Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 38
26 23. október 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> CRUISE FYRIRMYNDIN
Mary Harron, leikstjóri kvikmynd-
arinnar American Psycho, segir
að leikarinn Tom Cruise hafi verið
fyrirmyndin að Patric Bateman,
aðalsögupersónu myndarinnar.
„Ég og Christian Bale ræddum kar-
aktersköpunina mikið. Okkur fannst
báðum að Patric Bateman væri fjar-
lægur og hvernig hann horfði á heim-
inn eins og hann væri frá annarri plá-
netu.“ Eftir að Bale sá Tom Cruise í
þætti Davids Letterman varð ekki
aftur snúið, Cruise varð fyrirmyndin.
Í viðtali við tímaritið In Style spjall-
ar leikkonan Reese Witherspoon
um samband sitt og leikarans Jakes
Gyllenhaal. Reese og Jake kynntust
árið 2007 við tökur á kvikmyndinni
Rendition og hafa þau verið nánast
óaðskiljanleg síðan. „Jake er frá-
bær kokkur og hann eldar oft. Við
eyðum helgunum á bóndabæ sem
við eigum rétt fyrir utan Los Ang-
eles. Þar ræktum við tómata og
erum með hænur. Þetta minnir mig
mikið á æskuslóðirnar í Tennessee,“
sagði leikkonan. Í viðtalinu talar
hún einnig um skilnað sinn við leik-
arann Ryan Phillippe, en þau skildu
árið 2006 eftir níu ára samband.
„Maður þarf að endurmeta ákveðna
þætti í lífi sínu eftir skilnað. Ég hef
reynt að læra af mistökum mínum
og reyni núna að lifa fyrir núið og
hafa gaman af lífinu.“
Lifir í núinu
Strákarnir í Westlife tóku
upp myndband á Íslandi í
vikunni. Myndbandið verð-
ur að líkindum frumsýnt í
sjónvarpsþættinum X-Fact-
or sem milljónir horfa á í
hverri viku.
„Þeir höfðu engan tíma fyrir neitt
annað en tökurnar, þetta var mjög
stíf dagskrá hjá þeim,“ segir Rafn-
ar Hermannsson hjá True North.
Hann var með Westlife við tökur
á nýju myndbandi sveitarinnar
við Jökulsárlón og Skálafellsjök-
ul. Fréttablaðið greindi frá vænt-
anlegri för strákabandsins en það
er eitt það allra vinsælasta á Bret-
landseyjum og þótt víðar væri leit-
að. Leikstjóri myndbandsins var
Phil Adelman en sá hefur unnið
með listamönnum á borð við Bey-
oncé, Lenny Kravitz og Jay-Z.
Rafnar segir fjórmenningana
í Westlife hafa komið til landsins
á sunnudaginn. Síðan hafi verið
unnið sleitulaust frá morgni til
kvölds. Leiguvél ferjaði fjórmenn-
ingana milli Reykjavíkur og Hafn-
ar í Hornafirði enda má engan tíma
missa þegar dagsbirta er af jafn
skornum skammti og nú er. „Við
byrjuðum klukkan sex á morgnana
og vorum að til níu á kvöldin. Og
þegar öllum tökunum var lokið
héldu þeir samstundis heim,“ segir
Rafnar en Westlife fékk fínt veður
meðan á tökunum stóð þótt óneitan-
lega hafi verið kalt. Drengirnir létu
það þó ekki á sig fá og klæddust
nýjustu tískufötunum, sem teljast
ekki heppilegur klæðnaður þegar
menn eru staddir uppi á hálendi
Íslands. Þeim varð því nokkuð
kalt, svo vægt sé til orða tekið. „Við
vorum síðan bara með dúnúlpur til
að hlýja þeim inni á milli.“
Þrettán manna hópur fylgdi
drengjunum við hvert fótmál og
þeim gafst lítið tækifæri til að
kíkja á hið margrómaða næturlíf
Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að
þeir hafi gist í hjarta borgarinnar
á 101 hóteli. Rafnar segir að gert sé
ráð fyrir því að myndbandið verði
frumsýnt annaðhvort um helg-
ina eða í næstu viku í sjónvarps-
þættinum X-Factor þar sem skap-
ari sveitarinnar, Simon Cowell,
situr við stjórnvölinn. Þættirn-
ir eru meðal þeirra vinsælustu í
bresku sjónvarpi og má því fast-
lega gera ráð fyrir að Ísland og
alvöru jöklakulda beri þar talsvert
á góma. freyrgigja@frettabladid.is
Gaddfreðnir Westlife-liðar
í tískufötum uppi á jökli
Á TÖKUSTAÐ Westlife-piltarnir gáfu sér lítinn tíma til að skoða hvað Reykjavík hafði
upp á að bjóða; tökur á nýju myndbandi þeirra stóðu frá morgni til kvölds.
Paris Hilton segist ekki vera eins heimsk og margir halda. Í
nýju viðtali sem var tekið við hana á bresku sjónvarpsstöð-
inni ITV2 útskýrir hún hvers vegna hún noti skæra
„barnarödd“ þegar hún kemur fram í þáttum
á borð við Simple Life. „Þegar ég nota þessa
barnarödd er eins og ég sé í þessum karakt-
er sem ég bjó til. Í raun er ég allt öðruvísi
manneskja,“ sagði hótelerfinginn. „Ég er
mjög jarðbundin og gáfuð. Ég veit hvað
er að gerast í kringum mig. Stundum er
ég að spila með ímyndina og hlæja að
sjálfri mér í leiðinni,“ sagði hún. „Marg-
ir halda að það sé ekkert í hausnum á mér
en dagsdaglega þegar ég er með vinum
mínum eða á viðskiptafundum tala ég með
venjulegu röddinni.“
Vinkona hennar Nicole Richie, sem sló líka í gegn í raunveru-
leikaþáttunum Simple Life, hefur í nógu að snúast þessa dag-
ana og einbeitir sér að fjölskyldulífinu. Hún er á
forsíðu tímaritsins People Magazine með son
sinn Sparrow James Midnight Madden sem
er aðeins sex vikna og segist aldrei hafa
verið hamingjusamari. Fyrir átti hún dótt-
urina Harlow sem er 21 mánaða með kær-
asta sínum Joel Madden. „Ég gæti ekki verið
hamingjusamari. Það eina sem móðir vill er
að börnin hennar séu heilbrigð og ánægð og
mín eru það. Ég er á hárréttum stað í lífinu,“
sagði hún og bætti við að Harlow væri ekk-
ert afbrýðisöm út í nýjasta fjölskyldu-
meðliminn. „Hún elskar hann svo mikið.
Hún er mjög góð við hann.“
Ekki eins heimsk og fólk telur
PARIS HILTON Segist ekki vera eins heimsk og
margir halda.
NICOLE RICHIE Á hárréttum stað í lífinu með
kærasta og tvö lítil börn.
Fálkaorður
og fjör
Allt þetta og miklu fleira
má lesa um í þessari fjörugu sögu Gerðar
Kristnýjar um forsetann á Bessastöðum
og konunglega heimsókn.
FULLT AF
AUKAVIN
NINGUM
TÖLVULE
IKIR · DVD
MYNDIR
· PEPSI M
AX
OG MARG
T FLEIRA!
SENDU SM
S SKEYTIÐ
EST ZBL Á
N ÚMERIÐ 190
0
OG Þ Ú GÆT
IR UNNIÐ M
IÐA!
9. HVERVINNUR!
FRUMSÝN
D 23. OKT
ÓBER
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.