Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 30
30 10. október 2009 LAUGARDAGUR Í fljótu bragði virðist jólabókaflóðið í ár hafa fá sérkenni, það er ekkert eitt sem stendur upp úr. Ef helst ætti að nefna eitthvað er það fjarvera kanón- anna; þær eru færri en oft áður. Úr þeim hópi má þó finna nöfn á borð við Steinunni Sigurðardóttur en skáldsaga hennar Góði elskhuginn kemur út hjá Bjarti. Frá Krist- ínu Marju Baldursdóttir kemur hins vegar Karlsvagninn. Ólafur Haukur Símonarson skrifar um Fuglalíf á Framnesvegi. Sögulegar skáldsög- ur eru nokkrar. Vilborg Davíðsdóttir skrif- ar uppvaxtarsögu Auðar Djúpúðgu í Auði og Jón Kalman Stefánsson á hinn ábúðarmikla titil Harm englanna, sem er sjálfstætt fram- hald hinnar mjög svo lofuðu Himnaríki og helvíti. Uppheimar gefa út Enn er morgunn eftir Böðvar Guðmundsson. Frá sama for- lagi koma Hjá brúnni eftir Kristínu Ómars- dóttur og Leitin að Audrey Hepburn eftir Bjarna Bjarnason. Strákarnir áberandi Ef einhver tiltekinn hópur höfunda er meira áberandi en aðrir fyrir þessi jól eru það karlmenn milli þrítugs og fertugs. Steinar Bragi, sem sló í gegn með Konum í fyrra, fylgir henni eftir með Himninum yfir Þing- völlum; þremur sögum um mörk mennsku og ómennsku. Þá gefur Forlagið einnig út Gæsku eftir ólíkindatólið Eirík Örn Norð- dahl. Huldar Breiðfjörð hefur ritað nýja ferðabók, Færeyska dansa, þar sem hann rýnir í þjóðarsál frænda okkar. Dóttir mæðra minna eftir Sindra Freysson gerist á Ísafirði 1941 þegar hermenn ganga á land og handtaka sjö heimamenn. Mikael Torfason tæklar hrunið í Vormönnum Íslands, sem fjallar um gjaldþrota útrásarvíking sem rannsakar sviplegt andlát móður sinnar. Foreldramissir kemur líka við sögu í Síð- ustu dögum móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson: Þegar Mamma greinist með ólæknandi sjúkdóm heldur hún ásamt syni sínum, Dáta, til Amsterdam í leit að líkn. Útkoman er sögð gráglettin og tregafull. Konur á sama aldursreki eiga líka sína fulltrúa; þar má nefna Oddnýju Eir Ævars- dóttur og bók hennar Heim til míns hjarta, sem kemur út hjá Bjarti. Hún fjallar um unga konu sem er komin á heilsuhæli, úrvinda á sál og líkama, og leitar sér alls kyns lækninga á hjarta. Sama forlag gefur út Sónötu fyrir svefninn eftir Þórdísi Björns- dóttur. Reyfarar Krimmarnir eru orðnir fastur þáttur í helgihaldinu og Arnaldur Indriðason missir ekki úr jól frekar en venjulega. Í Svörtuloftum tekur Arnaldur upp þráðinn og skrifar að nýju um lögregluteymið við Hverfisgötu. Birgir Li og Gunnar Maríuson snúa aftur í Sólstjökum Viktors Arnars Ingólfsson- ar en hinn blóðstokkni Stefán Máni fylg- ir Ódáðahrauni frá því í fyrra eftir með Hyldýpi. Óttar Martin Norðfjörð gefur út sína þriðju spennusögu hjá Sögum, Paradísar- borgina. Þar kveður víst við annan tón en í fyrri bókum höfundarins en í henni segir frá venjulegu fólki og hvernig það bregst við erfiðum fréttum. Ævar Örn Jósepsson gefur væntanlega út bók í ár en hún hefur ekki enn hlotið nafn. Í Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur reynir Þóra Guðmundsdóttir lögmaður að fá endurupptekið mál fatlaðs manns sem situr inni á Sogni fyrir að kveikja í sam- býli. Veröld gefur út en þar þreytir ungur lögfræðingur frumraun sína, Ragnar Jón- asson, með bókinni Fölsk