Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 88

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 88
60 10. október 2009 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Það vakti talsverða athygli þegar Valur Ingimundar- son hætti snögglega með Njarð- víkurliðið og það aðeins ári eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu á nýjan leik. „Ég sá mér leik á borði þegar það var laus hæfur þjálfari. Mér fannst þetta vera orðið gott hjá mér. Ég kom að hluta til aftur þar sem það vantaði þjálfara hjá liðinu í fyrra. Mér fannst ég hafa gert það sem ég ætlaði að gera. Mannskapurinn var kominn heim, mikil stemning hjá félaginu og frábær andi í hópn- um,“ sagði Valur sem er búinn að fá nóg af þjálfun í bili. „Ég er búinn að vera of lengi í þessu og hef ekki hungrið lengur. Þegar ég hætti sem þjálfari í Borg- arnesi var ég búinn á því sem þjálf- ari. Ég hef mikinn metnað og vil gefa 110 prósent í hlutina. Ég held að minn tími sem körfuboltaþjálf- ari sé liðinn,“ sagði Valur sem sér þó ekki eftir síðasta vetri í Njarð- vík sem hann segir hafa verið afar skemmtilegan. „Í dag er komið mikið öflugra lið og þetta lið á að hafa þjálfara sem hungrar í titla. Sá maður er ekki ég enda hungrar mig ekki í titla. Mér finnst gaman að kenna körfubolta en hef ekki lengur þetta hungur til að vinna titla. Ég er búinn að vera of lengi í þessu og er í raun brunn- inn upp. Í bili að minnsta kosti. Ég þjálfa ekki körfubolta næstu tvö árin hið minnsta,“ sagði Valur sem á glæstan feril að baki, bæði sem leikmaður og þjálfari. Valur var staddur í Svíþjóð hjá bróður sínum Sigurði þegar Sig- urður hætti einnig óvænt sem þjálfari Solna í Svíþjóð. Vildu margir meina að þeir bræður hefðu skipulagt þjálfaraskiptin ytra. Það segir Valur ekki vera satt. „Ég fór út til þess að ná mér í smá andagift. Hann hætti svo bara daginn eftir. Þá sá ég mér leik á borði að hætta fyrst það var hæfur þjálfari á lausu. Ég ber hag Njarðvíkur fyrir brjósti og vil félaginu allt hið besta. Það á skilið metnaðarfullan þjálfara og Siggi er maðurinn í það. Ef þetta hefði ekki komið upp þá hefði ég klárað veturinn með Njarðvík og lagt mig allan í verkefnið,“ sagði Valur sem hefur samt ekki sagt skilið við körfuna. „Ég kem til með að horfa á Njarð- vík og fylgjast með syni mínum. Það var líka ekki gott að þjálfa son sinn. Ég vil frekar vera faðir en þjálfari.“ henry@frettabladid.is Hungrið er horfið og ég er í raun brunninn upp Valur Ingimundarson hætti mjög óvænt sem þjálfari Njarðvíkur á dögunum og tók bróðir hans, Sigurður, við starfinu. Valur segist vera brunninn upp sem þjálfari og býst ekki við að þjálfa körfuboltalið á nýjan leik. KOMINN MEÐ NÓG AF ÞJÁLFUN Valur Ingimundarson skilur Njarðvíkurliðið eftir í höndunum á bróður sínum sem hefur meiri hungur í titla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir af hálfu mín og Hafn- arfjarðarbæjar að það yrði sam- komulag á milli félaganna FH og Hauka að spila sína leiki í Hafn- arfirði,“ segir Lúðvík Geirs- son, bæjar- stjóri í Hafnar- firði, í viðtali við Fréttablað- ið. Lúðvík vísar á bug ásökun- um Hauka um að bæjaryfir- völd í Hafnar- firði hafi dregið lappirnar varð- andi lausn á vallarmálum en Haukar sömdu sem kunnugt er nýlega við Valsmenn um að spila einhverja af leikjum sínum á Vodafonevellinum. „Ég lagði sjálfur til á fundi með formönnum Hafnarfjarðarfélag- anna að einhverjir valdir leikir Hauka yrðu spilaðir í Krikanum til þess að þetta gæti gengið upp varðandi álag á vellinum og ráðist yrði jafnframt í framkvæmdir að Ásvöllum til þess að koma upp þeirri aðstöðu sem þarf að vera til staðar þar. Ég óskaði eftir því að félögin myndu í framhaldinu ræða þessi mál og ef til þyrfti einhverja aðkomu frá bæjaryfir- völdum þá yrðum við kallaðir til. Ég veit síðan ekkert um þetta mál fyrr en ég sé það staðfest í gær að Haukar hafi náð samkomulagi við Valsmenn. Fulltrúar bæjarins voru aldrei kallaðir til í þessari umræðu og því út í hött að halda því fram að vilji bæjarins hafi ekki verið fyrir hendi,“ segir Lúðvík og bætir við: „Það er annars alfarið Haukanna að ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara og þeir ákváðu að gera samn- ing við systurfélag sitt Val.“ - óþ Lúðvík Geirsson: Lagði til að liðin deildu Krikanum LÚÐVÍK GEIRSSON FÓTBOLTI Litlar breytingar verða á leikmannahópi Fylkis á næsta tímabili. Þórður Gíslason, for- maður meistaraflokksráðs karla, sagði við Fréttablaðið að félagið væri á góðri leið með að framlengja samninga sína við þá Halldór Arnar Hilmisson, Einar Pétursson, Kjartan Andra Baldvinsson og Daníel Karls- son. Fyrir hafði Fjalar Þorgeirs- son markvörður framlengt sinn samning. Þórður sagði einnig að félagið hefði hug á að styrkja sig á miðj- unni eftir að Ólafur Ingi Stígsson hefði ákveðið að hætta. Eini leik- maðurinn sem Þórður hefur rætt við hingað til er Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason en hann ákvað að ganga í raðir Vals. - esá Leikmannamál Fylkis: Litlar breytingar HALLDÓR ARNAR Verður líklega áfram í Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Albert Sævarsson mun áfram verja mark ÍBV á næsta ári en samningur hans við félag- ið var framlengdur á dögunum. Þetta staðfesti Sigursveinn Þórð- arson í samtali við Fréttablaðið. ÍBV hefur einnig framlengt samning sinn við Þórarin Inga Valdimarsson og vonast til að halda þeim Andra Ólafssyni, Yngva Borgþórssyni og Bjarna Rúnari Einarssyni. - esá Albert Sævarsson: Áfram í Eyjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.