Draupnir - 01.05.1902, Page 19

Draupnir - 01.05.1902, Page 19
DKATJPNIB. 19 „Hvað kemur þetta okkar máli viS?“ hugs- aði Ari, brosti og svaraði: „Hví spyrðu að þessu? Eg veit það sannarlega ekki?“ „Af því að mér hefir verið sagt að þú myndir vera líklegastur til að taka að þér þann starfa“. „Það kemur aldrei til þess, því fyrst er nú það, að ég ætla mér að fara í Eyjafjörðinn, þegar tækifæri býðst, og svo mundi ég ekki taka þann starfa að mér þó ég yrði hér kyr“. „Og hví myndir þú ekki vilja gera það?“ „Af því fyr-nefnda og svo hinu, að ég yrði þá að slá slöku við forsjá bús míns“. „Meturðu þá álitiö einskis?" spurði hún. „Ekki á móts viS skaðann og svo fellur það ekki æfinlega í rétt hlutfall“. „Eg er metnaöargjörn“, svaraði hún. „Og ég get ekki betur séð, en að hann geti fullvel samrýmzt búsumsýslu“. Ari þagði. „Geturðu þá heldur ekki orðið lögréttu- maður?“ spurði hún. Hann svaraði brosandi, sem ekki var laust við háðsbros: „Eg veit ekki hvort auðnan verður mér svo hlynnt að Veita mér skilyrðin, sem þurfa til þess, en þó tnun ég biðja hinn helga Jóhannes skírara að leggja mér árnaðarorð til annara hluta fyr“. „Það verður lítið gagn i þessari bónorðs- íör“, tautaði Þóra brók fyrir munni sér. Hún hafði staðið fyrir utan hurðina til að heyra 2*

x

Draupnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.