Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 18
18
DRAUFNXR.
ui' væri ú því að slá veizlu þeirra saman við
hans, því með þvi gat hún svo áþreifanlega
sannfært hann um, að hún hefði ekki minnsta
snefil af kærleika til hans, og umfram allt ann-
að ásetti hún sér að búast sínu bezta skarti
og leika við hvern sinn fingur. Svo var held-
ur ekki ómögulegt, að A;'i, þó hann væri bóndi,
gæti oi'ðið ríkur og komist til álits. Eftir þessa
ályktun varpaði hún af sér ábreiðunni með líkri
liugprýði og Þorgeir Ljósvetningagoði forðum
þá er hann sagði upp kristnilögin á alþingi,
en með þeim einasta mun, að ekki er þess get-
ið að hann hafi gengið grátbólginn fram fyrir
þingheim, er hann las þau upp.
Inn í sama skálaherberginu finnum vér þau
Ara og Elínu seinna um daginn, liann sat á
kistunni, en hún á rúminu sínu og bæði litu
þau í gaupnir sér meðan þau töluðust við, eins
og báðum þeim væri þessi ráðahagur um og ó.
Hún var sviphörð og alvarleg, en hann stilltur
glaðvær og góðlátlegur. — Eiginleikar, sem í
augum sérhverrar annarar konu en Elinar, hefði
talsvert aukið á gildi hans, því hver er sú auð-
legð, sem jafnast geti við glaða og rólega skaps-
muni? Hún rauf þögnina með þessari spurn-
ingu,' sem kom honum til að líta upp:
„Ætlar gamli Ásmundur nábúi þinn að
sleppa sveitar umsjánni?“