nóta sem státar af forvitnilegri fléttu. Annar glæpasagnahöf- undur stígur sín fyrstu spor hjá Bjarti, Lilja Sigurðardóttir með bókina Spor, sem fjallar um ástarsagnaþýðandann Magna sem rann- sakar morðgátu á meðferðarhæli. Vogaðasta plott ársins er þó í Rúnagaldri Elíasar Snælands Jónssonar, sem Skrudda gefur út: Melkorka Steingrímsdóttir sjón- varpsfréttamaður rannsakar fortíð afa síns, sem fremur sjálfsmorð í Fossvogs- kirkjugarði uppáklæddur eins og nasisti, og kemst á snoðir um þýskan kafbát sem hvarf við Íslandsstrendur árið 1944 klyfjað- ur gulli. Hér gæti brugðið til beggja vona. Ljóð Aðdáendur Gyrðis Elíassonar fá eitthvað fyrir sinn snúð í ár því eftir hann koma tvær bækur: smásagnasafnið Milli trjánna og ljóðabókin Nokkur almenn orð um kuln- un sólar. Uppheimar skera ljóðabækurnar ekki við nögl í ár. Þeir gefa einnig út Hlust- aðu á ljósið eftir Njörð P. Njarðvík, Rennur upp um nótt eftir Ísak Harðarson og Milli barna eftir Gunnar M. Gunnarsson, korn- ungan höfund frá Akureyri. Forlagið gefur út Ljóðorkuþörf Sigurð- ar Pálssonar sem og ljóðabók Hauks Más Helgasonar, Rigningin gerir ykkur frjáls. Þá gefur Bjartur út Komin til að vera, nóttin eftir Ingunni Snædal en frumraun hennar var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna á sínum tíma. Ævisögur og frásagnir Forlagið gefur út nokkrar þungavigtarbæk- ur í flokki ævisagna. Fyrst skal nefna Kona verður forseti, þar sem Páll Valsson rekur æviferil Vigdísar Finnbogadóttur. Árni Heimir Ingólfsson rekur dramatískt ævi- skeið Jóns Leifs. Þá er væntanlegt seinna bindi ævisögu Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson og Óskar Guðmunds- son hefur ráðist í að taka saman ævi Snorra Sturlusonar. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur rifjar upp lífshlaup sitt í Hjartslætti sem Veröld gefur út en frá Bjarti kemur Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason. Þetta er sérstök ævisaga; gerist á þremur dögum, þegar Ragnar er á leiðinni á Nóbels- hátíðina í Stokkhólmi. Tómas Hermannsson hjá Sögum fer á rúntinn með Magga Eiríks úr Mannakornum og rekur úr honum garnirnar í Reyndu aftur. Sama forlag gefur líka út starfssögu Jónas- ar Kristjánssonar ritstjóra, Frjáls og óháður. Jón Ólafsson píanóleikari skrifar hins vegar ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar söngv- ara, sem Sena gefur út. Frá Skruddu kemur Það liggur í loftinu, um hjónin Birnu Óladóttur frá Grímsey og Dagbjart Einarsson útgerðarmann en það er sjálfur Jónas Jónasson sem heldur um penna. Hjá sama forlagi kemur út forvitni- leg bók: Þjófur, fíkill falsari – sjálfsævisaga síbrotamanns eftir Guðberg Guðmundsson. Í bókinni rekur Guðberg æviferil sinn en hann hóf ungur afbrotaferil sinn og sat samtals í fangelsum í yfir tuttugu ár í fimm löndum áður en hann sneri blaðinu við. Kristín Guðnadóttir ritar ævisögu Svavars Guðnasonar myndlistarmanns og Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, skrifar reisubók frá slóðum frum- byggja í Ástralíu, Enginn ræður för. Hjá Uglu koma út endurminningar Ein- ars Benediktssonar sendiherra sem hefur vafalítið frá mörgu fróðlegu að segja. Salka gefur út Elfa Gísla eftir Önnu O. Björns- son. Elfa hefur ávallt þurft að standa á eigin fótum og á sér víst ævintýralega sögu. Og