Draupnir - 01.05.1902, Page 25

Draupnir - 01.05.1902, Page 25
DRAUPNIR. 25 Það leit ekki út fyrir að hér byggju nein- ar vændiskonur, en tiginborin borgaradóttir, þvf svo rambyggilega var um búið. Myrmax sá sig ])ví í anda spenntan á pyntingabekkinn barðan með burstum og svipum, þjáðan með skrúfujárnum, pressaðann undir tígulsteinshlassi,. og hálfkæfðan með ediki, sem hellt var í nas- irnar. Hann spurði þvi aftur og mikið bærra: „Herra! herra! Hvað ertu að hugsa um að gera?“ Hipyllos tók steinkorn eitt upp af veg- inum en þegar hann — líklega eftir umsamdri vísbendingu — ætlaði að berja honum við stein- vegginn, bar á rauða gluggatjaldið tvo skugga. „Hver skrattinn!“ sagði hann. „Hún er ])á ekki einsömul“. Svo segjandi sendi hann á fingri sínum koss upp í gluggann og hélt leið- ar sinnar hálf gramur í gleði og stefndi á Kerameikos, norð-vesturhluta borgarinnar. Myrmax var ekki vanur að hugsa mikið, en ef honum datt eitthvað í hug, var enginn hægðar leikur að koma honum ofan af þvú Hann spurði ])ví í þriðja skiftið. „Herra! herra! Hvað ertu að hugsa um að gera?“ I þetta sinni heyrði Hipyllos hvað hann sagði og leit til hans og sá undir eins á sorg- arsvipnum, sem var á andlitinu, hvernig í öllu lá. Hann hló dátt og sagði: „Veslings Myr- max“ um leið og liann kleip í kinnina á hon-

x

Draupnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.