Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 23. október 2009 11 ÞÝSKALAND Leikmönnum þýska landsliðsins í fótbolta hefur verið sagt að vera undir það búnir að ganga í skotheldum vestum á heimsmeistaramótinu í Suður- Afríku á næsta ári. Ekki verður þó ætlast til þess að þeir klæðist vestunum þegar þeir eru að spila heldur aðeins ef þeir fara eitthvert út af lúxus- hótelinu sem þeir munu dvelja á. Glæpatíðni í Suður-Afríku er svo yfirgengileg að ekki þykir óhætt að láta rándýra leikmenn ganga þar lausa. Líklegt er að þeir fái jafnvel vopnaða verði með sér ef þeir bregða sér í bæinn. - ót Þýska fótboltalandsliðið: Í skotheldum vestum á HM Fékk átta mánaða dóm Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Hann var tekinn með rúm þrjátíu grömm samtals af amfetamíni, hassi og kókaíni og eina hassplöntu. Maðurinn var á skilorði en hann hafði áður fengið dóm fyrir fíkniefna- lagabrot. Stórfelld skattsvik Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir stórfelld skatt- svik. Hann játaði brot sín greiðlega. Honum var einnig gert að greiða um 45 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. DÓMSMÁL Laugardaginn 24. október Stangarhyl 4, Rvk. í sal Fél. eldri borgara Húsið opnar kl. 20.30 Tónlist og gleði að arnfi rskum sið! KORTASÖLU LÝKUR 31.OKTÓBERortasa Með leyfi AVALON PROMOTIONS & LIBERTY BELL GRUMPY OLD WOMEN LIVE ÓVISSUSÝNING Vertu með! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Sama verð og í fyrra! Áskriftarkort fyrir unga fólkið og námsmenn á ótrúlegu verði! LEIKFÉLAG AKUREYRAR / MIÐASALA: SÍMI 4600 200 / MIDASALA@LEIKFELAG.IS / WWW.LEIKFELAG.IS MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 UNGT FÓLK Í LEIKHÚS! Landsbankinn greiðir niður áskriftarkort fyrir ungt fólk (25 ára og yngri) svo nú geta allir verið flottir á því og gerst fastagestir í leikhúsinu! ÖRYGGISMÁL Hálendisvakt björgun- arsveitanna fékk ríflega 900 aðstoð- arbeiðnir á sjö vikna starfstímabili sínu í sumar, sem samsvarar um nítján beiðnum á dag. Alls voru 144 einstaklingar í 23 björgunar- sveitum til taks til að bregðast við beiðnunum. Árið á undan var beðið um aðstoð 367 sinnum. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, rekur þessa miklu aukningu til stóraukins straums ferðamanna um hálendið, sérstaklega erlendra. „Fólk fer oft á hálendið með glóru- lausar áætlanir,“ segir hann. Verk- efni Hálendisvaktarinnar, sem er skilgreint sem slysavarnaverkefni, hafi því fólgist í að meta aðstæð- ur fyrir fólk og tryggja öryggi, til dæmis þegar farið sé yfir ár og vötn. Oft þurfi einnig að draga bíla í land og aðstoða fólk við að rata. Kristinn segir að því fylgi ábyrgð að taka á móti ferðamönnum. Ekki þyki gott til afspurnar þegar þeir týnist og finnast ekki aftur. Dæmi um þetta hafi til að mynda haft bein áhrif á straum japanskra ferða- manna til Nýja-Sjálands. Meðal annarra verkefna Hálendis- vaktarinnar er að stöðva akst- ur utan vega, en vaktin starfar meðal annars með Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. - kóþ Hálendisvakt björgunarsveitanna var mun oftar beðin um aðstoð í sumar en á síðustu árum: Nítján aðstoðarbeiðnir að meðaltali á dag SKIPT UM HEST Hálendisvaktin undirbýr hér að draga jeppa úr á, en bílstjóri jeppans hafði víst eitthvað misreiknað sig. MYND/LANDSBJÖRG FYRIRLIÐINN Michael Ballack er undir það búinn að klæðast skotheldu vesti í Suður-Afríku á næsta ári. BANDARÍKIN Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að vera nakinn þegar hann var að laga kaffi í eldhúsinu á heimili sínu snemma morguns. Kona sem átti leið framhjá húsi Ericks Williamson ásamt sjö ára syni sínum sá hann inn um eld- húsgluggann. Hún hringdi sam- stundis í lögregluna. Williamson kveðst hafa verið einn heima þegar hann vappaði berrassaður niður í eldhús til að fá sér kaffi. Ef einhver hafi séð hann beran í eldhúsinu hafi það verið slysni. Lögreglan ætlar að leggja fram ákæru sem gæti kostað Williams- on eins árs fangelsi. Heimilisfaðir ákærður: Má ekki laga kaffi nakinn

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: