Draupnir - 01.05.1902, Page 28

Draupnir - 01.05.1902, Page 28
Íd8 DRAUPNIR. um á æfinni jjvílíkri yngismey á förnum vegi. Þegar hún og móðir hennar nálguSust húsiS, sem við stóðum hjá áðan og sáum ljósið í, hljóp einn af þrælunum eftirFaleriska strætinu til að berja að dyrum, þá þóttist ég vita hver þessi unga stúlka væri. Smíðameistarinn Xenokles átti húsið, og stúlkan hlaut því að vera Klytia dóttir hans, sem er orðlögð fyrir fegurð. Þegar þær komu að horninu á múrveggnum hvessti svo, að þær urðu að beita orku til að komast áfram. Allt í einu losnaði blæja Klytiu og fauk. Hún nam staðar, hljóðaði upp yfir sig og fól andlitið í höndum sínum. Eg var sá fyrsti, sem hljóp til að handsama blæjuna, sem vind- urinn þeytti til og frá, og náði henni rétt í því að hún sveif niður og festist á viðarstofni. Þeg- ar ég færði Klytiu hana tók hún hendurnar fi’á andlitinu og stóð þarna frammi fyrir mér kaf- rjóð af feimni, hún var þá svo óútmálanlega fögur, að eg nærri því óafvitandi í einskonar gleðivímu tók hönd hennar, sem hún rétti út eftir blæjunni og hrópaði: „Fagra Klytia, horfðu á mig“! Því hér í návist móður þinnar sver ég, að þú og engin önnur skalt verða konan mín!“ Klytia fölnaði og dró að sér höndina en þó uppfyllti hún þá bæn rnína að lofa mér að horfa framan í sig, því hún hóf upp höfuðið og festi á mig stóru, brúnu augun sín, og mér

x

Draupnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.