Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 35% 72% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... FÖSTUDAGUR 23. október 2009 — 251. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 ÍSLANDSROVER , í samvinnu við Eðalbíla, stendur fyrir dagsferð fyrir alla Land Rover-eigendur laugardag- inn 24. október. Lagt verður af stað frá Eðalbílum, Grjóthálsi 1, klukkan 10 en áætluð heimkoma er um 15. Skráning er á skraning@islandsrover.is. „Hráefnið á ll Smurbrauð á að vera bragðgott og girnilegtSteindóra Andreasen hefur tileinkað sér galdurinn við að smyrja brauð af smekkvísi d unnið náið með Marentzu Poulsen og sótt námskeið hjá h Steindóra Andreasen kann réttu handtökin við að smyrja brauð og snittur eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Verð 8.290 kr. Villibráðar-hlaðborð k b b 22. o tó er - 18. nóvem erMatreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar.Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Góð tækifærisgjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr. VEÐRIÐ Í DAG STEINDÓRA ANDREASEN Kann galdurinn við að smyrja brauð • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Hreppur eða borg „Sérstaða Reykjavíkurborgar felst í þéttu miðsvæði með raunveru- legum borgarbrag,“ skrifar Pawel Bartoszek. Í DAG 16 Með gott hjartalag Ágúst Ingason ánafnar hluta af fermingarpening- um sínum til ABC hjálparstarfs. FÓLK 34 föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 23. október 2009 Fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson um unglingsár í Skálholti, innblásna danstónlist og hið sérstaka íslenska litróf. MÁTTUR ÞESS SJÓNRÆNA verndar viðkvæma húð Leynist þvottavél frá í þínum pakka? RISAHELGI MEÐ FJÖLSKYLDUNNI! FÖSTUDAGUR Tíska, fegurð og förðun í haust FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Ágætt suðaustanlands Í dag verður allhvasst NV-til en annars hægari norðlæg átt. Búast má við snjókomu á Vestfjörðum, súld N- lands og á Snæfellsnesi en annars staðar verður að mestu þurrt. VEÐUR 4 6 0 3 6 7 Ekki heimsk Paris Hilton segist spila með ímynd sína en hlæi að sjálfri sér í leiðinni. FÓLK 26 N1-deild karla Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í sigri Hauka á Fram í gærkvöldi. ÍÞRÓTTIR 30 FÓLK „Hann er algjör hetja, svo duglegur. Hann bjargaði lífi mínu,“ segir Ashura H. Ramadhan um afrek sonar síns, Ibrahims Kol- beins Jónssonar, sem er tæplega sex ára nemandi í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Ibrahim var heima veikur með hálsbólgu á miðvikudag í síðustu viku þegar móðir hans fékk verk fyrir hjarta og aðsvif upp úr því. Hún hafði þá verið að undirbúa málsverð fyrir fjölskylduna og hafði nokkrum sekúndum áður slökkt á eldavél sem á var pottur með soðnu kjöti. Ibrahim brást snöggt við, náði í plastpoka sem móðir hans kast- aði upp í og vatnsglas. Að því loknu hringdi hann í Neyðarlínuna og vinkonu móður sinnar, sem kom í skyndi. „Sem betur fer náði ég að slökkva á eldavélinni. En þetta var ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig Ibrahim vissi hvað átti að gera og hvert átti að hringja því ég var út úr heiminum,“ segir Ashura, sem var með óráði í kjölfar aðsvifsins. Hún var flutt á Landspítalann við Hringbraut og dvaldi þar í einn sólarhring í rannsóknum. Vinkona fjölskyldunnar dvaldi á meðan hjá Ibrahim og þremur systkin- um hans. „Hann Ibrahim minn er alltaf duglegur,“ segir hin stolta móðir. - jab Fimm ára drengur kom móður sinni til hjálpar þegar hún fékk verk fyrir hjarta: Bjargaði lífi móður sinnar FIMM ÁRA HETJA Ibrahim Kolbeinn Jónsson brást hárrétt við og hringdi í Neyðarlínuna þegar móðir hans fékk aðsvif. Hann sést hér ásamt móður sinni Ashuru og tvíburabróður sínum, Ismael Þorgils. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. VIÐSKIPTI Minnst fimm þúsund viðskiptavinir bankanna og Íbúðalánasjóðs hafa nýtt sér þau úrræði sem í boði eru um greiðslu á íbúðalánum. Þetta jafngildir tæpum fimm prósentum þeirra sem eru með íbúðalán. Tekið skal fram að viðskiptavinir Lands- bankans eru ekki inni í tölunum en bankinn vildi ekki tjá sig um stöðuna. Þetta hefur skilað sér í skilvirkari greiðsl- um íbúðalána. Á bilinu áttatíu til rúmlega níutíu prósent viðskiptavina bankanna eru í skilum með afborganir fasteignalána, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er betri staða en í ágúst þegar fimmtungur þeirra borgaði ekki eða var í vanskilum. Til samanburðar voru 94,9 prósent lántak- enda í skilum við Íbúðalánasjóð um síðustu mánaðamót. Vanskil nema fimm prósentum þar. Það er talsvert meira en í byrjun júní en þá námu vanskil 0,14 prósentum. Fjármálaeftirlitið vinnur nú að því að taka saman nákvæmar upplýsingar um vanskil heimilanna. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs eru 48.944 talsins og eru íbúðalántakar bankanna álíka margir. Viðmælendur Fréttablaðsins segja lántak- endur bankanna leggja hart að sér að greiða af fasteignalánum sínum og nýta sér því þau greiðsluúrræði sem standi til boða. Fyrsta umræða stjórnarfrumvarps um greiðsluaðlögum heimilanna fór fram á Alþingi á mánudag og hafa vonir verið bundn- ar við að það taki gildi um mánaðamótin. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fljótt koma í ljós hvort úrræði ríkisstjórnarinnar beri ávöxt. „Flest heimili eiga að finna strax fyrir því þegar greiðslubyrði lækkar. Í kjölfarið má gera ráð fyrir að fólki á vanskilaskrá fækki. Það kemur í ljós á næstu vikum hvort ráð ríkis- stjórnarinnar skila árangri,“ segir hún. - jab Langflestir standa í skilum Fimm þúsund lántakendur hafa samið um afborganir fasteignalána. Árangurinn af skuldaaðlögun ríkis- stjórnarinnar kemur í ljós á næstu vikum, segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. ■ Í kringum áttatíu prósent viðskiptavina Íslands- banka greiða af húsnæðislánum sínum án þess að nýta sér þau úrræði sem bankinn býður upp á. Tuttugu prósent viðskiptavina nýta sér úrræðin, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. ■ Hjá Nýja Kaupþingi eru 97 prósent viðskipta- vina bankans í skilum með afborganir af íbúðalánum. Sex til sjö prósent nýta þau greiðsluúrræði sem í boði eru. ÍBÚÐALÁN BANKANNA SAMFÉLAGSMÁL „Við virðumst hafa náð að halda vel utan um krakk- ana okkar í kreppunni; foreldrar verja meiri tíma með börn- um, færri börnum líður illa og færri eru einmana, svefnvana og óörugg,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdótt- ir, einn höfunda rannsóknar um hegðun og líðan barna og unglinga í fimmta til tíunda bekk grunnskóla. Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskum börnum líði betur í ár en fyrir þremur árum þegar sambærileg rannsókn var gerð. Færri unglingar hafi rifist við foreldra sína eða séð þá rífast í ár en fyrir þremur árum. - sbt / sjá síðu 12 Niðurstaða nýrrar rannsóknar: Krökkunum líður betur í kreppunni MARGRÉT LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: