Draupnir - 01.05.1902, Side 10

Draupnir - 01.05.1902, Side 10
10 DRAUPNIR. Iega af ]»ví aS hann var nýkominn í héraðiS. „Hún er stórhreinleg“, hugsaði hann. „EnniS er hátt og flatt meS djúpum bogadregnum hrukkum yfir augabrúnunum“ —hún rumskaSi og hnyklaði brýrnar og við ]mð mættust þær í hrukkuvef sem dreifðu sér upp á ennið. „Satt mun ]iað vera, að hún hafi úfna skapsmuni“, hugsaði hann, „enn i enninu býr þó mikið vit. Nefið er stórt hjúgt að framan og kjálkarnir breiðir og afturj>ykkir munnurinn nokkuð víður og varirnar jumnar. Konan er ekki fríð og heldur ekki ólagleg en skaphörð mun hún vera“. Augunum hafði svefnengillinn lukt, svo um þau gat hann ekki dæmt, hann sá stúlkuna því að eins til hálfs, því hvílíkt hinmaríki og helvíti getur ekki speglað sig í mannlegu auga eftir því, hvort góður eða illur andi býr i mann- inum þar sem augað er spegill sálarinnar. Hann gat hcldur ekki getið sér til hvílíka breytingu að lífið og meðvitundin mundi geta lagt í þess- ar djúpu línur og þenna mikilúðuga og dular- fulla svip. „Ég staðræð þá við mig, að leita ráðahags við þessa konu, hún er roskin og ráðsett, en hún jmrna í bænum er barn að aldri“. Þessu var hann að velta fyrir sér á ýmsa vegu, þeg- ar Elín tók viðbragð, umlaði og fórnaði upp höndunum eins og hún ætlaði að henda eitt- hvað á lofti. Hann var í rælni að skcða í

x

Draupnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.