Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 23

Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 23
DKAUPNIB,. 23 þar, sern sex marmara hof blöstu í hálfdimm- unni við ræturnar á hinum skuggalega kletti. Hipyllos tók þenna krók á sig til að teygja tímann þar til farið yrði að kveykja i húsunum. Nú var búið að því og fleiri og fleiri Ijósdepl- ar skinu í rökkrinu í traðargötunni, sem lá i krókum milli húsa, trjánna og aldingarðsveggj- anna. Það var þá, eins og nú, mikill munur á andrúmsloftinu á þessu svæði og í borginni, því fyrir sunnan Akropolis blæs vanalega hress- andi sjávargola yfir landið og borgina. Hip- yllos fór að ganga hægara til þess sem lengst að geta andað að sér hreina loftinu, hann hafði glaðlegt og hraustlegt útlit og við rauða kyndla skinið var hann ásjálegur, hann var klæddur í hvita yfirhöfn skreytta með bláum borðum, sem klæddi sólbi’ennda andlitið á honum og svarta hárið einkennilega vel, hann hafði fal- legan limaburð og út úr sérhverri hans hreyf- ingu skein staðfesta, sem samsvaraði andlits- svip hans. Gamla Mýrmax féll ekki sjávarloftið hann þjáðist af gikt í bakinu, og undir eins og hann varð var við sudda-goluna tók hann blysið í hina hendina og fór að nudda á sér síðuna með hægri hendinni. Fötin þyngdu hann ekki nið- Ur, því hann bar einungis á sér svartan Exo- min, algengan þrælabúning, þvi til þess að geta hreyft sig sem liðlegast var hægri handleggur-

x

Draupnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.