enginn veiðiáhugamaður lætur sjálfsagt Ána eftir Bubba Morthens hjá sér fara, en í henni segir Bubbi veiðisögur í bland við „ár-sögu“ og „ævisögur“ fólksins sem hefur veitt í og lifað hjá Laxá í Aðaldal. Fjölbreytni í flæðarmálinu Boðberi jólanna, bókaflóðið, er á allra næsta leiti. Bergsteinn Sigurðsson guðaði á glugga nokkurra forlaga og gáði hvað leyndist í flæðarmáli lesenda í ár. Hér er stiklað á því helsta í flokki innlendra skáldverka og ævisagna. ÞETTA ÆTLA ÉG AÐ LESA Fréttablaðið leitaði til fjögurra lestrarhesta og spurði hvað þeim litist á. KARL TH. BIRGISSON BLAÐAMAÐUR Það sem vekur mestan áhuga minn er bók Óskars Guðmundssonar um Snorra Sturlu- son. Óskar er allt í senn, grúskari af guðs náð, glöggur greinandi og lipur penni. Þessa hlakka ég til að lesa. Annar maður með borgfirsk tengsl er Run- ólfur Ágústsson. Það hefur spurst að í reisubók hans frá Ástralíu séu athyglisverðar upplýs- ingar um afdrif Jörundar hundadagakonungs, en ég bíð ekki síður eftir ferða- sögunni sjálfri. Runólfur kann nefnilega fleira en að stofna og reka skóla – hann er bæði mikill húmanisti og góður stílisti. Bókin hans verður lesin upp til agna. Af öðru „sagnfræðilegu“ hlýt ég að nefna ferðabók Huldars Breiðfjörðs. Af hverju er hann annars svona nískur á texta handa okkur, þessi flinki höfundur? Páll Valsson skrifaði „Söguna“ af Jónasi Hall- grímssyni og áhugafólk um samtímasögu hlýtur að bíða bókar hans um Vigdísi Finnbogadóttur með mikilli eftirvæntingu. Síðast en ekki síst nefni ég Mynd af Ragnari í Smára. Jón Karl Helgason getur verið ótrúlega fundvís á sjónarhorn og sannindi sem öðrum eru hulin. Þetta hljómar eins og spennandi bók. Til að hvíla mig frá sagnfræðilegri spennu vel ég svo tvö ljóðskáld af ólíkum kynslóðum, Ing- unni Snædal og Njörð P. Njarðvík. Með þeim er fátt skylt annað en að þau yrkja falleg ljóð. Og hvernig er eiginlega hægt að standast ljóðabók sem heitir Hlustaðu á ljósið? SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR Það lítur út fyrir að ansi margar bækur á nátt- borðinu hjá mér verði ævisögur. Annað hvort eru svona margar áhugaverðar ævisögur á útgáfulistanum fyrir þessi jól eða ég er einfald- lega komin á ævisagnaald- urinn. Meðal þessara bóka er Kona verður forseti, eftir Pál Valsson, um Vigdísi Finnbogadóttur og seinna bindið um Þórberg Þórð- arson eftir Pétur Gunnars- son. Svo er það Hjartsláttur sr. Hjálmars Jónssonar og Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason, að ógleymdri ævisögu tónlistarmannsins Magn- úsar Eiríkssonar. Ég þarf líka að lesa Það liggur í loftinu eftir Jónas Jónasson, um hjónin Birnu Óladóttur frá Grímsey og Dagbjarts Einarssonar í Grindavík. Ég fylgdist aðeins með meðgöngu sögunnar og verð að fá að lesa útkomuna. Af skáldsögum geri ég ráð fyrir að lesa Svörtuloft eftir Arnald og Karlsvagninn eftir Kristínu Marju og svo finnst mér eitthvað spennandi við lýsinguna á sögu Ragnars Jón- assonar, Fölsk nóta, um dularfullan greiðslu- kortareikning og löngu horfinn föður. Harmur Englanna eftir Jón Kalman freistar líka, sem og Góði elskhuginn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Spurningarnar sem Huldar Breiðfjörð veltir upp í bókinni Færeyskur dansur kalla á mann, eins og: Eru Færeyjar í útlöndum? Sögulegar skáldsögur