Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 64
36 10. október 2009 LAUGARDAGUR
fyrr og svuntuþeysatónlist níunda
áratugarins er greinilegur áhrifa-
valdur. Bandið er á uppleið, þykir
mjög hresst á sviði og hefur hitað
mikið upp fyrir stærri bönd síð-
ustu mánuðina, lið eins og Bloc
Party, Kate Nash og Justice. (
Hafnarhúsið, föstudagskvöld kl.
23.50)
Choir Of Young Believers
Danirnir í þessu bandi fengu
nýverið þessa umsögn hjá
Íslandsvininum David Fricke í
Rolling Stone: „Eins og að heyra
Thom Yorke í miðju Roy Orbison-
lagi frá sjöunda áratugnum“ – og
sú lýsing er ekki fjarri lagi. Við
hana má bæta að bandið hljóm-
ar oft ansi líkt Beach Boys sirka
Smiley Smile með hunangsgljáð-
um bakraddakór og óvæntum
kaflaskiptingum. Fleet Foxes
kemur líka stundum upp í hug-
ann. Fyrsta platan heitir This is
for the white in your eyes og var
kosin besta danska platan í fyrra.
Jannis Noya Makrigiannis heit-
ir aðalgaurinn og bandið er nú í
útrás. Airwaves er skref í þeirri
ferð. (Hafnarhúsið, fimmtudag
kl. 22.00)
Casiokids
Þessir eru frá Bergen í Noregi og
á samningi hjá ensku Moshi Moshi
útgáfunni, sem hefur lengi verið
viðloðandi Iceland Airwaves (og
ber ábyrgð á sigurgöngu Florence
and The Machine, Hot Chip og
Lykke Li). Sveitin syngur á norsku
og þegar fyrsta smáskífan kom út í
fyrra var það fyrsta lagið á norsku
sem komið hefur út í Englandi.
Casiokids er hressandi hljómsveit
sem sækir áhrif víða að, til dæmis
frá sænska gæðarokkbandinu Bob
Hund, hinum japanska Cornelius
og frá Graceland-tímabili Pauls
Simon. (Hafnarhúsið, föstudag kl.
21.50)
James Yuill
Breti með barta og gleraugu sem
gæti verið efnafræðikennari
frá 1975. Hann blandar saman
lagrænum áhrif frá liði eins og
Nick Drake, Radiohead og Sufjan
Stevens, og taktrænum dýnamískum
áhrifum frá liði eins og Justice,
Chemical Brothers og Aphex Twin.
Fyrsta platan hans heitir Turning
down water for air og er nýkomin
út. (Batteríið, föstudag kl. 23.20)
Darling Don’t Dance
Kvennatríó frá Árhúsum í
Danmörku sem hefur gefið út eina
plötu, Bare frames. Stelpurnar eru
djúpt sokknar í sixtís bílskúrsrokk
og eru kraftmiklar, skemmtilegar
og örugglega skemmtilegar á sviði.
(Grand Rokk, föstudag kl. 23.40)
The Postelles
Band sem hljómar eins og The
Strokes ef The Strokes spiluðu
sálartónlist og væru gefnir út
hjá Motown-útgáfunni. Líkt og
Strokes eru The Postelles frá
New York-borg og samlíkingin
nær lengra því einn Strókurinn,
Albert Hammond Jr., hljóðvann
nýjustu smáskífu The Postelles,
123 Stop. Bandið hefur gefið út
eina fimm laga plötu og hitað
upp fyrir stærri bönd eins og
The Kills, The Wombats og The
Cold War Kids. (Iðnó, aðfaranótt
sunnudags kl. 00.40)
When Saints Go Machine
Fjórir ungir Danir sem byrjuðu
með bandið 2007. Fyrsta platan
kom út í maí og heitir Ten makes
a face. Sem áhrifavalda nefnir
bandið til sögunnar listamennina
og grúppurnar Matthew Herbert,
White Noise, Moloko, Morrissey,
Beach Boys, sem og evrópsku
teknósenuna. Tónlist bandsins er
fjölbreytt og upplífgandi og undir
áhrifum frá þessu öllu. (Hafnar-
húsið, fimmtudag kl. 23.00)
The Drums
Bandarískt band sem situr sveitt
við að taka upp fyrstu plöt-
una sína þessa dagana. Platan
er væntanleg frá Moshi Moshi-
útgáfunni. Bandið hljómar dálít-
ið furðulega, eða svona svipað
og Joy Division hefði gert ef Ian
Curtis hefði ekki verið þunglynd-
ur kreppu-Breti heldur lífsglað-
ur brimbrettagaur. Sveitin hefur
bæði gert út frá New York, af því
að músiksenan er svo góð þar, og
Florida, af því brimið er svo gott
þar. (Hafnarhúsið, föstudag kl.
20.50)
Micachu & The Shapes
Satt að segja var þessi enska
hljómsveit sú eina sem ég þekkti
almennilega þegar dagskrá
Airwaves var kynnt. Ég hafði
heillast af frábærri plötu henn-
ar, Jewellery, sem kom út á árinu.
Þetta er fyrsta plata sveitarinn-
ar, enda eru þetta ungir krakk-
ar. Söngkonan Mica Levi kallar
sig Micachu og hún er aðal. Hún
semur lög og texta, er með frekju-
skarð og lítur út eins og stráka-
stelpa – mjög kúl. Til hliðar er
Raisa Khan á hljómborð og Marc
Pell á trommum. Mica syngur
og á það til að vera með ryksugu
á sviðinu sem hún er eitthvað
að fíflast með. Nokkuð „bözz“
hefur verið í krignum bandið.
Þar spilaði Björk okkar nokk-
uð hlutverk því hún sást dansa
á tónleikum sveitarinnar þegar
bandið var enn samningslaust
og gaf sig síðan á tal við band-
ið. Síðar birtist myndband með
Micachu á heimasíðu Bjarkar og
gefið hefur verið í skyn að Björk
muni koma fram með bandinu á
Airwaves. Bandið leggur upp úr
einfaldleika á sviði. Það spilar
gríðargóða, frumlega og ferska
tónlist og ég held þau verði algjör
snilld. (Hafnarhúsið, föstudag kl.
22.50)
Kings Of Convenience
Ég þekkti líka norska bandið
Kings of Convenience. Það er
eitt af aðalböndunum frá Bergen
og í fararbroddi í svokallaðri
Bergen-bylgju. Það er frægasta
bandið á hátíðinni í ár, sem hefur
satt að segja oft skreytt sig með
frægari böndum. Erlend Øye og
Eirik Glambek Bøe eru meðlimir
Kings of Convenience og bandið
sló í gegn árið 2001 með fyrstu
plötunni sinni, Quiet Is the New
Loud. Eins og nafnið bendir til
var um lágstemmt og stílhreint
skandinavíupopp að ræða, ekki
ósvipað og Cardigans á góðum
degi. Bandið hefur starfað með
hléum og á milli hefur Erlend gert
út The Whitest Boy Alive og gert
sólóplötu og Eirik hefur verið í
hljómsveitinni Kommode. Þriðja
plata bandsins er að koma út þessa
dagana og heitir Declaration of
dependence. Platan er afslöppuð
og róleg. Hljómsveitin verður
kvartett þegar hún kemur fram
á Airwaves. (Fríkirkjan, föstudag
kl. 22.00)
Metronomy
Þetta enska band spilaði á Lundún-
arútgáfunni af Airwaves í fyrra og
á Airwaves 2005. Þá var stofnand-
inn Joseph Mount, reyndar bara
einn á ferð. Sveitin hefur breyst
mikið síðan. Platan Night out, sem
kom út í fyrra, hefur komið band-
inu á kortið með þó nokkru trukki.
Þar er allt léttara og poppaðra en
Kafað í Airwaves-hauginn
Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin verður haldin í ellefta skipti í næstu viku, frá miðvikudeginum 14. til 18. október. Að vanda
er boðið upp á haug af tónlist, mestmegnis nýjar og vaxandi hljómsveitir og tónlistarfólk. Þetta er ansi mikill frumskógur svo Dr.
Gunni tók sig til og fann út hvaða atriði hann langar mest til að tékka á.
MICACHU & THE SHAPES
METRONOMY
JANNIS NOYA MAKRIGIANNIS (CHOIR OF
YOUNG BELIEVERS)
JAMES YUILL DARLING DON‘T DANCE
WHEN SAINTS GO MACHINE
THE DRUMS
➜ TÍU SPENNANDI ÍSLENSK ATRIÐI:
■ Hjaltalín: Mest spennandi bandið í dag og nýju
plötunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu. (Með
kammersveit í Fríkirkjunni, fimmtudag kl. 23.00, og
með Páli Óskari í Hafnarhúsinu kl. 00.20 aðfaranótt
sunnudags)
■ Bárujárn: Spólgratt brimbrettapönk með þungarokks-
gljáa. (Sódóma, föstudag kl. 20.00)
■ Caterpillarmen: Útúrproggaðir og hressir á því í
lööööngum en fjölbreyttum lögum. (Grand rokk, laug-
ardag kl. 19.30)
■ Morðingjarnir: Þriðja platan á leiðinni og pönkið
gerist vígdjarfara með hverju árinu. (Nasa, miðvikudag
kl. 21.00)
■ Sykur: Ungt og sællegt danspopp og plata á leiðinni
– frábært eða frábært. (Batteríið, fimmtudag kl. 23.20)
■ Dynamo Fog: Hraustlegt og melódískt elektrórokk frá
stálslegnu tríói. (Sódóma, miðvikudag kl. 22.30)
■ Fjallabræður: Líklega fyrsti karlakórinn á Airwaves
lætur engan ósnortinn með karlmannlegum söng.
(Nasa, fimmtudag kl. 19.30)
■ Feldberg: Allir þekkja lagið góða úr Nova-auglýsing-
unni en nú hafa Eberg og Rósa gert heila plötu sem á
að koma út bráðlega. (Nasa, laugardag kl. 21.40)
■ FM Belfast: Þessa stuðbolta þekkja flestir, og nú
er vonandi að við fáum að heyra nýtt og djúsí stöff.
(Nasa, aðfaranótt sunnudags kl. 01.10)
■ Útidúr: Fjölmenn sveit með fjölbreytnina í fyrirrúmi.
Ilmandi popp og allt getur gerst! (Grand rokk, miðviku-
dag kl. 22.00)
CASIOKIDS
THE POSTELLES
KINGS OF CONVENIENCE