Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 10
10 23. október 2009 FÖSTUDAGUR Stigar og verkfæri til innbrota Læsið inni stiga og önnur verkfæri sem hægt er að nota til innbrota. Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! P IP A R • S ÍA • 9 1 3 4 0 Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2009 Hér með er auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2009 er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, með síðari breytingum, sem og aðra sem lagt er á í samræmi við VIII. – XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er lokið álagningu á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag, föstudaginn 30. október 2009. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattum- dæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 30. október til 13. nóvember nk. að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda 2009 samkvæmt ofangreindu skulu hafa bor- ist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 30. nóvember 2009. Auglýsing þessi er birt samkvæmt ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum. 30. október 2009. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Rósa Helga Ingólfsdóttir Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Hanna Björnsdóttir Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson WWW.N1.IS Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! -15% Hjólbarða- þjónusta Þeir sem skrá sig í Sparitilboð N1 á n1.is fá veglegan afslátt Hjólbarðaþjónusta N1 er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu og á völdum stöðum á landsbyggðinni. FJÖLMIÐLAR Til átaka kom milli ann- ars vegar lögreglu og öryggisvarða breska ríkisútvarpsins og hins vegar andstæðinga BNP, Breska þjóðarflokksins, þegar formaður flokksins, Nick Griffin, kom þangað í viðtal í gær. Hundruð manna mótmæltu þar ákvörðun BBC um að hleypa Griff- in í þáttinn Question Time, því að með því að hleypa honum á ræðu- pall þjóðmálaumræðunnar væri ríkisútvarpið að taka málstað hans gildan. Griffin hefur verið nafnkunnur í Bretlandi síðan í lok tíunda ára- tugarins þegar hann var dæmdur fyrir að ýta undir kynþáttahatur með því að afneita helför gyðinga. Hann slapp hins vegar við dóm þegar hann kallaði íslamstrú „ill og grimmileg trúarbrögð“. Fólk sem ekki er hvítt á hörund má ekki ganga í Breska þjóðarflokkinn. Question Time, eða Spurninga- stundin, er vinsælasti stjórnmála- þáttur bresks sjónvarps og hefur ákvörðun BBC verið borin saman við það þegar Jean-Marie Le Pen komst í svipaðan þátt í franska sjónvarpinu á níunda áratugn- um. Le Pen hefur síðan þakkað þeirri útsendingu velgengni sína í frönskum stjórnmálum, en hann er þekktur fyrir kynþáttahyggju. Sjálfur er Griffin ekki í vafa um gildi útsendingarinnar. „Þetta gæti orðið lykilstundin, sem skýt- ur Breska þjóðarflokknum upp á stjörnuhimininn,“ segir hann. Mark Thompson, yfirmaður hjá BBC, segir að ákall um að meina Griffin að tala í sjónvarpinu sé ákall um ritskoðun. BBC verði að gæta hlutleysis, að minnsta kosti svo lengi sem breska ríkisstjórn- in banni ekki flokkinn, en stjórn- in bannaði til dæmis írska flokkinn Sinn Fein á sínum tíma. Thompson bendir á að Þjóðar- flokkurinn hafi sex prósent atkvæða og tvo þingmenn á Evrópuþing- inu. Ekki sé ólíklegt að flokkur af þeirri stærð hefði allajafna fengið að koma fram í þættinum, en áður hafa smáflokkar svo sem Respect, sem berst gegn Íraksstríðinu, birst þar á skjánum. klemens@frettabladid.is Brotist inn í BBC vegna útsendingar Hundruð mótmæltu við höfuðstöðvar BBC í gær um leið og formaður Breska þjóðarflokksins var þar í útsendingu. LÖGREGLAN HENDIR MÓTMÆLENDUM ÚT Margir Bretar eru ósáttir við að formanni kynþáttahyggjuflokks sé hleypt í vinsælasta stjórnmálaþáttinn á BBC. Formaðurinn telur að útsendingin geri flokknum gott. NORDICHOTOS/AFP Tímamótafundur erkifjenda, ef satt er: Íran og Ísrael sögð í kjarnorkuviðræðum ÍSRAEL Hátt settir Íranar og Ísra- elar eiga að hafa hist í síðasta mánuði til að ræða um afvopn- un og um að stemma stigu við útbreiðslu kjarnavopna. Þetta hefur breska ríkisút- varpið eftir ísraelskum embætt- ismönnum, en Íranar neita stað- hæfingunum. Ríkin hafa ekki fundað opinberlega síðan 1979. „Þessi lygi er í ætt við sál- fræðilegar aðgerðir sem miða að því að vinda ofan af stöðugri velgengni íransks ríkiserind- rekstrar,“ segir Ali Ashgar Solt- anieh, sendiherra Írana gagn- vart Kjarnorkueftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hefur einnig greint frá fundi embætt- ismanna ríkjanna, en Íranar hafa lengi sniðgengið Ísraela á alþjóðavettvangi. - kóþ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: