Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 12
12 23. október 2009 FÖSTUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Skýrar vísbend- ingar eru um að íslenskum börn- um líði betur í ár en fyrir þremur árum. Af umfangsmikilli könnun á hegðun og líðan barna í fimmta til tíunda bekk grunnskóla má draga þessar niðurstöður, segir einn höf- unda rannsóknarinnar, Álfgeir Logi Kristjánsson. „Krakkar eyða meiri tíma með foreldrum sínum og stuðningur og eftirlit foreldra með börnum og unglingum hefur aukist. Við erum alltaf að leita að hinu neikvæða en í rannsókninni okkar eru einungis jákvæðar vísbendingar um hegð- un og líðan barna.“ Álfgeir segir rannsóknina ekki benda til þess að dregið hafi úr tómstundaiðkun barna. „Mikið hefur verið talað um svo- kölluð kreppuáhrif, að kreppan hafi vond áhrif á líðan barna, en við sjáum þau ekki birtast í þess- ari rannsókn. Þvert á móti finnst börnum greinilega að haldið sé fastar utan um þau í dag. Fleiri upplifðu óöryggi í þenslunni.“ Rannsóknin sem kynnt var í gær er framhald rannsóknar sem unnin hefur verið fyrir menntamálaráðu- neytið frá árinu 1992 af fyrirtæk- inu Rannsóknir og greining. Hún byggist á umfangsmiklum spurn- ingalistum sem lagðir eru fyrir börn í skólum. Svörunin er yfir 85 prósent. Spurningalistarnir voru lagðir fyrir börnin í febrúar, að búsáhaldabyltingunni nýafstað- inni. Umrót í stjórnmálum virðist ekki hafa haft áhrif á börnin. „Við virðumst hafa náð að halda vel utan um krakkana okkar; for- eldrar verja meiri tíma með börn- um, færri börnum líður illa og færri eru einmana, svefnvana og óörugg,“ segir Margrét Lilja Guð- mundsdóttir, annar skýrsluhöfund- anna. „Einnig höfðu færri ungling- ar rifist við foreldra sína eða séð þá rífast í aðdraganda könnunar- innar.“ sigridur@frettabladid.is 50 40 30 20 10 0 Nær aldrei / Sjaldan Stundum Nær alltaf 1997 2003 2006 2009 HLUTFALL STRÁKA OG STELPNA Í 9. OG 10. BEKK SEM SEGJAST VERA MEÐ FORELDRUM SÍNUM UTAN SKÓLATÍMA Á VIRKUM DÖGUM Líður betur í kreppunni Íslenskum börnum líður betur í dag en í góðærinu fyrir þremur árum. Sú er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Vond áhrif kreppunnar koma ekki fram í rannsókninni Ungt fólk sem kynnt var í gær. BÖRNUM LÍÐUR BETUR Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Álfgeir Logi Kristjánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÆRRI DREKKA Vímuefnaneysla unglinga hefur verið könnuð reglulega frá árinu 1998. Það ár voru ríflega 40 prósent unglinga í tíunda bekk sem höfðu orðið drukkin á undangengnum mánuði. Síðan þá hefur þetta hlutfall lækkað. Sama gildir um reykingar. Árið 1998 reykti ríflega fimmtungur krakka í tíunda bekk en í ár er hlutfallið tíu prósent. fyrst og fremst ódýr frá kl. 16:00 í dag í Krónunni Granda og Lindum Kópavogi Í tilefni fyrsta vetrardags bjóða bændur upp á ljúffenga kjötsúpu ÍSLENSK KJÖTSÚPA Komdu & smakkaðu ! 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Hafa ekki orðið drukkin sl. 30 daga Reykja ekki eða minna en daglega Hafa aldrei prófað hass BLÁAR RÓSIR Með aðstoð erfðafræð- innar hafa í fyrsta sinn verið ræktaðar bláar rósir. Framleiðandinn er japanskt fyrirtæki, Suntory, sem setur þær á markað í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP % % SLYS Flosi Ólafsson, leikari og rit- höfundur, slasaðist í gær þegar hann lenti í bílveltu skammt frá Borgarfjarðar- brúnni. Flosi var að koma frá Reykjavík og á leið til heimil- is síns í Reyk- holtsdal. Að sögn Ólafs Flosasonar, sonar hans, fór stór vörubíll fram úr honum og við það missti Flosi stjórn á bílnum. Bíllinn fór þrjár veltur. Flosi var fluttur á almenna deild á Landspítalanum í gær. Hann skarst töluvert mikið á líkamanum, braut nokkur rif- bein og hlaut minni háttar höfuð- meiðsl. Flosi verður áttræður næsta þriðjudag. Flosi Ólafsson lenti í bílslysi: Slasaður en ekki í lífshættu FLOSI ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: