Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 72
44 10. október 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Í dag verður myndlistarsýning opnuð á Seyðis- firði. Hún er sett upp í Bókabúðinni, sem hefur nú þjónað sem verkefnarými Skaftfells í rúmt ár. Auk fjölbreyttra sýninga hafa verið haldin í bókabúðinni námskeið, vinnustofur, markaðir og uppákomur. Það er myndlistarmaðurinn Pétur Kristjánsson sem setur þar upp Kjallaraseríuna, auk nokkurra eldri skúlptúra. Kjallaraserían byggist á afleiddum myndum sem hafa orðið til meðvitað en þó eingöngu sem afleiðing af öðrum verkum. Má sjá dæmi þess á meðfylgjandi mynd. Pétur Kristjánsson fæddist í Bandaríkjunum árið 1952. Hann er búfræðingur og þjóðfræðingur og hefur búið á Seyðisfirði síðan 1984. Á árunum 1991 til 1998 vann hann að mörgum verkefnum með og fyrir vin sinn og læriföður, Dieter Roth, sem þá hafði aðsetur á Seyðisfirði. Annars er Pétur forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands og hefur verið prófessor í Dieter Roth-akademíunni frá stofnun hennar árið 2000. Sýningin verður opin samkvæmt samkomulagi, upplýsingar fást hjá Skaftfelli í síma 472 1632 eða hjá Pétri Kristj- ánssyni í síma 861 7764. Kjallaraserían verður uppi í Gömlu bókabúðinni til 1. nóvember og eru allir velkomnir. Myndlist leidd af öðrum verkum MYNDLIST Myndverk úr Kjallararseríunni eftir eftir Pétur Kristjánsson. MYND/PÉTUR KRISTJÁNSSON Áfram heldur flutningur verka eftir Hrafnhildi Hagalín í Útvarps- leikhúsinu á rás 1 sem samin voru fyrir nokkra elstu og virtustu leikara okkar: á su n nud a g verður frum- flutt leikritið Is there someone out there? með Herdísi Þor- valdsdóttur í aðalhlutverki. Herdís fór að leika ung að aldri í Hafnarfirði þar sem hún ólst upp. Hún kom snemma til starfa hjá Leik félagi Reykjavíkur og Fjalakettinum í Iðnó og varð strax einn af máttar- stólpum Þjóðleikhússins 1950 þar sem hún vann alla sína starfsævi. Jafnframt var hún afkstamikill leikari í útvarpi. Hún tók á seinni árum að beita sér mjög fyrir friðun lands og náttúru og eftir feril sinn hjá Þjóðleikhúsi varð hún áberandi í hlutverkum á hvíta tjaldinu. Leikurinn henni helgaður segir af eldri heimskonu sem lifað hefur fjölbreyttu og skrautlegu lífi í útlöndum er sest að í litlu sjávar- plássi fyrir vestan. Hún fær í heimsókn til sín þekkta íslenska þáttagerðarkonu og segir henni sögu sína. Hrafnhildur leikstýrir sjálf. Á eftir flutningi leikritsins verður á dagskrá þátturinn Í aðal- hlutverki þar sem brot af ferli Her- dísar Þorvaldsdóttur í Útvarps- leikhúsinu verða rifjuð upp. Um kvöldið verður frumfluttur sjónvarps þátturinn Persónur & leikendur í ríkissjónvarpinu, þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við Herdísi. - pbb Hlutverk Herdísar LEIKLIST Herdís Þorvaldsdóttir leikkona. á morgun kl. 15.15 Íslenski flautukórinn heldur tón- leika klukkan 15.15 í tónleikaröð- inni í Norræna húsinu á morgun. Þar flytur hann verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Giancarlo Scarvaglieri, Maríu Cederborg og nýjan einleiks- konsert, LUX, eftir Huga Guð- mundsson. Einleikari á tónleikun- um verður Melkorka Ólafsdóttir. > Ekki missa af síðustu helgi í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ, Lyngási 7-9, þar sem íslensk hús- gagnaframleiðsla er til sýnis. Á sunnudag kl. 15 verður Arndís Árnadóttir hönnunar- sagnfræðingur með leiðsögn um geymslur safnsins og skoðar íslensk húsgögn þessa tímabils. Í dag verður frumsýnt verk fyrir fólk á aldrinum 9 til 99 ára sem fjallar um vatn. Sýningin hefur það að markmiði að sýn- ingargestir sjái vatn í nýju ljósi; upplifi margbreytileika, mikil- vægi og töfra bláa gullsins. Þrír trúðar leiða áhorfendur um sögu- svið vatnsins sem hefur verið á stöðugu ferðalagi um jörðina í árþúsundir; undir og á yfirborði hennar, í öllu lífverum og um himingeiminn. Trúðarnir varpa fram ýmsum spurningum um eðli og uppruna vatnsins á fræðandi en trúðslegan hátt. Opið út, sjálfstætt starfandi leikhús, með Charlotte Böving í broddi fylkingar, setur sýning- una upp í samvinnu við Borgar- leikhúsið. Ragnhildur Gísladóttir sér um hljóðmynd og Gjörninga- klúbburinn sér um leikmynd og búninga. Opið út stóð í fyrra fyrir uppsetningu á Mamma mamma í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leik- arar í trúðsleiknum um vatnið eru þau María Pálsdóttir, Sól- veig Guðmundsdóttir og Vík- ingur Kristjánsson. Hópurinn samdi verkið undir stjórn Char- lotte Böving sem leikstýrir. Sýn- ingar verða allar helgar á Litla sviði Borgarleikhússins. Bláa gullið glóir í Borgó LEIKLIST Trúðarnir í Bláa gullinu: María Pálsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Víkingur Kristjánsson. MYND/OPIÐ ÚT/LR Í gær hleypti Reykjavíkur- borg af stokkunum átaks- verkefninu Ljómandi borg með því að kveikt var á friðarsúlunni í Viðey. Átakið er beint áframhald af Björtum dögum. Þema „Ljóm- andi borgar“ er ljósin í borg- inni, vatnið og veturinn. Lýsing verður nýtt til að vekja athygli á forvitnilegum og öðruvísi hliðum borgarinnar, mannvirkjum og náttúru. Með því að kveikja á kerti eða hvítum ljósum í sínu nærumhverfi, t.d. í glugga, þá geta borgarbúar tekið þátt í að lýsa upp okkar Ljómandi borg. Borgarstjórinn Hanna Birna segir Ljómandi borg hafa þann tilgang einan að gleðja íbúa og gera borgina okkar hlýlegri, skemmtilegri og enn betri. Meðal viðburða verður útsending sinfóníutónleika í sundlaugum, samkeppni um snjólistaverk, tónlistarhátíð, útimarkaðir í mið- borginni, kaffihús í Hljómskálan- um á aðventunni, dagskrá fyrir börn á bókasöfnum og fleira. Í dag verða tónleikar í Ráðhús- inu þar sem Karlakór Reykjavík- ur býður borgarbúum að hlýða á fjölbreytta efnisskrá. Drengja- kór Reykjavíkur mun einnig koma fram. Stjórnandi beggja kóranna er Friðrik S. Kristinsson. Tónleik- arnir hefjast kl 16. Á morgun verða í Ráðhúsi Reykjavíkur tónleikar Stórsveit- ar Reykjavíkur kl. 16. Einleikari verður Björn Thoroddsen gítarleik- ari. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Tendrum ljós! Verum björt! pbb@frettabladid.is Strætin ljóma, borgin syngur MENNING Bjart er fram undan í menningarlífi Reykvíkinga á þessu hausti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA K a t t a s ý n i n g K y n j a k a t t a Kettir velja Sýningin verður haldin 10. og 11. október 2009 í Miðhrauni 2, Garðabæ Nánari uppl. á www.kynjakettir.is Ýmis tilboð á gæludýravörum Sýningin er opin frá kl.10 - 17.30 báða dagana 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa ı Netfang: gerduberg@reykjavik.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is Leiðsögn laugardaginn 10. október kl. 14 Sögur án orða Ólöf Erla Einarsdóttir leiðir gesti um sýningu sína á listrænt endursköpuðum ljósmyndum. Ekki missa af þessu – síðasta sýningarhelgi! Í fréttum var þetta helst... Skopmyndateikningar Halldórs Baldurssonar Sýningin stendur til 18. október Sunnudaginn 11. og 18. október kl. 14 Alli Nalli og tunglið - barnaleiksýning Möguleikshúsið – www.moguleikhusid.is Aðgangseyrir: Kr. 1.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.