi Garðyrkjufélagsins Snotra. Í félaginu eru
þrír félagar og þrjár deildir, Vesturbæjar-, Þingholts- og
Norðurmýrardeild.
➜ VISSIR ÞÚ AÐ...