Draupnir - 01.05.1902, Side 13

Draupnir - 01.05.1902, Side 13
DRAUPNIR. 13 Hún mundi ekkert eftir áratugunum eða að hún var bláfátæk. Hún hvarf nú frá draumunum sínum og fór að litast um, sá hún þá að kom- ið var allnærri fótaferðartíma og vildi fyrir hvern mun komast heirn í rúmið sitt áður menn risu úr rekkjum. I sömu andránni heyrði hún hóað svo bergmálið endurhljómaði frá einum hamrinum í annan rétt eins og vættirnar hefðu tekið undir með öflugum róm lil að reka hana burtu úr helgidómi sínum. Henni fannst bergmálið hafa aldrei látið eins gegnum þrengj- andi napurt í eyrum sínum og nú, þó hún hefði, svo að segja, verið daglegur gestur í Byrginu. Hún fór því að hvetja sporið og komst beim i rúmið sitt rétt áður en móðir hennar fór að klæða sig, breiddi glitvefsábreið- una upp yfir höfuðið á sér og sofnaöi skjótt með líkneski hins heilaga Jóhannesar í lófa sín- um, sem hún hugði vera náðargjöf frá Maríu meyju. „Þér vitið eigi hverr ætthringr bak við þessa stúlku standa kann“. Stadarhóls l'áll. Allir miklir menn oss kenna, Mestu tign er fært að ná. Eigum þegar aldir renna. Eitthvert spor við tímuns sjá. (Longfellmr. M. J.). Sólin var komin hátt á loft og geislar henn- ar skinu inn um skálann í Ási í gegnum kringl-

x

Draupnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.