Böðvars Guðmunds- sonar eru ómissandi, þannig að Enn er morg- unn fer líka á náttborðið, og nýr krimmi eftir Ævar Örn Jósepsson sem er víst enn án titils. Þetta ætti að duga mér eitthvað fram yfir áramót, og þá get ég tekið til að við að lesa allt hitt á útgáfulistunum. ÖRN ÚLFAR SÆVARSSON, RÁÐ- GJAFI OG HUGMYNDASMIÐUR Það sem greip augað fyrst á listanum yfir jólabækurnar er bók Óskars Guðmundssonar um Snorra Sturluson. Ég fór á Sturlungunám- skeið nýlega hjá Einari Kárasyni og hlakka til að kjamsa á örlögum og áhrifum þessa mistæka skörungs og skáldjöfurs. Svo væri gaman að lesa bókina um landnámsmanninn Auði djúpúðgu eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Hvernig er starf landnámsmannsins? Hvernig tilfinning er að koma að tómu landi? Á hverju byrjar maður? Þegar ég lít okkur nær í tíma staldra ég fyrst við ævisögu Magga Eiríks sem segir meðal annars frá því þegar hann og Pálmi Gunnars voru numdir af brott af geimverum. Einnig væri gaman að glugga í bókina um málarann Svav- ar Guðnason og ferðabók Huldars Breiðfjörð um Færeyjar. Ég vænti líka mikils af skáldsögum Jóns Kalmans og Bjarna Bjarnasonar. Svo kemur líka sá tími um jólin að maður setur tærnar upp í loft, stingur djúpt í konfekt- kassann og hellir sér í glæpasögu, til dæmis eftir Arnald eða Ævar Örn. Rúnagaldur eftir Elías Snæland Jónsson hljómar líka spennandi. Og þó? Er kannski of mikið að blanda fornum rúnalykli að launhelgum Óðins og Þórs við týndan kafbát hlaðinn gullstöngum og níræðan íslenskan nasista? ÞÓRUNN HREFNA SIGURJÓNS- DÓTTIR BÓKMENNTAFRÆÐINGUR Ég er mjög svag fyrir höfundum sem kunna bæði að hugsa og skrifa. Lágmæltu skáldin Gyrðir og Jón Kalman eru í sérstöku uppá- haldi og jólagleði mín í ár verður þreföld þar sem þrjár bækur eru væntanlegar frá þeim á næstunni. Oddný Eir Ævarsdóttir, sem kom svo skemmtilega á óvart með Opnun kryppunnar um árið, er nú með nýja bók, sem Bjartsfólk segir að „rokki á milli hjarta og fræða“. Oddný er svo klár höfundur að þessi blanda hlýtur að koma vel út. Góði elskhuginn, ný skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, er kynnt sem „ástarsaga með tregatóni“ og mér finnst Steinunn einmitt kunna svo vel að skrifa svoleiðis sögur (ég kann Tímaþjófinn utanbókar). Það eru tíðindi að Ísak Harðarson skuli gefa út nýja ljóðabók og hana hlakka ég til að lesa, enda er Ísak höfundur fleygra ljóðlína á borð við: „Þeir segja atómstríð í vændum. Væri ekki ráð að byrja að lifa, svo þeir hafi eitthvað að drepa?“ Ljóðorkuþörf eftir Sigurð Pálsson er líka á óskalistanum. Sigurður er nú bara eins og Nóakonfektið. Hann klikkar aldrei. Annað bindið af sögu Péturs Gunnarssonar um Þórberg vil ég fá um leið og það kemur úr prentsmiðjunni – en það fyrsta var í það minnsta stórskemmtilegt. Þetta verða áreiðanlega „góð bókajól“ eins og sagt er. Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl er forvitnileg og svo getur undirheimski hlutinn af mér ekki annað en beðið með eftir- væntingu eftir sjálfsævisögu síbrotamannsins Guðbergs Guðmundssonar Þjófur, fíkill, falsari. GLUGGAÐ Í JÓLABÆKUR Jólabókaflóðið í ár einkennist fyrst og fremst af fjölbreytni en unnendur ævisagna og ljóðabóka ættu þó að geta hugsað sér sérlega gott til glóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.